bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

325IX
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=11573
Page 1 of 3

Author:  BMWRLZ [ Sat 03. Sep 2005 23:45 ]
Post subject:  325IX

Getiði sagt mér eitthvað um þennan/þessa bíla, þ.e.a.s þekkir einhver sögu þessa tiltekna bíls. Er þetta sanngjarnt verð fyrir þennan bíl?

http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C ... _ID=180567

Er annars eitthvað vit í þessum ix bílum þ.e.a.s liggur þetta ekki eins og klessa í hálkunni og kemst þetta ekki eitthvað aðeins áfram í snjónum.

Hvernig virkar annars þetta fjórhjóladrif, er það alltaf á eða dettur framdrifið bara inn þegar á reynir. Eru þessir bílar ekki allir með læsingu að aftan? Veit síðan einhver hvort það sé áberandi munur á beygjuradíusnum á IX vs. venjulegum rwd?

Kveðja Ari

Author:  Knud [ Mon 05. Sep 2005 20:41 ]
Post subject: 

Spjallaði við gaur sem átti 525 IX hann sagðist hafa komist nánast allt sem hann vildi fara... var mjög ánægður með hvað þetta komst. Jafnframt sagðist hann hafa komist meira heldur en að hann hefði nokkurn tíman vonað

Author:  Alpina [ Mon 05. Sep 2005 20:55 ]
Post subject: 

Ég á svona bíl,,,,,,,,, 1990 stórfínan,,og mjög vel búinn fyrir AFAR sanngjarnt verð

Author:  BMWRLZ [ Mon 05. Sep 2005 22:44 ]
Post subject: 

Efast ekki um ágæti bílsins sem þú átt Sveinbjörn sem og aðra bíla sem þú hefur flutt inn, hinsvegar ætla ég mér í yngri bíl og þá helst E46. Geturðu ekki bara flutt svoleiðis inn fyrir mig á góðu verði?

Author:  BMWRLZ [ Mon 05. Sep 2005 22:49 ]
Post subject: 

En hvernig er það annars. Það lýtur bara út fyrir að ekki nokkur spjallmeðlimur hafi bara yfirhöfuð heyrt minnst á þessa tegund af
BMW-um, allavega miðað við kommentin. :)

Author:  Eggert [ Mon 05. Sep 2005 23:12 ]
Post subject: 

Þú skalt fara varlega í að efast þekkingu meðlima. :wink:

Það eru bara frekar fáir E46 bílar hérna í eigu meðlima, og er ég nokkuð klár á því að enginn hérna eigi E46 4WD.

En afhverju í ósköpunum viltu 4WD BMW?

Author:  BMWRLZ [ Mon 05. Sep 2005 23:29 ]
Post subject: 

Quote:
En afhverju í ósköpunum viltu 4WD BMW?


Mig langar langt því frá að aka um á 4wd BMW að sumri til, enn þar sem vetur nálgast og ég á heima á Selfossi þá vill ég geta komist yfir heiðina án þess að þurfa að hafa einhverjar áhyggjur af veðri og vindum, auk þess er skemmtilegra að geta svínkeyrt í hálkunni á einhverjum 4wd bíl sem ætti að liggja eins og klessa.

Author:  Eggert [ Tue 06. Sep 2005 00:08 ]
Post subject: 

X5 :?: 8)

Hvað ertu annars tilbúinn að reiða út fyrir rétta bílinn? S.s. verðhugmynd sem þú ert að skoða.

Author:  bebecar [ Tue 06. Sep 2005 05:49 ]
Post subject: 

330xd 8) Þeir eru til á fínum verðum í DE.

Author:  BMWRLZ [ Tue 06. Sep 2005 11:33 ]
Post subject: 

Ætla mér helst ekki að fara yfir 2.5 millj.

X5 kostar því miður aðeins of margar milljónir fyrir mig.

Author:  BMWRLZ [ Tue 06. Sep 2005 11:35 ]
Post subject: 

En Bebecar, þú mátt endilega fræða mig aðeins meira um 330xd, á hvaða verðum eru þeir annrs þarna úti?

Author:  Angelic0- [ Tue 06. Sep 2005 12:34 ]
Post subject: 

Það svínliggur enginn bíll í hálku, simple as that... þannig að þessi draumur þinn fæddist andvana. En ef að þú ert með Benz fyrir og ert vanur þeim bíl, afhverju leitaru þér ekki að 4motion bíl ?

Og ég gat ekki betur séð en að þessi á bílasölur.is væri STW ? (Tourer) er það eitthvað sem að þú ert spenntur yfir ?

Author:  bjahja [ Tue 06. Sep 2005 12:51 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Það svínliggur enginn bíll í hálku, simple as that... þannig að þessi draumur þinn fæddist andvana. En ef að þú ert með Benz fyrir og ert vanur þeim bíl, afhverju leitaru þér ekki að 4motion bíl ?

Og ég gat ekki betur séð en að þessi á bílasölur.is væri STW ? (Tourer) er það eitthvað sem að þú ert spenntur yfir ?


Hvað er þetta, maður er núna að spurja okkur BMW kallana út í bmw þá þýðir ekkert að benda honum á benz.

En ég hef því miður bara enga reynslu af e46 hvað þá IX e46. En ég mæli bara með því að þú fáir að prófa bílana og skoðir erlenda dóma af því það er lítið um þessa bíla hérna. :D

Author:  hlynurst [ Tue 06. Sep 2005 12:53 ]
Post subject: 

Þessi bíll (click me) er á rúmlega 2 millur hingað til lands. Mjög flottur og maður hefði ekkert á móti því að keyra um á svona bíl hvort sem það er vetur eða sumar. :)

Author:  Angelic0- [ Tue 06. Sep 2005 12:54 ]
Post subject: 

Þetta átti nú að vera 4matic, en ég er einmitt að spekúlera í að versla mér einn svoleiðis grip núna eftir áramót. Ég hef alltaf verið spenntur fyrir 300E/EC bílunum og býðst einmitt einn slíkur á 450-500k eftir áramót, aðeins ekinn 140k.

Þetta var bara vingjarnleg ábending, held að það séu ekki margir svona Xi bílar á klakanum, ef að þetta er ekki bara eini bíllinn, hef allavega ekki séð þá marga (ég er ekki að staðhæfa neitt, bara getgátur) :o

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/