bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hvernig er E39 að standa sig?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=11737
Page 1 of 3

Author:  Sprangus [ Sun 18. Sep 2005 00:18 ]
Post subject:  hvernig er E39 að standa sig?

er aðeins að pæla í BMW 5 series E39,
hef verið að heyra að þetta séu algjörar bilanatíkur, ásamt því að þeir bili nánast ekkert...
getið þið frætt mig um hvort er réttara?
meðal eyðsla?
þæginlegir í langkeyrslu?
og svona ykkar álit... :)

er t.d. alveg rosalega hrifin af þessum:
http://www.mobile.de/SIDV2wN5a4-0-choOiQoMdR1A-t-vaNexlCsAsCsK%F3P%F3R~BmSB11Iindex_cgiJ1127004868A1Iindex_cgiD1100CCarZ-t-vctpLtt~BmPA1B21B20C555%81U-t-vCaMIMkMoSeSmVb_X_Y_x_yrd~BSRA6D1100F150000D3500C528CPKWC528HinPublicA2A0A0A0D1996/cgi-bin/da.pl?bereich=pkw&top=26&id=11111111181546009&

Author:  bimmer [ Sun 18. Sep 2005 00:26 ]
Post subject: 

Mín reynsla af E39 er bara nokkuð góð (knock on wood....)

Gamli 523 var til friðs, fyrir utan olíukæli á sjálfskiptingu sem þurfti að skipta um. Annars voru þetta bara venjuleg skipti á hlutum sem slitna.

Er ekki búinn að eiga M5 bílinn það lengi að komin sé reynsla á viðhald.

Þægilegir í langkeyrslu - you bet.

Spái ekkert í bensíneyðslu þannig að ég get ekki hjálpað þér með þær upplýsingar :)

Bíllinn sem þú linkar á er flottur en það er nú hrúga af E39 bílum til sölu hér heima.

Author:  Sprangus [ Sun 18. Sep 2005 00:32 ]
Post subject: 

ég veit að það er hrúa til sölu hér á landi..
en það er bara svo svakalegur verðmunur hér og úti í þýskalandi..
7.800 EUR er rétt undir 600þús :D

getur fengið fínann M5 fyrir rúma eina til 1.5 millu í þýskalandi, sem kostar hér 4-5 millur :?


þekki líka mann í þýskalandi sem getur skoðað og komið honum heim fyrir mig.


þakka þeim sem nenna að svara :wink:

Author:  Svezel [ Sun 18. Sep 2005 00:37 ]
Post subject: 

bílar eru ekki tollfrjálsir!

7800Evrur eru c.a. 1250k komið á íslenskar götur

Author:  bimmer [ Sun 18. Sep 2005 00:37 ]
Post subject: 

Sláðu þessu inn í reiknivélina sem þú finnur hér:

http://www.bmwkraftur.is/innflutningur/

Þá ertu kominn með verðið hér heima sem er allt annað en
verðið úti.

Author:  Sprangus [ Sun 18. Sep 2005 00:40 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
bílar eru ekki tollfrjálsir!

7800Evrur eru c.a. 1250k komið á íslenskar götur


yep, samt ódýrara sýnist mér :)

Author:  Jss [ Sun 18. Sep 2005 03:58 ]
Post subject: 

Sprangus wrote:
yep, samt ódýrara sýnist mér :)


Það vill samt oft bætast við smá kostnaður, stundum mikill. ;)

Author:  fart [ Sun 18. Sep 2005 09:51 ]
Post subject: 

Sprangus wrote:
ég veit að það er hrúa til sölu hér á landi..
en það er bara svo svakalegur verðmunur hér og úti í þýskalandi..
7.800 EUR er rétt undir 600þús :D

getur fengið fínann M5 fyrir rúma eina til 1.5 millu í þýskalandi, sem kostar hér 4-5 millur :?


þekki líka mann í þýskalandi sem getur skoðað og komið honum heim fyrir mig.


þakka þeim sem nenna að svara :wink:


:roll:

Author:  saemi [ Sun 18. Sep 2005 11:06 ]
Post subject: 

Sprangus wrote:
ég veit að það er hrúa til sölu hér á landi..
en það er bara svo svakalegur verðmunur hér og úti í þýskalandi..
7.800 EUR er rétt undir 600þús :D

getur fengið fínann M5 fyrir rúma eina til 1.5 millu í þýskalandi, sem kostar hér 4-5 millur :?

þekki líka mann í þýskalandi sem getur skoðað og komið honum heim fyrir mig.


þakka þeim sem nenna að svara :wink:


Þó svo að þú sjáir sett á bíl hér á landi 4-5 kúlur, þá er ég viss um að þú getur fengið hann á 3-4 stgr.

Eins og staðan er á Íslandi í dag, þá eru ekki margir sem geta staðgreitt 3-4 kúlur, en þú þarft að geta það ef þú ætlar að flytja inn svona bíl frá Þýskalandi. Hér á landi vilja svo til allir fá bílinn með bílaláni, borga 500 kall út og svo 50 á mánuði.

20.000 EUR bíll, sem er svona c.a. lágmark sem þú þarft að borga fyrir sæmilegan M5, er hingað komið 2.738.765 ISK án þóknunar eða kostnaðar við að ná í bílinn.

Segjum 3 með kostnaði. Þá ertu kominn nálægt því sem hægt er að miða við í raunveruleikanum.

Ef þú átt pening til að leggja út fyrir þessu og ert tilbúinn til að taka sénsinn og láta einhvern kaupa bíl fyrir 1.5 milljón úti og senda heim, then go for it. Ég myndi hins vegar aldrei treysta neinum nema sérfræðing í þessum málum til að ganga frá svona díl fyrir mig, því ef þú kaupir gallaðan bíl þá græðir þú lítið á því að ná bílnum inn fyrir 3 millur með bilað VANOS eða eitthvað þess háttar. Þá verður bílllinn kominn í 4 millur þegar upp verður staðið.

Bottom line má segja að sé þetta.

Þú getur sparað þér svona 300-700 þús á 3-4 milljón króna bíl með að flytja hann inn. Þá verður þú líka að fjármagna dæmið og taka sénsinn með að þú sért að fá góðan bíl.

It often sounds too good to be true..... and so it often is!

Author:  Sprangus [ Sun 18. Sep 2005 12:57 ]
Post subject: 

Það er aðsjálfsögðu inní myndinni að kaupa hér á landi, en ég hef ekki fundið rétta bílinn.

Og það vill nú svo skemmtilega til að annar félaga minna í þýskalandi vinnur hjá BMW verksmiðjunni.
Svo ég treysti honum fyllilega fyrir að finna fyrir mig hagstæðan og góðan BMW í þýskalandi. ;)

Ég geri mér grein fyrir að það leggst kostnaður ofaná upprunalega verð bílsins.
Fjármagnið er ekki vandamálið.

En komnir útfyrir efnið. Spurning mín var: Hvernig er E39 að standa sig?
Er hann virði verðsins?

Author:  fart [ Sun 18. Sep 2005 13:19 ]
Post subject: 

Sprangus wrote:
Það er aðsjálfsögðu inní myndinni að kaupa hér á landi, en ég hef ekki fundið rétta bílinn.

Og það vill nú svo skemmtilega til að annar félaga minna í þýskalandi vinnur hjá BMW verksmiðjunni.
Svo ég treysti honum fyllilega fyrir að finna fyrir mig hagstæðan og góðan BMW í þýskalandi. ;)

En komnir útfyrir efnið. Spurning mín var: Hvernig er E39 að standa sig?
Er hann virði verðsins?


Sprangus wrote:
er aðeins að pæla í BMW 5 series E39,
hef verið að heyra að þetta séu algjörar bilanatíkur, ásamt því að þeir bili nánast ekkert...
getið þið frætt mig um hvort er réttara?
meðal eyðsla?


Bíddu ég skil ekki af hvejru þú ert að spyrja okkur, ef vinur þinn vinnur í verksmiðjunni þá hefur hann mun betri upplýsingar en við um allt sem þú ert að spyrja um eins og hugsanlega galla, bilanir eða eyðslu.

Author:  saemi [ Sun 18. Sep 2005 15:33 ]
Post subject: 

Sprangus wrote:
Það er aðsjálfsögðu inní myndinni að kaupa hér á landi, en ég hef ekki fundið rétta bílinn.

Og það vill nú svo skemmtilega til að annar félaga minna í þýskalandi vinnur hjá BMW verksmiðjunni.
Svo ég treysti honum fyllilega fyrir að finna fyrir mig hagstæðan og góðan BMW í þýskalandi. ;)

Ég geri mér grein fyrir að það leggst kostnaður ofaná upprunalega verð bílsins.
Fjármagnið er ekki vandamálið.

En komnir útfyrir efnið. Spurning mín var: Hvernig er E39 að standa sig?
Er hann virði verðsins?


Það er gott ef vinur þinn úti getur hjálpað þér að kaupa bíl. Hann er ábyggilega maður í verkið ef hann vinnur hjá BMW verksmiðjunum og þú segir hann vera rétta manninn í þetta.

Þó er ég viss um að mikill meirihluti þeirra sem vinna hjá BMW verksmiðjunum er ekki rétta fólkið til að hjálpa manni að versla notaðan BMW. Þá nýtist manni betur reynsla í að versla notaða bíla, ásamt þekkingu á viðkomandi týpu varðandi bilanir þegar bíllinn eldist. Eitthvað sem þeir sem vinna í verksmiðjunum sjá aldrei.

En nú erum við komnir út fyrir efnið.

Varðandi hvernig E39 er að standa sig.

Það er mjög erfitt að segja hvernig E39 er að standa sig, því það vísar í áreiðanleika hans. Þú verður eiginlega að tilgreina nánar hvaða týpa af E39 þú ert að tala um. Það er frekar mikið mál að fara að tilgreina hvað er helst að bila í hverri einustu týpu af E39, miklu betra ef þú tilgreinir hvaða týpu þú ert að velta fyrir þér og hvaða atriðum.

Ef þú hins vegar meinar hvernig er E39 í aksturseiginleikum og bíll að umgangast dagsdaglega, þá er mjög auðvelt að svara því. Hann er einn af þeim bestu og hefur fengið mörg verðlaun varðandi það.

Sama gildir um þegar þú spyrð er hann "virði verðsins"..

Þú verður eiginlega að koma með nákvæmari spurningu varðand óskir og módel.

Hilsen,

Author:  Schulii [ Sun 18. Sep 2005 15:35 ]
Post subject: 

Hvað er þetta, má gaurinn ekki spyrja þá hérna sem hafa átt E39 bíla hvernig þeir eru að standa sig???

Hann var nú bara að tala um að gaurinn úti gæti hjálpað sér að finna bíl og hann treysti honum fyrir því en að hann eigi þá bara ekkert að vera að spyrja okkur hér hvað okkur finnst finnst mér bara kjánalegt að fleygja fram.

..eins og lögrfræðingar að leita að einhverjum smugum í samningum til að klekkja á fólki..

Author:  Sprangus [ Sun 18. Sep 2005 16:25 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Það er gott ef vinur þinn úti getur hjálpað þér að kaupa bíl. Hann er ábyggilega maður í verkið ef hann vinnur hjá BMW verksmiðjunum og þú segir hann vera rétta manninn í þetta.

Þó er ég viss um að mikill meirihluti þeirra sem vinna hjá BMW verksmiðjunum er ekki rétta fólkið til að hjálpa manni að versla notaðan BMW. Þá nýtist manni betur reynsla í að versla notaða bíla, ásamt þekkingu á viðkomandi týpu varðandi bilanir þegar bíllinn eldist. Eitthvað sem þeir sem vinna í verksmiðjunum sjá aldrei.

En nú erum við komnir út fyrir efnið.

Varðandi hvernig E39 er að standa sig.

Það er mjög erfitt að segja hvernig E39 er að standa sig, því það vísar í áreiðanleika hans. Þú verður eiginlega að tilgreina nánar hvaða týpa af E39 þú ert að tala um. Það er frekar mikið mál að fara að tilgreina hvað er helst að bila í hverri einustu týpu af E39, miklu betra ef þú tilgreinir hvaða týpu þú ert að velta fyrir þér og hvaða atriðum.

Ef þú hins vegar meinar hvernig er E39 í aksturseiginleikum og bíll að umgangast dagsdaglega, þá er mjög auðvelt að svara því. Hann er einn af þeim bestu og hefur fengið mörg verðlaun varðandi það.

Sama gildir um þegar þú spyrð er hann "virði verðsins"..

Þú verður eiginlega að koma með nákvæmari spurningu varðand óskir og módel.

Hilsen,


jey! eitthver skildi hvað málið var!

Þessi félagi minn getur lítið sagt um hvernig þeir eru dags daglega í notkun...
Hinsvegar getur hann aðstoðað í að finna rétta bílinn, og skoða ástand.

Ég er svona að pæla í 1999-2001 árg. 528 eða jafnvel 540.


Draumurinn er ss. E39 body, BMW 5**, blár, svartur eða grár, leður og topplúga allavega.

Author:  fart [ Sun 18. Sep 2005 16:38 ]
Post subject: 

Mín reynsla af E39 er góð.

Hef átt 2 mjög ólíka, annarsvegar 523i og svo M5.

Eðal BMW-ar.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/