Ég og félagi minn ákváðum þetta fyrir nokkrum mánuðum. Skoðuðum okkur um á netinu og vinur minn fann sér bíll á netinu á
www.autoscout24.de . Emailaði á eigandan sem brást vel við og eftir smá innlagningu á peningi til hans tók hann bílinn af síðunni. Svo fórum við bara til Frankfurt með flugi og Köln með rútu. Þar hittum við hann og fengum þann bíll. Svo glögvaði ég bara í "smáauglýsingar" í Köln og fann minn bíll. Redduðum báðum bílunum og 3 dögum. Fengu bráðabirðaplötur í þýskalandi sem þessi hjón skráðu á sig sem seldu vini mínum bílinn. Svo keyrðum við bara til Danmökrku. Var smá vandamál við landamærinn þar sem við megum ekki keyra á þessum plötum í Danmörku. Fengum Bráðabirgðarplötur hjá Landamæralögrelgustöðinni. Keyrðum til Handstholm og þaðan heim. Vorum í Þýskalandi í 4 daga. 2 Daga að redda kaupunum hina dagana að redda númerum og ferðast.
Verð að segja að ferðinn okkar heppnaðist óraunsæislega vel enda var allt fólk sem við hittum á mjög vinsamlegt við okkur. Allt frá Seljendumum, Landamæravörðunum, tollvörðunum á Seiðisfirði.
Verð eiginlega að þakka Tollinum á Seiðisfirði fyrir að hjálpa okkur í gegnum tollafgreiðsluna. Þessi papírsvinna sem við fengum hefði alveg mátt vera á kóreisku í okkar höndum en þeir hjálpuðu okkur að filla það út.
Ég tala alltof mikið.