Ég veit kannski ekki allt um innflutning á bílum, hef enga reynslu af því, en hef eitthvað verið að athuga málin með reikningslegum aðferðum í Excel.
Mér sýnist þú vera að gleyma tryggingum, flutningskostnaði (það er ekki ókeypis að taka Norrænu) og síðan minnir mig að það þurfi að borga 100000 kall fyrir eitthvað drasl. Síðan væri vörugjaldið á 3.0 vél 45% en ekki 30% (45% tollur á vélar yfir 2000 cm3). Því miður, held að þetta kosti tæpar 4 milljónir en ekki 3,3 milljónir.

Oftast er hægt að margfalda kaupverðið með 2, plús mínum ca. 0,3. Önnur "regla" er að því ódýrari sem bílarnir eru því meira
hlutfallslega þarf að borga til að koma bílnum á götuna á Íslandi.
Varðandi þungaskattinn. Ef hann verður lagður niður í því formi sem hann er núna þá verður lagður á annars konar skattur á díselolíuna sjálfa sem mundi þá leiða til hækkunar á díselolíunni. Þó mun díselbílar verða miklu hagkvæmari kostur heldur en það er núna. Annað sem vert er að taka með í reikninginn er að þegar þessi þungaskattur verður afnuminn þá munu díselbílar halda sér betur í verði hér á landi og þar af leiðandi seljast á hærra verði en núna, vegna þess að díselbílar verða hagkvæmur kostur fyrir alla (eftispurnin eykst), en ekki bara fyrir þá sem keyra yfir 25000 km á ári eins og það er núna. Semsagt væri þá sniðugt að kaupa sér góðan díselbíl svona rétt fyrir líklegt afnám þungaskattsins.
Ég á mér einnig lítinn dísel draum. 530d og 330d eru gríðarlega skemmtilegir bílar sem ég væri til í að eiga! Dísel krafturinn er einmitt svo góður hérna í borginni.
Miðað við að BMW e39 523 '00 í Brimborg hafi sennilega farið á eitthvað undir 2 milljónir, þá sé ég ekki mikla ástæðu til að flytja inn BMW e39 á 3-4 milljónir.
Fallegi svarti beinskipti 523 e39 sem er í Bíldshöfða óskar sárlega eftir góðum eiganda og finnst mér líklegt að sá bíll fari á rúmar 1200 þ. Hann er núna á tilboði 1420 þ. Síðan sá ég annan Bimma, 323 coupé '96, á tilboði 980 þ neðst í Bíldshöfða. Fær mig allaveganna til að heimsækja Sjóvá í vikunni í saklaust spjall. Freistingar eru til þess að falla fyrir.