bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Samlitun https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=11840 |
Page 1 of 2 |
Author: | SnowMan [ Sun 25. Sep 2005 17:56 ] |
Post subject: | Samlitun |
Daginn. Þannig er mál með vexti að mig langar að fara að samlita bílinn og er að spá hvort að einhver af ykkur er búinn að samlita sinn og hvað hefur það kostað? Bílinn lítur svona út.. ![]() |
Author: | mattiorn [ Sun 25. Sep 2005 18:17 ] |
Post subject: | |
Bíllinn minn er samlitur og það kemur bara vel út.. ![]() ![]() |
Author: | Bjarki [ Sun 25. Sep 2005 18:24 ] |
Post subject: | |
Hef samlitað tvo svona þetta er að kosta e-ð um 7-9þús minnir mig í efni. Samlitaði þennan seinast: ![]() það var búið að laga endurskoðunaratr. þegar þessi mynd var tekin en ekki fara í skoðun hehe '91 bíll 14 ára gamall, ber aldurinn vel |
Author: | SnowMan [ Sun 25. Sep 2005 18:37 ] |
Post subject: | |
Og hvað er þetta að kosta allt í allt og hvar létuði gera þetta? |
Author: | Twincam [ Sun 25. Sep 2005 18:40 ] |
Post subject: | |
SnowMan wrote: Og hvað er þetta að kosta allt í allt og hvar létuði gera þetta?
hef nú lúmskan grun um að Bjarki geri svona sjálfur bara... en best er að athuga bara hjá sprautuverkstæðum til að fá verð á þetta... og fara þá á nokkur verkstæði til að fá nokkrar verðhugmyndir. |
Author: | mattiorn [ Sun 25. Sep 2005 18:50 ] |
Post subject: | |
Það kostar nú bara 10þ að lyfta málningardósinni á sprautuverkstæði.. |
Author: | drolezi [ Sun 25. Sep 2005 19:51 ] |
Post subject: | |
Þetta mun kosta þig á bilinu 80-100þ. Mæli með því að skoða gulu síðurnar og athuga hvaða verð þeir gefa þér. Bílamálun Halldórs Þ. Nikul. Funahöfða 3 framkvæmdi vinnuna á mínum og kom það ágætlega út. ![]() |
Author: | iar [ Sun 25. Sep 2005 21:16 ] |
Post subject: | |
drolezi wrote: Þetta mun kosta þig á bilinu 80-100þ.
Mæli með því að skoða gulu síðurnar og athuga hvaða verð þeir gefa þér. Bílamálun Halldórs Þ. Nikul. Funahöfða 3 framkvæmdi vinnuna á mínum og kom það ágætlega út. Þar eru reyndar líka samlitaðir listarnir á hurðum og stuðurum og hurðahandföng hjá þér ekki satt? |
Author: | drolezi [ Sun 25. Sep 2005 22:30 ] |
Post subject: | |
Jú, reyndar var það tekið með líka. Á einu sprautuverkstæðinu sögðu þeir mig geta sparað 15þ með því að sleppa listunum. |
Author: | OZ-569 [ Mon 26. Sep 2005 12:01 ] |
Post subject: | |
Ég mæli eindregið með bílaverk, Hafnarfirði þeir eru ódýrir og góðir |
Author: | ///MR HUNG [ Mon 26. Sep 2005 14:19 ] |
Post subject: | |
drolezi wrote: Þetta mun kosta þig á bilinu 80-100þ. Ég ætla að vona að þú hafir ekki borgað þetta fyrir samlitun ![]() |
Author: | IceDev [ Mon 26. Sep 2005 14:38 ] |
Post subject: | |
Jebb, ég borgaði 25k með efni ![]() |
Author: | Djofullinn [ Mon 26. Sep 2005 15:12 ] |
Post subject: | |
MR HUNG wrote: drolezi wrote: Þetta mun kosta þig á bilinu 80-100þ. Ég ætla að vona að þú hafir ekki borgað þetta fyrir samlitun ![]() Sammála! Bara rugl verð |
Author: | SnowMan [ Mon 26. Sep 2005 15:32 ] |
Post subject: | |
IceDev wrote: Jebb, ég borgaði 25k með efni
![]() Hvar léstu gera það ? ![]() Kostaði það 25 samtals fyrir efni og vinnu eða? |
Author: | fart [ Mon 26. Sep 2005 15:44 ] |
Post subject: | |
80-100k... er þá ekki verið að tala um samlitun á bíl sem er með svarta (gráa) stuðara sem eru illa farnir. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |