bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

V - power bensínið að hætta!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=11137
Page 1 of 2

Author:  Farmer [ Fri 22. Jul 2005 13:42 ]
Post subject:  V - power bensínið að hætta!!

Ég er nýbúinn að fá mér BMW til að nota svona spari. Ég nota á hann V-Power bensín, en nú er hætt að selja það hér á Akureyri. Mér skilst að það hafi ekki verið nóg sala til að réttlæta sölu á því. Þeir bentu mér á að Esso væri með 98 oct.
Ég er mjög svekktur. :x Síðasta stöðin sem verður með V-Power er Shell stöðin við B&L.
Hafa einhverjir verið að nota þetta bensín og hvernig reyndist það miðað við 95 oct, og eru menn tilbúinir að fara í 98 oct hjá Esso?

Author:  zazou [ Fri 22. Jul 2005 13:52 ]
Post subject: 

Eg er alveg brjaladur yfir thessu :evil:
Thegar eg for nordur a Biladaga fann eg hvergi 99+, varla 98. Og Alpina tharf slikt!

Eg skil bissnesssjonarmidid en kommon, thad thydir ekki ad leyfa baunateljurunum ad vera einradir um akvardanatoku. Menn verda adeins ad huga ad komplett thjonustu.

Eg yrdi sennilega ad taka med mer auka tank ef eg faeri nordur a Jaguar!

Author:  Kull [ Fri 22. Jul 2005 14:30 ]
Post subject: 

Já, þetta er frekar skítt. Mér skildist að þetta væri bæði útaf lítilli sölu og einnig vegna þess að þeir þurfi dælurnar undir díselinn þar sem nú eru 2 gerðir af dísel.

Ætli það stefni ekki í að það verði ekkert nema 95okt á boðstólnum í framtíðinni.

Author:  gstuning [ Fri 22. Jul 2005 14:38 ]
Post subject: 

Kull wrote:
Já, þetta er frekar skítt. Mér skildist að þetta væri bæði útaf lítilli sölu og einnig vegna þess að þeir þurfi dælurnar undir díselinn þar sem nú eru 2 gerðir af dísel.

Ætli það stefni ekki í að það verði ekkert nema 95okt á boðstólnum í framtíðinni.


95
Dísel á bíla
Dísel á traktora

Það er eina sem verður á dælunum

Author:  Lindemann [ Fri 22. Jul 2005 14:43 ]
Post subject: 

Þetta með að rýma fyrir lituðu olíunni er bara léleg afsökun.
Á stöðinni sem ég vinn á var dælt V-power af tönkunum í byrjun júní "til að rýma fyrir litaðri díselolíu".

Núna eru liðnar 3 vikur síðan litaða olían byrjaði og hún er ekki enn komin í tankana hjá okkur.

Enda er alveg óþarfi að hafa þetta á öllum stöðvum, þeir sem nota þessa olíu eru flestir með eigin tanka.
Það skal enginn segja mér það að þetta sé nauðsynlegra eða seljist meira en V-power

Author:  Benzari [ Fri 22. Jul 2005 17:10 ]
Post subject: 

Tók V-power í Skógarhlíðinni á miðvikudag, starfsmenn sögðu það vera að klárast.
Sá ekki V-power dælu á stöðinni við Vesturlandsveg á þriðjudag.

"Svezel" :!: Hvernig er með Hagamelinn, athugað þar nýlega :?:

Author:  Epicurean [ Fri 22. Jul 2005 17:55 ]
Post subject: 

Hagamelurinn og Laugavegur verða síðustu stöðvarnar sem eru með Vpower, hversu lengi veit ég ekki. Skv. því sem mér var tjáð var búið að vera eitthvað rosatap á þessu Vpower dæmi hjá Shell.
Ætli maður neyðist ekki að fara til Esso þegar þetta klárast :cry:

Spurning að fara hamstra þetta diesel style ? :)

Author:  Svezel [ Fri 22. Jul 2005 19:28 ]
Post subject: 

Ég hef sett v-power á roadsterinn síðan ég keypti hann. Hef tekið ýmist á Vesturlandsvegi og Birkimelnum en tók þar síðast á mánudaginn síðasta. Ég verð ekki sáttur þegar maður fær ekki lengur VP :(

zazou wrote:
Eg er alveg brjaladur yfir thessu :evil:
Thegar eg for nordur a Biladaga fann eg hvergi 99+, varla 98. Og Alpina tharf slikt!

Eg skil bissnesssjonarmidid en kommon, thad thydir ekki ad leyfa baunateljurunum ad vera einradir um akvardanatoku. Menn verda adeins ad huga ad komplett thjonustu.

Eg yrdi sennilega ad taka med mer auka tank ef eg faeri nordur a Jaguar!


Ég tók nú v-power á shell við bæjarmörkin á bíladögum a.m.k. tvisvar :o

Author:  basten [ Fri 22. Jul 2005 20:11 ]
Post subject: 

Hvernig er það strákar, er betra fyrir mig að taka V-Power á 540 bílinn? Þá er ég að tala um hvort það sé mikill munur og hvort það fari eitthvað betur með mótorinn heldur en 95 okt.

Author:  . [ Fri 22. Jul 2005 22:27 ]
Post subject: 

ættum við ekki að gera undirskriftar lista til shell um að hafa vpower áfram? allavega að hafa þetta til á einni stöð

Author:  Eggert [ Fri 22. Jul 2005 23:26 ]
Post subject: 

. wrote:
ættum við ekki að gera undirskriftar lista til shell um að hafa vpower áfram? allavega að hafa þetta til á einni stöð


Væri flott, en bara ef það gengi upp. Tilhvers ættu bensínstöðvarnar að gera það fyrir þá sem þurfa það? Þeir eru svo fáir... græða meira á sölu á sinckers.
Efast bara að það yrði gert þó svo þúsund manns myndu skrifa undir.

Author:  davidg [ Mon 25. Jul 2005 13:58 ]
Post subject: 

Jam, er mjög ósáttur við að geta ekki sett V-power í framtíðinni.

En hvernig er það, eru ekki bæði Esso og Olís með 98 okt ?

Hvað eru 540 menn að setja á bílana í dag?

Author:  Benzari [ Mon 25. Jul 2005 14:13 ]
Post subject: 

Olís er allavega ekki með verð á 98okt. á heimasíðunni.

Þeir selja 100okt. bensín á dælu hjá Bílaryðvörn/Bílahöllinni við Bíldshöfða 5.

Author:  Lindemann [ Tue 26. Jul 2005 11:16 ]
Post subject: 

´það er líka og verður áfram selt 100okt bensín á shellstöðinni í skógarhlíð, En ég er nokkuð viss um að það er blý í því = fæstir hér geta notað það.

Author:  fart [ Tue 26. Jul 2005 11:35 ]
Post subject: 

davidg wrote:
Jam, er mjög ósáttur við að geta ekki sett V-power í framtíðinni.

En hvernig er það, eru ekki bæði Esso og Olís með 98 okt ?

Hvað eru 540 menn að setja á bílana í dag?


Notaðu bara 95.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/