bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M3 csl E-46 2003árgerð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=114
Page 1 of 1

Author:  Gummi [ Wed 25. Sep 2002 23:55 ]
Post subject:  M3 csl E-46 2003árgerð

Næsta vor kemur á markað í Bretlandi M3 csl. Þar sem þetta er sá bíll sem ég er hrifnastur af og hef aðeins verið að kynna mér á netinu vildi ég deila þessu með ykkur.
Þetta er venjulegur M3 nema hvað þessi hefur farið í 200 kílóa megrunarkúr og hlotið örlítið meira afl, verður c.a. 350 hp.
Annað er eins og í venjulegum M3 en þetta þyngdartap á að gera bílinn að " the most driving focused BMW yet".
BMW fullyrðir að bíllinn fari Nurburgring á undir 8 mín sem er 30sek. betra en venjulegur M3. Bíllinn verður víst seldur á 43000pund sem er 3000 meira en þessi venjulegi (kannski ekki svo venjulegur). 500pund tryggir ykkur eintak og er betra að flýta sér að panta því bíllinn verður víst seldur í takmörkuðu upplagi til að byrja með.
Fullyrt er að hröðun þessa bíls sé undir 4,6 sek.

Heimild http://www.james.marchant.com/bmwnews.htm#07082002
Einhverjar pælingar um Z4 M á þessari síðu en Z4 verður víst kynntur í þessum mánuði. Eru t.d. myndir af einum slíkum Z4 M.

Author:  bebecar [ Thu 26. Sep 2002 09:04 ]
Post subject: 

Ég er rokinn upp í B&L!

ÁN gríns, ætti ekki að vera svo mikið mál... borga tvær út og á bílinn í ár og sel hann svo út til þýskalands eða eitthvað...hlýt að fá gott verð fyrir hann þar ef hann kemur í takmörkuðu upplagi!

Author:  Gunni [ Thu 26. Sep 2002 12:36 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Ég er rokinn upp í B&L!

ÁN gríns, ætti ekki að vera svo mikið mál... borga tvær út og á bílinn í ár og sel hann svo út til þýskalands eða eitthvað...hlýt að fá gott verð fyrir hann þar ef hann kemur í takmörkuðu upplagi!

hehe góð pæling Ingvar :) annars er þetta geðveikur bíll og me want badly!

Author:  bebecar [ Thu 26. Sep 2002 13:05 ]
Post subject: 

Þetta er eigulegasti nýji bíllinn í dag að mínu mati...
ég held að ekkert myndi kveikja jafn vel í mér af nýju...

Ekki slæmt að hafa líka "launch control" einsog í formúlunni.

Author:  kiddi m3 [ Thu 03. Oct 2002 12:02 ]
Post subject:  bmw csl

eina vandamálið er að þaðer ekki hægt að f´hann með 6 gíra,
beinskiftingu, aðeins með smg 2 tiptronic ruslinu,sem tekur alla skemmtun úr því að keyra og finna hvernig bílinn virkar.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/