bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skemmtileg bók - hringferð um HNÖTTINN á BMW!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=11753
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Mon 19. Sep 2005 18:02 ]
Post subject:  Skemmtileg bók - hringferð um HNÖTTINN á BMW!

Ég náði mér í skemmtilega bók sem að fellur akkúrat að mínum draumórum.

Bókin er skemmtileg fyrir þrennar sakir, það er keyrt hringinn í kringum hnöttinn, eða öllu heldur var ekið frá London til New York, nema bara "The Long Way Round" eins og bókin heitir. Í öðru lagi var þetta gert á BMW og í þriðja lagi fóru tveir frægir menn þessa ferð, þeir Charley Boorman (sonur John Boorman sem gerði Deliverance) og svo Ewan McGregor sem að flestir þekkja orðið úr Star Wars.

Ferðin var farin á eina BMW sem að kemst þetta... BMW R1150GS Adventure og sjást þeir með þeim á myndinni hér fyrir neðan.

Image

Það má auðvitað geta þess að hjólin stóðu sig með prýði en valið hafði upprunalega staðið á milli KTM og BMW, KTM hjólin sem voru miklu léttari og með marga sigra á bakvið sig í Paris Dakar hefðu líklega aldrei komist í gegnum erfiðasta kaflann; að sögn þeirra félaga.

Það er líka gaman frá því að segja að KTM mennirnir guggnuðu á sponsinu á meðan að BMW fannst þetta bara sjálfsagður hlutur (jafnvel þrátt fyrir að þeir hefðu verið "second choice")

Author:  Kristjan [ Mon 19. Sep 2005 18:45 ]
Post subject: 

Þetta eru sko alvöru töffarar.

Author:  finnbogi [ Mon 19. Sep 2005 18:49 ]
Post subject: 

jáhh en mig minnir að það hafi verið heimildamynd um þetta
ef einhver veit hvað hún heitir þá endilega , langar að sjá hana :D

Author:  bebecar [ Mon 19. Sep 2005 19:37 ]
Post subject: 

finnbogi wrote:
jáhh en mig minnir að það hafi verið heimildamynd um þetta
ef einhver veit hvað hún heitir þá endilega , langar að sjá hana :D


Það var gerð heimildarmynd líka jú - ég geri ráð fyrir að hún beri sama nafn. Því miður hef ég ekki séð hana. En það var allavega myndatökumaður með í för alla ferðina.

Og jú - þetta eru seigir gaurar. Engin spurning! 8)

Author:  gunnar [ Tue 20. Sep 2005 11:13 ]
Post subject: 

Já ég er búinn að vita af þessu í smá tíma, hef alltaf langað til að sjá þessa heimildarmynd. Þeir lentu víst líka í fullt af crazy dóti þarna á leiðinni.

Author:  bebecar [ Tue 20. Sep 2005 14:20 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Já ég er búinn að vita af þessu í smá tíma, hef alltaf langað til að sjá þessa heimildarmynd. Þeir lentu víst líka í fullt af crazy dóti þarna á leiðinni.


Aðallega rússnesku mafíunni annað slagið.... :roll:

Author:  gunnar [ Tue 20. Sep 2005 14:36 ]
Post subject: 

Ég veit ekki hvort þetta ætti að vera kaldhæðni eða hvað en þá las ég alla vega viðtal við hann Ewan McGregor þar sem hann er að segja að þeir hafi lent í allskyns "skemmtilegum" uppákomum.

Author:  bebecar [ Tue 20. Sep 2005 14:46 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Ég veit ekki hvort þetta ætti að vera kaldhæðni eða hvað en þá las ég alla vega viðtal við hann Ewan McGregor þar sem hann er að segja að þeir hafi lent í allskyns "skemmtilegum" uppákomum.


Ætli hann hafi ekki átt við það að það rættist nú vel úr öllu saman. Þessi ferð gekk algjörlega stór áfallalaus... kannski fyrir utan það að það var keyrt aftan á Ewan í Kanada!!! Hondan fór í spað sem keyrði aftan á hann og þurfti að draga hana í burtu. Hann gat hinsvegar keyrt hjólið í burtu alla leið til New York með beyglaðar töskur reyndar :lol:

Author:  addi paddi [ Tue 20. Sep 2005 19:26 ]
Post subject: 

Gerðir voru þættir um þessa ferð þeirra og heita þeir Long Way Round
það vill svo skemmtilega til að ég á þessa þætti og eru þeir mikil skemmtun.
þeir eru samtals 2.4gb og ef einhver getur reddað plássi get ég alveg komið fyrir öryggisafriti

Author:  bebecar [ Tue 20. Sep 2005 20:44 ]
Post subject: 

addi paddi wrote:
Gerðir voru þættir um þessa ferð þeirra og heita þeir Long Way Round
það vill svo skemmtilega til að ég á þessa þætti og eru þeir mikil skemmtun.
þeir eru samtals 2.4gb og ef einhver getur reddað plássi get ég alveg komið fyrir öryggisafriti


Jösss.... það hlýtur einhver að bjarga því hér - eða á blýfæti....

Author:  gunnar [ Tue 20. Sep 2005 22:09 ]
Post subject: 

össs það væri geðveikt að fá þessa þætti

Author:  Arnar [ Tue 20. Sep 2005 22:58 ]
Post subject: 

já endilega skella þessu á netið :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/