bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Cabrio, Coupe, Roadster!!! hvað skal gera
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=11133
Page 1 of 9

Author:  fart [ Thu 21. Jul 2005 20:57 ]
Post subject:  Cabrio, Coupe, Roadster!!! hvað skal gera

Mig langar í eitthvað sportlegt svona til að verða ekki geðveikur á M5 leysi.

Hvað á maður að fá sér, prísinn sem ég stefni á að halda mig undir er 2.5mkr á götuna.

Author:  iar [ Thu 21. Jul 2005 21:20 ]
Post subject: 

E36 M3 Coupe 3.2L, ferð vel með hann og selur mér hann svo þegar þú skiptir næst. :biggrin:

En annars er M Coupe alveg málið. 8)

Author:  saemi [ Thu 21. Jul 2005 21:40 ]
Post subject: 

E36 M3 coupe.

Án þess að ég hafi prufað þessa bíla, þá hljóta þeir að vera hræðilega skemmtilegir. Nógu gaman er að vera á E34 M5.

Author:  Jökull [ Thu 21. Jul 2005 21:53 ]
Post subject: 

E36 M3 Coupe 3.2L

Mér finnst af þessum lista að hann sé málið 8)

Author:  jens [ Thu 21. Jul 2005 22:06 ]
Post subject: 

E36 m3 Coupe hlítur að vera mjög skemmtilegur bíll.

Author:  Spiderman [ Thu 21. Jul 2005 22:17 ]
Post subject: 

Þetta segir allt sem segja þarf :!:

http://www3.us.porsche.com/cayman/pcna.asp

Annars held ég að 330 E46 sé fínn kostur, skemmtilegt að vera á one of a kind bíl hér á landi :!:

M coupe er líka alltaf gæjalegt og roadsterinn auðvitað líka.

S2000 er líka ódýr kostur frá USA

Opel Speedster frá DE yrði líka eigulegur gripur

Það er fullt af skemmtilegum hlutum í stöðunni 8)

Author:  fart [ Thu 21. Jul 2005 22:22 ]
Post subject: 

hvað á cayman að kosta?

og fyrir okkur nuttarana... cayman performerar jafnvel betur en 997 á braut... gæti það þýtt mikla verðlækkun á 996????? vonandi.

Author:  Einsii [ Thu 21. Jul 2005 22:27 ]
Post subject: 

E36 m3 coupe 3.2.. geðveikt boddy, miðað við hvað gamli litli sæti 318is minn lá vel :) þá hlítur M3 að skilja eftir sig rákir í beygjum og trúlega rosa power.

Author:  Benzari [ Thu 21. Jul 2005 22:48 ]
Post subject: 

Valdi E46 330 cabrio

Þýðir nokkuð að koma með annað en BMW eða Porsche :twisted: :shock: :?:

Datt annars í hug fallega vínrauður SL600(sem er til sölu hér á landi!)

Author:  Thrullerinn [ Thu 21. Jul 2005 22:56 ]
Post subject: 

Benzari wrote:
Valdi E46 330 cabrio

Þýðir nokkuð að koma með annað en BMW eða Porsche :twisted: :shock: :?:

Datt annars í hug fallega vínrauður SL600(sem er til sölu hér á landi!)


Það er allt í þessum bíl, lítill peningur fyrir mikinn bíl, reyndar 1994, en
mjög líklega vel með farinn bílskúrsgræja !

Author:  fart [ Thu 21. Jul 2005 22:58 ]
Post subject: 

rosalegur bíll, en ég er ekki mikið SL Fan.

Þetta er eiginlega of mikill bíll í þetta verkefni.

Author:  íbbi_ [ Thu 21. Jul 2005 23:02 ]
Post subject: 

ég kaus nú bara aftur e39 m5, þú átt nú reyndar líka eðalbíl eftir söluna, annars hugsa ég að með cayanne-ninum myndi ég versla mér 3.2l m3 snilldar leiktæki+bíll

Author:  Spiderman [ Thu 21. Jul 2005 23:23 ]
Post subject: 

fart wrote:
hvað á cayman að kosta?

og fyrir okkur nuttarana... cayman performerar jafnvel betur en 997 á braut... gæti það þýtt mikla verðlækkun á 996????? vonandi.


Strákurinn í Porsche deild Benna sagði að hann yrði ódýrari en Boxster sem kostar tæpar 5. Skv. öllum tölum sem ég hef séð þá er hann örlítið dýrari en Boxster en þó ekki nærri því jafn dýr og 997. Þessi bíll er klikkuð græja en þó veit ég ekki með hvernig verðþróunin verður á 996 sem er btw fáránlega ódýr miðað við 930,911SC,964 og 993. Það er svolítil kaldhæðni að þessir bílar sem er verið að setja 7-8 mills á hér heima er hægt að fá fyrir 4,5 millur frá USA. Vinur minn átti einn af þessum bílum fyrir 2 árum og það eina sem hefur gerst síðan er að ásetta verðið hefur bara hækkað og bíllinn drappast niður. Sömu sögu er að segja um Boxster, hvað er málið, menn eru að setja 4 millur á 6 ára gamla non S bíla og þeir eru að fara á þessu verði :roll:

Varðandi þennan SL 600 þá er hann seldur og nýji eigandinn er búinn að smyrja 1,5 millum á hann.

Annars myndi ég tjékka á þessum, reyndi aðeins við hann og mér skilst að hann fáist vel undir 2 mills sem er fínt þar sem þetta er fáránlega gott eintak :shock:

http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B ... _ID=100027

Author:  IvanAnders [ Thu 21. Jul 2005 23:24 ]
Post subject: 

Bláa E39 M5 (eða er ekki örugglega bara einn svoleiðis hér? :hmm: )

alla veganna valdi ég nú M roadster :drool:

.....en blár E39 M5 er bara fastur í hausnum á mér

Author:  Svezel [ Thu 21. Jul 2005 23:26 ]
Post subject: 

E36 M3 Cabrio ætti að vera skemmtilegur: pláss fyrir 4, alveg nógu gott handling fyrir íslenska vegi, fínt performance og cabrio fun 8)

Page 1 of 9 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/