bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar E34 Upplýsingar og leiðsögn (Vélatengt)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=11374
Page 1 of 2

Author:  JOGA [ Wed 17. Aug 2005 21:48 ]
Post subject:  Vantar E34 Upplýsingar og leiðsögn (Vélatengt)

Komið þið sælir.

Glæsileg síða hjá ykkur og góður andi!

Mágur minn var að lenda í því að heddpakkningin fór í 520i bílnum hans. Þetta er M20 vél (129hö). Bíllinn er svo sjálfskiptur og 1990 árgerð.

Bíllinn hjá honum lýtur mjög vel út og er að öðru leyti í góðu standi.

En ef ég kem mér að efninu.


Getur drengurinn sett einhverja "betri" og kannski öflugri vél í kaggan án þess að það verði mjög flókið og dýrt project.

Bíllinn er orðinn keyrður meira en 200 þúsund og einhvern veginn fannst mér það sniðugara að nota tækifærið til að koma minna slitnum mótor ofan í.


Endilega látið mig vita hvað gæti gengið ofan í húddið (M52, M54 ...) án mikilla vandræða og þá hugsanlega með tilliti til núverandi skiptingar.

Svo sem allt í lagi að heyra erfiðari möguleika líka .



Jæja takk, takk og vona að einhver geti hjálpað. (Látið vita ef þið eigið vél)

Author:  gstuning [ Wed 17. Aug 2005 22:10 ]
Post subject: 

Í stuttu þá passa allar BMW vélar þarna ofan í,

En það sem myndi virka flottast þarna ofan í er M30 vél myndi ég segja,
enda er einhver að selja 735i á spjallinu á 60kall sem á að hafa allt sem þarf til að virka í þennan bíl,

Eitt ,, það er næstum alveg bókað að það verður ódýrarra að skipta uppí annan bíl heldur enn að messa of mikið í þessum bíl,,

Vélarswap leyna alltaf á sér,

Author:  JOGA [ Wed 17. Aug 2005 22:28 ]
Post subject: 

Geri mér grein fyrir kostnaði en þar sem að bíllinn er nú þegar bilaður og hann vill gera við hann þá fannst mér rétt að skoða þennan möguleika.

Ég/Við myndum væntanlega þurfa að nota kassan og drif líka úr 735 bílnum ??

Eru þessar vélar ekki frekar þyrstar annars, hvernig er það.


Gætir þú, ef þú veist það skotið á helstu hluti sem gætu valdið vandræðum.


Takk fyrir skjót svör.

Author:  gstuning [ Wed 17. Aug 2005 23:38 ]
Post subject: 

JOGA wrote:
Geri mér grein fyrir kostnaði en þar sem að bíllinn er nú þegar bilaður og hann vill gera við hann þá fannst mér rétt að skoða þennan möguleika.

Ég/Við myndum væntanlega þurfa að nota kassan og drif líka úr 735 bílnum ??

Eru þessar vélar ekki frekar þyrstar annars, hvernig er það.


Gætir þú, ef þú veist það skotið á helstu hluti sem gætu valdið vandræðum.


Takk fyrir skjót svör.


Í raun væri auðveldast af öllu að reyna við 2.5 mótor af sömu sort , getur notað allt sem þú ert með núna, þarft annan kubb í tölvuna og ættir að vera ready, þarf að vera ´88 nýrri M20B25 mótor þ.e.a.s

Hvar þú finnur mótor til sölu er annað mál,

Author:  arnib [ Thu 18. Aug 2005 00:59 ]
Post subject: 

Sammála með M20B25 (2.5 lítra útgáfu af sama mótor).

Það er LANG skynsamlegast í þessari stöðu, ef þú finnur mótor..

Author:  JOGA [ Thu 18. Aug 2005 08:54 ]
Post subject: 

Takk kærlega fyrir ábendinguna.

Ég leita þá að þeim mótor áður en við förum að láta gera við þetta. Sakar ekki að reyna.

Er einhver munur á drifi á þessum týpum ?


Takk fyrir hjálpina

Author:  íbbi_ [ Thu 18. Aug 2005 09:09 ]
Post subject: 

ég á m30 vél með skiptingu, í góðu lagi, fer á 80k og þú færð 730 bimma með leðri með

Author:  Kristjan [ Thu 18. Aug 2005 09:11 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
ég á m30 vél með skiptingu, í góðu lagi, fer á 80k og þú færð 730 bimma með leðri með



530iA væri mjög hress gripur

188 hö og 260 nm af togi... 8)

Author:  JOGA [ Thu 18. Aug 2005 09:32 ]
Post subject: 

Hvernig er það með M30 vélina, þyrfti ég ekki að nota skiptinguna úr 7-uni og drif?

Hvernig er með vélafestingar og tölvu?


Quote:
ég á m30 vél með skiptingu, í góðu lagi, fer á 80k og þú færð 730 bimma með leðri með


Hvað er þessi vél keyrð og hvað getur þú sagt mér um hana. Passa stólar úr E32 í E34 ???


Thank you

Author:  oskard [ Thu 18. Aug 2005 09:41 ]
Post subject: 

þú þarft skiptingu, rafkerfi, tölvu, loftflæðimæli, motorfestingar
spurning með vatnskassa og vélarbitann, vökvastýrisdælu og
altenator...

Author:  JOGA [ Thu 18. Aug 2005 21:28 ]
Post subject: 

Ég er búinn að finna nokkrar vélar á ebay í Þýskalandi. Þ.e. M20B25.


Hefur einhver ykkar keypt vél þaðan. Er einhver íslendingur þarna úti sem gæti haft milligöngu í sendingunni til skersins.


Annars er eflaust lítið mál að láta senda þetta bara í vörumóttöku Atlantsskipa og láta þá sjá um að koma þessu hingað.


Tjáið ykkur endilega ef þið vitið eitthvað um þetta.


Sýnist góðir mótorar vera að fara á ca. 500-600 evrur svo þetta gæti kostað slatta en samt spurning hvort það skili sér ekki í örlítið verðmætari bíl.

Það kostar líka að láta gera við heddpakkningu og þá er maður enn með vél keyrða yfir 200 þús á alla slitfleti..

Author:  íbbi_ [ Thu 18. Aug 2005 23:18 ]
Post subject: 

þessi vél er s.s í bíl, ásamt öllu sem hún þarf, annars væri nú líka í lagi að mála bara bílin og þá væri hann góður 8)

Author:  Kristjan [ Fri 19. Aug 2005 18:30 ]
Post subject: 

Borgar sig ekki frekar að kaupa sjöuna af íbba og swappa úr henni frekar en að vera flytja vél inn?

Author:  Eggert [ Fri 19. Aug 2005 21:06 ]
Post subject: 

Ég satt að segja myndi bara vilja hafa svona bíl beinskiptan. Það er væntanlega auðvelt að finna kassa á m20b25, en erfiðara á stærri mótora. Myndi ekki fara út í stórt mótorswap nema að hafa beinskiptan kassa við.
Eins og hefur oft komið fram hérna á spjallinu áður, er beinskiptur E34 bara skemmtilegur akstursbíll.

Author:  íbbi_ [ Sat 20. Aug 2005 12:53 ]
Post subject: 

ekkert mál að finna kassa við m30

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/