bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sá mjög glæsilegan E21 316 áðan...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1147
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Fri 28. Mar 2003 22:51 ]
Post subject:  Sá mjög glæsilegan E21 316 áðan...

Ekki nóg með það heldur náði ég tali af eigandanum og benti honum á okkar góða vef.

Ef einhver kannast við bílinn þá er hann 1982 módel ekinn um 160 þúsund og með númerið O-17!

Bíllinn var grár, mettallic og á eins felgum og minn (13") og leit alveg svívirðilega vel út, mjög fallegur litur á svona bíl og smart með ljósri klæðningu.

Það hefur greinilega verið hugsað afskaplega vel um þennan bíl.

Hann gæti hugsanlega verið til sölu en ég verð að segja að ef einhver ætlar að kaupa hann í varahluti þá væri það hin mesta synd! Slíkur gripur var þetta.

Vonandi lætur eigandinn sjá sig á síðunni og ef svo er þá þakka ég honum fyrir spjallið og vona að hann fyrirgefi mér framhleypnina en ég bara varð að segja ykkur frá þessu...

Endilega látið heyra í ykkur ef þið kannist við bílinn!

Author:  Alpina [ Fri 28. Mar 2003 22:57 ]
Post subject: 

Man eftir einum bláum 80-82 R-968 R-986 eða eitthvað mjög líkt
Var oft uppi Grafarvogi og leit mjög vel út

Sv.H

Author:  arnib [ Sat 29. Mar 2003 02:11 ]
Post subject: 

Ég held að ég hafi séð þennan bíl nokkrum sinnum bebecar, og hann er geðveikt fallegur!
Ég held að það hafi ekki verið ryð-blettur á blessuninni og svona.
Synd að þetta sé bara 316! :) :)

Author:  DXERON [ Sat 29. Mar 2003 11:40 ]
Post subject: 

veist þú hvað hann vill fá fyrir bílinn?
gaman væri að fá alveg heilan nánast ryðlausan bíl og færa vélina og hjólabúnaðinn yfir frá ryðdollunni minni... :o

Author:  bebecar [ Sat 29. Mar 2003 12:44 ]
Post subject: 

Ég held að hann hafi verið að tala umekki minna 70 þúsund, en það er alveg án ábyrgðar.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/