Angelic0- wrote:
Einn góðan veðurdag í júlí í fyrra, var Viktor (Angelic0-) að keyra. Eftir að hafa ekið (á bíl sem að hann átti ekki sjálfur) í dágóða stund, datt Viktori í hug að prófa að sjá hvort að þessi bíll (Honda Civic VTi "JUNK") hreyfðist eitthvað. Þegar að Viktor var kominn í 190kmh flipaðist sólinn af einu dekkinu og reif með sér innra brettið úr bílnum og gerði Viktori illkleift að stöðva bifreiðina þarsem að ekkert munstur var eftir í dekkinu, og aðeins vírar. Sem betur fer fór ekki eins illa og á horfðist í þetta skipti og þegar að Viktor gáði nánar að, voru dekkin a bílnum sóluð. Þó aðeins 2daga gömul dekk, og tel ég þessa sögu bera býtur um að sóluð dekk séu drasl!
Öll dekk eru framleidd með ákveðinn hámarkshraða og getur verið hættulegt að keyra umfram hann. Ég efast um að þessi sóluðu dekk hafi verið ætluð fyrir akstur á meira en tvöföldum hámarkshraða.
Sjálfur hef ég enga reynslu af sóluðum dekkjum og get því lítið dæmt um þau.