bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Góð þjónusta hjá BJB! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1112 |
Page 1 of 1 |
Author: | Logi [ Tue 25. Mar 2003 09:09 ] |
Post subject: | Góð þjónusta hjá BJB! |
Það var farið að pústa hressilega út með aftasta kútnum, þannig að ég ákvað að gera eitthvað í því. Talaði við B&L og þar sem aftasti og miðjukúturinn eru fastir saman í einu stykki reyndist þetta kosta svolítið hjá þeim, eða ca. 150.000. Ég ákvað því að ath. hvað annað væri í boði. Eftir nokkrar símhringingar komst ég að því að það virðast ekki margir framleiða púst undir M5 (reyndar fann ég engann!) Ég ákvað að tala við þá í pústþjónustu BJB í Hafnarfirði. Fór með bílinn til þeirra klukkan rúmlega átta einn morgun í síðustu viku og einum og hálfum tíma síðan var búið að gera eftirfarandi: Taka pústið í sundur fyrir framan aftasta kútinn. Taka stútana af original kútnum og sjóða þá á sitthvora túbuna. Festa túburnar saman og smíða rör á milli túbnanna (skrítið orð, held þetta sé samt rétt) og pústkerfisins, ca 30 cm. Heildarverð: 15.850 kr. Ég var bara mjög sáttur við þetta og það heyrist ekkert mjög hátt í bílnum á eftir. Allaveg töluvert lægra en á meðan ónýti kúturinn var undir! |
Author: | Jói [ Tue 25. Mar 2003 09:14 ] |
Post subject: | |
Ég hef farið til þeirra tvisvar sinnum og þeir eru með fína þjónustu og alls ekki dýrir. Get alveg mælt með þessum gaurum. |
Author: | Gunni [ Tue 25. Mar 2003 09:14 ] |
Post subject: | |
Já þeir eru algjörir snillingar. Ég fór þangað með bílinn minn, og ég mun fara aftur þangað þegar það þarf eitthvað að gera! en 150.000 kall fyrir púst. það er svolítið svert verð ![]() |
Author: | Logi [ Tue 25. Mar 2003 10:26 ] |
Post subject: | |
Quote: 150.000 kall fyrir púst. það er svolítið svert verð
Það finnst mér líka! Þeir geta kannski leyft sér þetta ef enginn annar framleiðir púst undir svona bíla? |
Author: | oskard [ Tue 25. Mar 2003 10:35 ] |
Post subject: | |
ég hef alltaf látið gera við púst þar og þeir eru rosalega liðlegir og þægilegir, ekkert nema gott um þá að segja. ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Tue 25. Mar 2003 13:28 ] |
Post subject: | |
Já þeir eru mjög liðlegir og þægilegir, ég fór með Capri'inn minn og lét smíða heilt tvöfallt pústkerfi, það tók hálfan dag eða svo, og var mjög vel gert, ekkert "redd" eða svoleiðis. Kostaði 40.000. |
Author: | íbbi [ Tue 25. Mar 2003 14:25 ] |
Post subject: | |
þeir ætluðu einu sinni að smíða undir mustang sem ég átti, með kútum og allur pakkin á einhvern 20kall, ég hef nokkrum sinnum farið með bíla þangað.. frábær þjónusta og vinnbrögð.. |
Author: | Halli [ Tue 25. Mar 2003 14:34 ] |
Post subject: | |
ég bendi öllum mínum kúnum að fara þangað ef pústið er ónýt borga sig ekki fyrir mig að gera þetta |
Author: | Haffi [ Tue 25. Mar 2003 14:59 ] |
Post subject: | |
Ég fer alltaf í BJB í hfj. lét smíða nýtt púst undir bílinn minn nýlega þar sem að hitt var soldið silenced og hljóðkúturinn vel barinn til (einhver bakkað uppá kannt eða stein) urrr ! |
Author: | saemi [ Tue 25. Mar 2003 15:19 ] |
Post subject: | |
Topp þjónusta og verð. Fínir gæjar. Sæmi |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |