bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Aksturstalvan
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=12085
Page 1 of 3

Author:  Beggi [ Fri 14. Oct 2005 14:48 ]
Post subject:  Aksturstalvan

sælir var að kaupa mér E-39 540 99 árgerðina

var að spá hvernig maður myndi breyta henni yfir á ensku hún er semsagt á þýsku núna og hvað er sniðugt í svona akstursstölvu :roll:

en annars mjög skemmtilegur bíll :twisted:

Author:  Kristjan [ Fri 14. Oct 2005 15:20 ]
Post subject: 

Gætir byrjað á því að breyta yfir í "tölvan"

Author:  basten [ Fri 14. Oct 2005 15:26 ]
Post subject: 

Farðu bara með hann niður í TB, þeir eru örugglega til í að breyta þessu fyrir þig, tekur eina mínútu.
Þetta er eitthvað trix með svissinn og takkana tvo í mælaborðinu (þessa til að velja í aksturstölvunni).

Author:  hlynurst [ Fri 14. Oct 2005 15:28 ]
Post subject: 

basten wrote:
Farðu bara með hann niður í TB, þeir eru örugglega til í að breyta þessu fyrir þig, tekur eina mínútu.
Þetta er eitthvað trix með svissinn og takkana tvo í mælaborðinu (þessa til að velja í aksturstölvunni).


Gerðu þeir það við bílinn þinn eða tengu þeir hann við tölvu?

Leitaði að leiðbeiningum um hvernig var hægt að skipta um tungumál á þessum tölvum í E39 en fann ekkert og einhver benti á að það þurfti að smella honum í tölvu til að breyta þessu.

Author:  Schulii [ Fri 14. Oct 2005 15:31 ]
Post subject: 

Afsakið Off-Topic en þá er orðið TALVA orðið jafn rétt og TÖLVA í íslensku.
Breyttist í fyrra eða eitthvað!

Author:  bjahja [ Fri 14. Oct 2005 15:39 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Afsakið Off-Topic en þá er orðið TALVA orðið jafn rétt og TÖLVA í íslensku.
Breyttist í fyrra eða eitthvað!


Mér er alveg sama hvað einhver háskólaorðabók er að segja rétt, Tölva er nýyrði mótað úr tala og völva = tölva. Ég bara næ því ekki að það sé verið að segja að röng beyging á orði sé bara allt í einu rétt.

En on topic

Ég leitaði á googlo og öllum DIY síðum sem´eg veit um og ég fann þetta ekki fyrir e39, þannig að þú þarft líkelga að kíkja uppí tb eða bogl :?

Author:  Djofullinn [ Fri 14. Oct 2005 15:42 ]
Post subject: 

Á e39 er það ekki hægt nema tengja bílinn við tölvu. Held að TB og B&L sé ekkert að rukka fyrir það.

Author:  basten [ Fri 14. Oct 2005 20:16 ]
Post subject: 

Jú það er hægt án tölvu. Þetta er bara eitthvað trix með svissinn og hnappinn í mælaborðinu.

Author:  Gunni [ Fri 14. Oct 2005 20:39 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Afsakið Off-Topic en þá er orðið TALVA orðið jafn rétt og TÖLVA í íslensku.
Breyttist í fyrra eða eitthvað!


Það segja líka sumir hengur... Seint mun ég viðurkenna það sem íslensku.

Það borðar enginn hengikjöt er það ?

Author:  iar [ Fri 14. Oct 2005 20:48 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Schulii wrote:
Afsakið Off-Topic en þá er orðið TALVA orðið jafn rétt og TÖLVA í íslensku.
Breyttist í fyrra eða eitthvað!


Það segja líka sumir hengur... Seint mun ég viðurkenna það sem íslensku.

Það borðar enginn hengikjöt er það ?


Heyr heyr, ef nógu margir bulla vitleysuna þá er hún ekkert réttari fyrir vikið... ka geingur eilla af fólki mar é bara spir! :-)

Author:  Schulii [ Sat 15. Oct 2005 00:30 ]
Post subject: 

iar wrote:
Gunni wrote:
Schulii wrote:
Afsakið Off-Topic en þá er orðið TALVA orðið jafn rétt og TÖLVA í íslensku.
Breyttist í fyrra eða eitthvað!


Það segja líka sumir hengur... Seint mun ég viðurkenna það sem íslensku.

Það borðar enginn hengikjöt er það ?


Heyr heyr, ef nógu margir bulla vitleysuna þá er hún ekkert réttari fyrir vikið... ka geingur eilla af fólki mar é bara spir! :-)


Hehe.. ekki misskilja mig mér líkar alls ekki við orðin talva og hengur og stengur en þetta er bara orðið rétt og lítið við því að gera.. en ég mun seint eða aldrei taka upp á því að nota þetta..

Author:  oskard [ Sat 15. Oct 2005 00:32 ]
Post subject: 

er hengur í orðabók ? :)

Author:  Svezel [ Sat 15. Oct 2005 00:38 ]
Post subject: 

"talva" er alveg stórgott dæmi um the stupidity of the masses :?

Author:  Schulii [ Sat 15. Oct 2005 01:34 ]
Post subject: 

ÍSLENSK ORÐABÓK - 3. ÚTGÁFA, aukin og endurbætt

hanga (nt. hangir/stb. hengur) hékk, héngum, hangið....
stb = Staðbundið málfar

tölva -u, -ur (!? nf. talva)
!? = orð eða málatriði sem ekki nýtur fullrar viðurkenningar, telst ekki gott mál í venjulegu samhengi.

Author:  oskard [ Sat 15. Oct 2005 01:39 ]
Post subject: 

ég hefði mögulega geta sætt mið við að fólk notaði talva en hengikjöt sætti ég mig ekki við ;)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/