bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bremsudiskar !?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=11797
Page 1 of 1

Author:  Gazzi [ Wed 21. Sep 2005 21:23 ]
Post subject:  Bremsudiskar !?

Er ekki hægt að láta renna diskana til að laga skekkju ?

...þannig er mál með vexti að félagi minn á bimma sem hristist soldið þegar hann bremsar og hann prufaði að skipta um klossa en það lagaðist ekki, þannig að með öllum líkindum eru diskarnir skakkir. Er þá bara ódýrara að kaupa nýja heldur en að vera eikkað að stússast í einhverjum slípingum og dóti !??!? btw. Það eru bæði diskar að framan og aftan !

Síðan logar "Airbag" ljósið sífellt og langar mig að spyrja hvort það sé ekki einhver skynjari sem er farinn eða hvað?

Now u tell me, hef ekki reynslu af þessu þannig að endilega segið mér hvað er best að gera.

Takk fyrir

Author:  gunnar [ Wed 21. Sep 2005 21:25 ]
Post subject: 

Iðulega betra að kaupa bara nýja diska, mín reynsla alla vega.

Author:  basten [ Wed 21. Sep 2005 22:24 ]
Post subject: 

Kaupa nýja diska, þeir eru ekki svo dýrir í B&L. Munaði bara 1000 kalli á stykkinu í B&L og Stillingu þegar ég keypti í 750 bílinn sem ég átti (þá tekur maður nú frekar "original")

Author:  Tommi Camaro [ Wed 21. Sep 2005 22:27 ]
Post subject:  Re: Bremsudiskar !?

Gazzi wrote:
Er ekki hægt að láta renna diskana til að laga skekkju ?

...þannig er mál með vexti að félagi minn á bimma sem hristist soldið þegar hann bremsar og hann prufaði að skipta um klossa en það lagaðist ekki, þannig að með öllum líkindum eru diskarnir skakkir. Er þá bara ódýrara að kaupa nýja heldur en að vera eikkað að stússast í einhverjum slípingum og dóti !??!? btw. Það eru bæði diskar að framan og aftan !

Síðan logar "Airbag" ljósið sífellt og langar mig að spyrja hvort það sé ekki einhver skynjari sem er farinn eða hvað?

Now u tell me, hef ekki reynslu af þessu þannig að endilega segið mér hvað er best að gera.

Takk fyrir

og air bag ljósið þá ferðu bara í bog l og lætur lesa hann

Author:  Vargur [ Wed 21. Sep 2005 23:25 ]
Post subject: 

TB, ég keypti diska hjá þeim hræódýrt.
Þeir voru lítið dýrari en kostnaðurinn við að láta renna.

Author:  poco [ Thu 22. Sep 2005 09:03 ]
Post subject: 

Og til að spara enn meiri pening þá er ekkert svo flókið að skipta um þá sjálfur.

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 22. Sep 2005 10:11 ]
Post subject:  Re: Bremsudiskar !?

Tommi Camaro wrote:
og air bag ljósið þá ferðu bara í bog l og lætur lesa hann


skynjarinn í farþegasætinu frammí er að öllum líkindum bilaður, mjög algeng bilun!

Author:  Gazzi [ Thu 22. Sep 2005 14:47 ]
Post subject:  ok

ok og fer ég bara í b&l og læt laga skynjarann eða er það kannski fokdýrt?

.....hvar er TB staðsett ?


...og já við erum með aðstöðu til alls, kaupum diska bara og gerum það sjálfir ;)


Takk

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Sep 2005 14:51 ]
Post subject:  Re: ok

Gazzi wrote:
ok og fer ég bara í b&l og læt laga skynjarann eða er það kannski fokdýrt?

.....hvar er TB staðsett ?


...og já við erum með aðstöðu til alls, kaupum diska bara og gerum það sjálfir ;)


Takk

Farðu í TB og láttu tengja bílinn við tölvu. Þeir sjá hvaða skynjari er farinn. Kauptu þann skynjara og fáðu feita afsláttinn á honum og mælingunni ef þú ert skráður meðlimur í Kraftinum. Síðan er easy peasy að skipta um hann sjálfur ef þetta er sætisskynjari ;)

Author:  gunnar [ Thu 22. Sep 2005 14:55 ]
Post subject: 

Tækniþjónusta Bifreiða Hjallahrauni 4 220 Hafnarfjörður 5550885

Author:  Kull [ Thu 22. Sep 2005 15:06 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Tækniþjónusta Bifreiða Hjallahrauni 4 220 Hafnarfjörður 5550885


www.bifreid.is

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 22. Sep 2005 17:44 ]
Post subject:  Re: ok

Djofullinn wrote:
Síðan er easy peasy að skipta um hann sjálfur ef þetta er sætisskynjari ;)


ekki vill svo vel til að þú lumir á DIY um það í e46? félagi minn er einmitt að bíða eftir þessum skynjara

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Sep 2005 19:56 ]
Post subject:  Re: ok

Höfuðpaurinn wrote:
Djofullinn wrote:
Síðan er easy peasy að skipta um hann sjálfur ef þetta er sætisskynjari ;)


ekki vill svo vel til að þú lumir á DIY um það í e46? félagi minn er einmitt að bíða eftir þessum skynjara

Hef ekki séð hvernig þetta er í E46. En þetta ætti að segja sig nokkuð sjálft þegar hann er búinn að kíkja undir sætið. Eflaust þarf hann að losa sætið frá gólfinu. það ætti síðan að vera snúrur sem koma upp úr teppinu undir sætinu sem lyggja upp í sætið. Láttu hann rekja þær snúrur þangað til hann finnur skynjarann sem lítur svona út:


Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/