bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

HEAVEN...........................................
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12134
Page 1 of 2

Author:  Alpina [ Tue 18. Oct 2005 22:12 ]
Post subject:  HEAVEN...........................................

Undirritaður lenti í þeirri ,,,,,,ÞÆGILEGU........ stöðu að fá að aka E60 M5
og Carlsson SL55 í kvöld,,,

M5= Algjör racegræja frá A-Z að mínu mati, gríðarlega öflugur bíll með frábærum bremsum,,, þegar beygjur eru teknar þá kemur sjálfkrafa stuðningur í sætið þeim megin sem miðflótta aflið leitar til,,
M takkinn...............((507 hö)) enginn ofboslegur munur en samt merkjanlegur. Greinilega stórkostlegur----------->> taka á honum farartæki

Í ,,,AUTO--mode,, sem var stillt á hægustu stillingu er bíllinn ,,,,,EKKI,, skemmtilegur. Í ,,,,MANUEL,, stillingunni er ALLT að gerast
Þegar bíllinn er staðinn FLATUR dregur han hjól frá 1->2 og 2-->3 gír
Hreint ótrúlegt að hægt skuli vera mögulegt að skipta gír svona skjótt.
Alger F1 tilfinning og er bíllinn næsti kapítuli frá kappakstri til götubrúks
bíllinn er ,,,,MJÖG,, auðveldur til síns brúks daglega,,,,,,,,
en samt LANGT frá E39 M5 sem ,,,notalegur í daglegum akstri.

Carlsson SL 55 :shock: :shock: :shock: :shock:

ÓTRÚLEGASTI bíll sem ég hef ekið á lífsleiðinni,,,,,,,,,
Aflið er hreint með ólíkindum,,,,,EKKERT endurtek EKKERT sem ég hef ekið hér á jarðskorpunni er með jafn mikinn togkraft,,,,,
Sveinn Helgason,,,,,,,,,,,,Fart,,,,,,,,, sagði mér að bíllinn spólar með spólvörninni á,,,,,,,(((((((((glætan..hugsaði ég)))))))) eeeenn JÉSUS MINN
bíllinn MÖKKAR,,,,,,,,þannig að héðan í frá eru ALLIR bílar að ég held
hrein vonbrigði,,,

En sagan er ekki búinn. Þegar betur er að gáð held ég að E60 M5 eigi samt sem áður góða möguleika..VEGNA ÞESS að togkrafturinn blekkir nefnilega ansi oft.,,,, ef horft er á mælana þá getur maður sér til að E60 M5 sé ansi nálægur,,
W211 E55 á ekki möguleika í M5 og sá bíll er EKKERT slor. Ef einhver hefur séð test á milli svona bíla Carlsson SL 55 v E60 M5 þætti mér ansi gaman að sjá slíkt.....

Málið er að aflið í þessum Carlsson SL 55 er svo ofboðslegt að allar aðrar viðmiðanir hreint blikna í samanburði,,slík er tilfinningin,,
Annað þetta er einnig besti bíll sem ég hef ekið,, hreint unaður að svífa um göturnar á þessu,, E60 M5 er ekki eins góður cruiser og SL 55

Það er staðreynd,,,,,að mínu mati

Author:  ta [ Tue 18. Oct 2005 22:16 ]
Post subject: 

skemmtilegt ,,,,,,
væri alveg til í túr í þessum bílum,

Author:  bimmer [ Tue 18. Oct 2005 22:23 ]
Post subject:  Re: HEAVEN...........................................

Alpina wrote:
Í ,,,AUTO--mode,, sem var stillt á hægustu stillingu er bíllinn ,,,,,EKKI,, skemmtilegur. Í ,,,,MANUEL,, stillingunni er ALLT að gerast
Þegar bíllinn er staðinn FLATUR dregur han hjól frá 1->2 og 2-->3 gír
Hreint ótrúlegt að hægt skuli vera mögulegt að skipta gír svona skjótt.
Alger F1 tilfinning og er bíllinn næsti kapítuli frá kappakstri til götubrúks
bíllinn er ,,,,MJÖG,, auðveldur til síns brúks daglega,,,,,,,,
en samt LANGT frá E39 M5 sem ,,,notalegur í daglegum akstri.


Er ég að skilja þig rétt að E60 M5 sé _verri_ í daglegum akstri en E39 M5?!?!?!

Author:  Alpina [ Tue 18. Oct 2005 22:26 ]
Post subject: 

Mjög rökræn skýring er frekar ,,,,,,,,, ekki eins einfaldur

Author:  bimmer [ Tue 18. Oct 2005 22:28 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Mjög rökræn skýring er frekar ,,,,,,,,, ekki eins einfaldur


En ætti hann ekki að vera einfaldari þegar þú ert með hann í auto?

Author:  Benzari [ Tue 18. Oct 2005 22:28 ]
Post subject: 

21" felgur :shock:

Er það ekki nánast eins og dekkin séu ekki til staðar ?

Author:  Alpina [ Tue 18. Oct 2005 22:30 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
Alpina wrote:
Mjög rökræn skýring er frekar ,,,,,,,,, ekki eins einfaldur


En ætti hann ekki að vera einfaldari þegar þú ert með hann í auto?



Get alveg keypt þá skýringu,,,,,, en er ekki frá því að SMG væri ekki að falla í geð hjá fólki vestanhafs,,,,,,,,

og það er jú stærsti markaðurinn

Author:  Alpina [ Tue 18. Oct 2005 22:31 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
21" felgur :shock:

Er það ekki nánast eins og dekkin séu ekki til staðar ?


kom mér á óvart hvað bíllinn er samt góður

Author:  bimmer [ Tue 18. Oct 2005 22:32 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
bimmer wrote:
Alpina wrote:
Mjög rökræn skýring er frekar ,,,,,,,,, ekki eins einfaldur


En ætti hann ekki að vera einfaldari þegar þú ert með hann í auto?



Get alveg keypt þá skýringu,,,,,, en er ekki frá því að SMG væri ekki að falla í geð hjá fólki vestanhafs,,,,,,,,

og það er jú stærsti markaðurinn


Það er rétt - uppreisn hjá mörgum BMW M kúnnum í hamborgaralandi.

Author:  íbbi_ [ Tue 18. Oct 2005 22:40 ]
Post subject: 

Já það er nefnilega bara ótrúlegt hvað þessi SL55 carlsson er fáránlega mikil græja :shock: og hljóðið í honum er æðislegt

Author:  bjahja [ Tue 18. Oct 2005 23:19 ]
Post subject: 

M5 kemur út bsk 2007 í BNA.
En djöfull öfnunda ég þig af þessum rúnt maður :shock: Bílskúrinn hjá þessum manni er alveg ótrúlegur, þú verður að plata hann á samkomu við tækifæri ;)

En ef maður spáir í því þá er alveg ótrúlegt að það sé verið að bera M5 saman við græjuna sem carlssoninn er. Carlsoninn er 2 dyra sportbíll sem er búið að tjúna og bæta fyrir milljónir á milljónir ofan en M5 inn er nánast orginal (er ekki eina perfomance breytingin púst?) 4 dyra "fjölskyludbíll" 8)

Author:  Svezel [ Tue 18. Oct 2005 23:50 ]
Post subject: 

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að sitja í Carlson og ég var bara svona allan tíma :shock:

Þegar nafni stóð apparatið þá var eins og Magnús Ver héldi í hnakkann á manni, hröðunin var þvílík. Svo þegar var bremsað þá var hrinti hann manni áfram. Þvílík græja :shock:

Ég held að það sé erfitt að slá þetta dýr útaf laginu hér á íslenskum götum

Það var fyndið að nafni stóð bílinn í botn af ljósum og fyrst fannst mér hann ekkert virkar neitt spes en svo bara ----------BÚMM----------- maður sekkur í sætið og heyrir í dekkjunum berjast fyrir lífi sínu meðan supercharged V8 öskrið magnast. Þá var spólvörnin bara í overdrive í byrjun og kæfði allt.

Þetta apparat er bara bilað :!:

Author:  bimmer [ Wed 19. Oct 2005 00:02 ]
Post subject: 

Hvað er þessi Carlsson að skila í hrossum/togi?

Author:  O.Johnson [ Wed 19. Oct 2005 00:06 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
Hvað er þessi Carlsson að skila í hrossum/togi?


hann er víst 580 hross
veit ekki með togið

Author:  Kristjan [ Wed 19. Oct 2005 00:26 ]
Post subject: 

Ekki gleyma því að Benzinn kostar um það bil tvöfalt meira en original M5... spurning hvað væri hægt að gera við M5-inn fyrir mismuninn?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/