bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW Vangaveltur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1104 |
Page 1 of 2 |
Author: | joipalli [ Mon 24. Mar 2003 01:32 ] |
Post subject: | BMW Vangaveltur |
Sælir, þar sem maður er nýkominn frá Þýskalandi kemst maður ekki hjá því að hugsa örlítið um BMW. ![]() Ég fór aðeins að skoða hvað það kostar að flyja inn 330d eða 530d. Hversu mikið vörugjald leggst á þessar þriggja lítra dísel vélar? Ef ég kaupi '00 330d sedan úti á 23.500 Euro = (2.000.000 * 1,30 í vörugjald)*1,245 vsk Þá er hann tilbúinn á götuna hér heima á ríflega 3.300.000 kr. Ég hefði hugsað mér að taka bílinn með norrænu. Er ég að gleyma einhverju í útreikningunum? Svo bara vona að dísel löggjöfin hér heima falli úr gildi! ![]() Annars þá finnst mér endursöluverðið hér heima á BMW nokkuð mikið! Var rétt áðan að skoða einn 2000 módel 320i ekinn 46.000 km á 3 millur! Væri frekar til í að velja bíl úti og nota afganginn í einhvað annað! Ein önnur spurnning: Eru tímakeðjur í öllum BMW? |
Author: | Jói [ Mon 24. Mar 2003 10:50 ] |
Post subject: | |
Ég veit kannski ekki allt um innflutning á bílum, hef enga reynslu af því, en hef eitthvað verið að athuga málin með reikningslegum aðferðum í Excel. Mér sýnist þú vera að gleyma tryggingum, flutningskostnaði (það er ekki ókeypis að taka Norrænu) og síðan minnir mig að það þurfi að borga 100000 kall fyrir eitthvað drasl. Síðan væri vörugjaldið á 3.0 vél 45% en ekki 30% (45% tollur á vélar yfir 2000 cm3). Því miður, held að þetta kosti tæpar 4 milljónir en ekki 3,3 milljónir. ![]() Varðandi þungaskattinn. Ef hann verður lagður niður í því formi sem hann er núna þá verður lagður á annars konar skattur á díselolíuna sjálfa sem mundi þá leiða til hækkunar á díselolíunni. Þó mun díselbílar verða miklu hagkvæmari kostur heldur en það er núna. Annað sem vert er að taka með í reikninginn er að þegar þessi þungaskattur verður afnuminn þá munu díselbílar halda sér betur í verði hér á landi og þar af leiðandi seljast á hærra verði en núna, vegna þess að díselbílar verða hagkvæmur kostur fyrir alla (eftispurnin eykst), en ekki bara fyrir þá sem keyra yfir 25000 km á ári eins og það er núna. Semsagt væri þá sniðugt að kaupa sér góðan díselbíl svona rétt fyrir líklegt afnám þungaskattsins. Ég á mér einnig lítinn dísel draum. 530d og 330d eru gríðarlega skemmtilegir bílar sem ég væri til í að eiga! Dísel krafturinn er einmitt svo góður hérna í borginni. Miðað við að BMW e39 523 '00 í Brimborg hafi sennilega farið á eitthvað undir 2 milljónir, þá sé ég ekki mikla ástæðu til að flytja inn BMW e39 á 3-4 milljónir. Fallegi svarti beinskipti 523 e39 sem er í Bíldshöfða óskar sárlega eftir góðum eiganda og finnst mér líklegt að sá bíll fari á rúmar 1200 þ. Hann er núna á tilboði 1420 þ. Síðan sá ég annan Bimma, 323 coupé '96, á tilboði 980 þ neðst í Bíldshöfða. Fær mig allaveganna til að heimsækja Sjóvá í vikunni í saklaust spjall. Freistingar eru til þess að falla fyrir. |
Author: | Gunni [ Mon 24. Mar 2003 11:17 ] |
Post subject: | |
þið getið notað þetta til að reikna út verðið á bílnum komnum heim: http://www.bmwkraftur.com/gunni/bilainnflutn.xls Þetta er alveg magnað! Muniði bara að breyta genginu á evrunni ![]() |
Author: | joipalli [ Mon 24. Mar 2003 11:29 ] |
Post subject: | |
Eru mörkin ekki á 3000 díselvélum en bensín vélar við 2000?? Ég var kannski aðeins of bráður að dæma allt og alla útaf endursöluverðum... ![]() ![]() |
Author: | Jói [ Mon 24. Mar 2003 11:52 ] |
Post subject: | |
joipalli wrote: Eru mörkin ekki á 3000 díselvélum en bensín vélar við 2000??
![]() ![]() Held ekki. Hér eru reglur varðandi innflutning bíla. Talsvert af áhugaverðum klausum þarna þarna sem "hægt" er að notfæra sér. ![]() ![]() Spurning um að flytja inn BMW 530d eða 330d sem leigubíl og fá þá afslátt á vörugjaldinu, borgar 13% toll í stað 45%! Þá verður þú að redda þér atvinnuleyfi sem leigubílstjóri. ![]() Síðan geturu borgar engan toll ef þú flytur inn eitthvað af þessum "bílum" ![]() a. Hópferðabifreiðar, þ.e. ökutæki sem eru aðallega ætluð til fólksflutninga, sem skráðar eru fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni. b. Dráttarbifreiðar að heildarþyngd 4 tonn eða meira sem gerðar eru til nota utan þjóðvega. c. Snjóplógar. d. Ökutæki sem eingöngu eru knúin rafmagni eða vetni. e. Sjálfhlaðandi eða sjálflosandi tengivagnar og festivagnar til landbúnaðarnota. f. Beltabifreiðar (snjóbílar), yfir 700 kg að eigin þyngd, sérstaklega ætlaðar til aksturs í snjó. g. Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög. h. Eftirtalin ökutæki, enda séu þau yfir 5 tonn að heildarþyngd: i) Dráttarbifreiðar fyrir festivagna og sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki. ii) Ökutæki sem eru aðallega ætluð til vöruflutninga. iii) Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga. iv) Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar, kranabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari grein. |
Author: | arnib [ Mon 24. Mar 2003 12:07 ] |
Post subject: | |
gesturinn: Ég held ekki að 530d e39 BMW falli undir neinn af þessum flokkum ![]() Aftur á móti var hin hugmyndin áhugaverð, hversu mikið kostar að verða sér úti um leigubílstjóra/ökukennara leyfi? ![]() Gunni: Varðandi þetta excel skjal þá hef ég séð þetta áður og mér finnst þetta frekar "sjeikí". Hefur þú (eða aðrir) skoðað formúluna sem er notuð til að reikna þar því að það mætti gjarna einhver útskýra hana fyrir mér. Verð bíls (skv. formúlu) miðað við 30% toll: =(((((Verð bíls í evrum*Gengi á evrum)*(1,015))+(20000))*(1,3))*(1,245))+100000 Hvaða 1,5 prósent er verið að leggja þarna á verðið, og hvaða 20þús krónum er verið að bæta við ? 1,3 stuðullinn er tollur, og 1,245 er vaskur. En hundraðþúsund kallinn í lokin? Og hvar er gerð grein fyrir kostnaði við flutning.. ![]() ![]() |
Author: | Jói [ Mon 24. Mar 2003 12:29 ] |
Post subject: | |
arnib wrote: gesturinn: Ég held ekki að 530d e39 BMW falli undir neinn af þessum flokkum ![]() Jújú, hvað er þetta, það er örugglega til 530d sem er haffært ökutæki á hjólum fyrir láð og lög. ![]() ![]() arnib wrote: ... Aftur á móti var hin hugmyndin áhugaverð, hversu mikið kostar að verða sér úti um leigubílstjóra/ökukennara leyfi?
![]() Þetta er alveg hugmynd. ![]() ![]() Sammála Árna með þetta Excel skjal. Ég var reyndar búinn að gleyma þessum 1,5%, það á að vera þarna. Síðan má ekki gleyma kostnaði við að skrá bíl á Íslandi, það er nefnilega ekkert ókeypis. Tvær litnar númeraplötur kosta margar bjórkippur. ![]() |
Author: | Gunni [ Mon 24. Mar 2003 12:41 ] |
Post subject: | |
arnib wrote: gesturinn:
Ég held ekki að 530d e39 BMW falli undir neinn af þessum flokkum ![]() Aftur á móti var hin hugmyndin áhugaverð, hversu mikið kostar að verða sér úti um leigubílstjóra/ökukennara leyfi? ![]() Gunni: Varðandi þetta excel skjal þá hef ég séð þetta áður og mér finnst þetta frekar "sjeikí". Hefur þú (eða aðrir) skoðað formúluna sem er notuð til að reikna þar því að það mætti gjarna einhver útskýra hana fyrir mér. Verð bíls (skv. formúlu) miðað við 30% toll: =(((((Verð bíls í evrum*Gengi á evrum)*(1,015))+(20000))*(1,3))*(1,245))+100000 Hvaða 1,5 prósent er verið að leggja þarna á verðið, og hvaða 20þús krónum er verið að bæta við ? 1,3 stuðullinn er tollur, og 1,245 er vaskur. En hundraðþúsund kallinn í lokin? Og hvar er gerð grein fyrir kostnaði við flutning.. ![]() ![]() já árni minn, bróðir minn bjó þetta skjal nú til. Hann hefur flutt inn 3 bíla eftir þessu og verðið stóðst svona nokkurnveginn. Þetta er auðvitað ekkert 100% skothelt og þú þarft ekki að borga krónu minna eða miera. þetta er svona til að sjá nokkurnveginn kostnaðinn. þetta er bara svona verð í evrum * gengi * tryggingagjald + flutningur (veit ekki af hverju það er bara í 20þús, hlýtur að vera meira, en gæti verið 20 ef þú kemur með bílinn í norrænu) * tollur (1,3 eða 1,45) * VSK (1,24) + 100.000. (þetta er bara svona til að edkka aukakostnað, eins og t.d. hótel fyrir þig meðan þú ert úti, flug, mat bjór, því þú pantar ekki bíl frá útlöndum í gegnum símann árni minn ![]() |
Author: | arnib [ Mon 24. Mar 2003 12:44 ] |
Post subject: | |
Jæja Gunni Minn ![]() Ég vona að þú hafir ekki tekið þessu sem einhverju skoti, ég spurði auðvitað bara af því að ég skil ekki. Það er allavega gott að heyra skýringuna! Hvað er 1,5 prósentið samt? |
Author: | Jói [ Mon 24. Mar 2003 12:44 ] |
Post subject: | |
Já, þetta er ekki svo einfalt Árni minn. ![]() |
Author: | oskard [ Mon 24. Mar 2003 13:41 ] |
Post subject: | |
Þetta getur verið það einfalt ef þú vilt. Það er fólk sem vinnur við svona þú hringir og segir hvernig bíl þig langar í og hann finnur "gott" eintak handa þér og flytur hann inn ![]() |
Author: | Gunni [ Mon 24. Mar 2003 15:19 ] |
Post subject: | |
arnib wrote: Jæja Gunni Minn
![]() Ég vona að þú hafir ekki tekið þessu sem einhverju skoti, ég spurði auðvitað bara af því að ég skil ekki. Það er allavega gott að heyra skýringuna! Hvað er 1,5 prósentið samt? þetta er tryggingagjald, 1,5% |
Author: | Gunni [ Mon 24. Mar 2003 15:19 ] |
Post subject: | |
oskard wrote: Þetta getur verið það einfalt ef þú vilt.
Það er fólk sem vinnur við svona þú hringir og segir hvernig bíl þig langar í og hann finnur "gott" eintak handa þér og flytur hann inn ![]() hehe já oft er þetta "gott" innan stórra gæsalappa. |
Author: | gdawg [ Mon 24. Mar 2003 15:22 ] |
Post subject: | |
Það er einn bsk 530 d uppi í B&L núna... væri ekki vit að kíkja á hann ![]() |
Author: | morgvin [ Mon 24. Mar 2003 18:25 ] |
Post subject: | |
Touring M5 lík bíll sem er til leigu aksturs og ökukennslu ??? það er helvíti mikil lækkun ef það virkar. kaupa síðan bara nýja aftur innréttingu í bílinn. (og vona það hringi enginn í hraðlík líkþjónusta ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |