bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Felguvesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1159
Page 1 of 1

Author:  bjahja [ Sun 30. Mar 2003 18:52 ]
Post subject:  Felguvesen

Eins og kannski einhver man þá sprakk hjá mér fyrir nokkrum vikum. En það komí ljós að það sprakk ekki heldur lak hjá felgunni af því að hún var beygluð :( . Hvernig hún beyglaðist veit ég ekki :?: :?: :?:
Ég fór og lét rétta hana hjá Ál iðjunni og þeir gerðu það. Gaurarnir á dekkjaverkstæðinu sögðu að þetta væri vel gert.
Núna var ég að keyra áðan og tók eftir því að hann hegðaði sér skringilega og ég stoppaði og hvað haldiði að hafi verið að, jú var ekki loftlaust hjá mér á sama dekki, geri ráð fyrir því að hún sé beygluð, aftur.
Nú spyr ég, ég lét rétta hana fyrir skömmu fyrir 5000 kr og núna er hún aftur beygluð, á ég einvern rétt. Ég ætla að tala við ál iðjuna á morgun.
Er felgan kannski ónýt, fyrst það lak aftur?

Author:  DXERON [ Sun 30. Mar 2003 21:58 ]
Post subject: 

láttu þá á dekkjaverkstæðinu kíkja vel á felgun á i vatni ekki bara hjá kantinu heldur felguna sjálfa... einnig kíkja vel á dekkið þeir gætu hafa mis sést eitthvað....

Davíð dekkjakall :)

Author:  valur [ Mon 31. Mar 2003 14:09 ]
Post subject:  BÍLLINN ÞINN ER SKAKKUR Bjarki

Bíllinn er skakkur :idea:

Author:  Haffi [ Mon 31. Mar 2003 14:14 ]
Post subject: 

Bíllinn þinn þá eða? 8)

Author:  bjahja [ Mon 31. Mar 2003 15:22 ]
Post subject:  Re: BÍLLINN ÞINN ER SKAKKUR Bjarki

valur wrote:
Bíllinn er skakkur :idea:


Mér hefur dottið það til hugar, en samt hefur mér ekki fundist neitt skrítið að keyra hann. Hvað get ég látið tjakka á þessu og hvað kostar það :( :( :(

Author:  valur [ Mon 31. Mar 2003 15:56 ]
Post subject: 

ég er að fíflast ég er eigandinn af (impetus) þú getur farið með hann á réttingarverkstæði og látið mæla hann í bekk, þú sérð það líka ef þú skoðar öll samskeyti á hurðum, bretti, skotti, húddi, ofl.
þú getur líka flett upp ferilinum á bílnum td í hvaða skattflokki var bíllinn fluttur inn!

Author:  Haffi [ Mon 31. Mar 2003 15:58 ]
Post subject: 

Minn er í skattflokki 70% vantaði sætin í hann :twisted:
Ég er með ný sæti ÚJÉ :D

Author:  valur [ Mon 31. Mar 2003 16:03 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
Bíllinn þinn þá eða? 8)

nei

Author:  bjahja [ Mon 31. Mar 2003 19:32 ]
Post subject: 

Hálviti :lol:, þekkti þig ekki. En ég skoðaði öll samskeyti þegar ég keypti hann og það var ekkert sem ég sá. En ég kem þessu í lag á morgun, sama hvað er að.

Author:  flamatron [ Mon 31. Mar 2003 23:07 ]
Post subject: 

hvar sér maður í hvaða skattflokki hann var fluttur inn? :?

Author:  Haffi [ Tue 01. Apr 2003 00:22 ]
Post subject: 

bílasalinn negldi þessu í andlitið á mér!

Author:  valur [ Tue 01. Apr 2003 10:21 ]
Post subject: 

flamatron wrote:
hvar sér maður í hvaða skattflokki hann var fluttur inn? :?


Þú getur farið niðri skráningarstofu eða næstu skoðunarstöð,
Eða þekkja einhvern sem vinnur á bílasölu.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/