bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hreinsa úr hvarfakútum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1102
Page 1 of 2

Author:  GHR [ Sun 23. Mar 2003 09:52 ]
Post subject:  Hreinsa úr hvarfakútum

Ég er bara svona að spá og spögglera en er maður eitthvað að græða á að hreinsa úr hverfakútunum??? Lækkar ekki bara backpressure og þar af leiðandi oft tog??? Maður hefur reyndar heyrt að þetta geri frekar mikinn mun á krafti, enda allir búnir að þessu :wink: Ætti lausagangurinn ekki líka að breytast, og þá til hins verri??? Einnig þarf þá að búa til nýtt sæti fyrir O2 skynjarana eða mega þeir vera á sama stað???

Síðan er annað. Hverjir gera svona (og verðhugmynd) og fær maður skoðuð ef maður er á tiltölulega nýjum bíl??? Mig langar svolítið að gera þetta við minn og fá aðeins meiri læti og jafnvel +kraft ef maður er heppinn :wink:


Kveðja
Gummi

Author:  Gunni [ Sun 23. Mar 2003 14:34 ]
Post subject: 

ertu að tala um að taka þá í burtu ??

ég lét taka mína í burtu og setja túpur í staðinn þegar ég setti m3 kútinn undir. það er mjög fínt, ég fann soldinn mun hjá mér.

Author:  Bjarki [ Sun 23. Mar 2003 14:58 ]
Post subject: 

Ég hef heyrt um náunga sem hafa verið að gera þetta á vtec bílum og þeir hafa þeir bara hvarfakútinn í skottinu þegar búið er að taka hann undan!! Það er víst skylda að hafa hvarfakút og þeir uppfylla hana svona. Svo er bara málið að fara með bílinn vel heitan í skoðun.

Author:  Raggi M5 [ Sun 23. Mar 2003 17:51 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Ég hef heyrt um náunga sem hafa verið að gera þetta á vtec bílum og þeir hafa þeir bara hvarfakútinn í skottinu þegar búið er að taka hann undan!! Það er víst skylda að hafa hvarfakút og þeir uppfylla hana svona. Svo er bara málið að fara með bílinn vel heitan í skoðun.


Akkuru er betra að fara með bílinn vel heitan í skoðun? Minni mengun?

Author:  GHR [ Sun 23. Mar 2003 19:30 ]
Post subject: 

Eru þeit teknir í burtu???
Ég hélt að þeir væru bara hreinsaðir (tæmdir) að innan :roll:
Hvernig túpur eru þetta sem eru sett í staðinn??? ALveg opnar eða bara með minna viðnámi???
Hvað kostaði þetta hjá þér Gunnar og hver gerði þetta :o

Author:  Raggi M5 [ Sun 23. Mar 2003 19:46 ]
Post subject: 

Ég hef vitað til þess að þeir séu hreinsaðir í bílum sem að verða að vera með hvarfakút þ.e.a.s. 94 og yngri mynnir mig, þá geta skoðunakallarnir ekkert sagt ef þeir fara og mæla bílinn því að þeir sjá kúturinn er til staðar en þeir vita ekki að það sé ekkert í honum :wink:

Author:  Gunni [ Sun 23. Mar 2003 23:07 ]
Post subject: 

BMW 750IA wrote:
Eru þeit teknir í burtu???
Ég hélt að þeir væru bara hreinsaðir (tæmdir) að innan :roll:
Hvernig túpur eru þetta sem eru sett í staðinn??? ALveg opnar eða bara með minna viðnámi???
Hvað kostaði þetta hjá þér Gunnar og hver gerði þetta :o


þetta er þannig að bílar 95 og yngri verða að vera með hvarfakúta.

ég lét gera þetta hjá BJB í hafnarfirði. borgaði 12þúsund kall fyrir túpurnar og alla vinnuna við að setja þær og m3 kútinn undir.

Author:  ///MR HUNG [ Sun 23. Mar 2003 23:33 ]
Post subject: 

Ég skrúfaði þá báða úr vettunni hjá mér og lamdi inn úr þeim og það tekur enginn eftir neinu nema ég sem er með flottara hljóð og betri vinnslu=allir sáttir :D

Author:  Dr. E31 [ Mon 24. Mar 2003 00:02 ]
Post subject: 

g held að það sé ekkert sniðugt að taka "cat'inn" undan, ég get ýmyndað mér það að þessi leiðinda grófi gangur hjá mér sé út af hvarfakútaleisi, annars veitég það ekki? Annars er hægt að fá high flow hvarfakúta. Og eitt, ekki fara að opna fyrir pústið hjá þér til að láta herast hærra í því það heirist nefnilega svona í mínum núna eftir að annar aftari kúturinn SPRAKK eftir smá bilun. :oops: Ég er að verða brjálaður á þessum látum í honum. :evil:

Author:  GHR [ Mon 24. Mar 2003 00:35 ]
Post subject: 

VOWWWW, þetta er eins og í lítilli trillu :lol: , en síðan heyrist bara fínt hljóð :wink: . Hvaða slys lentiru annars ó með kútinn??? Var verið að fikta eitthver ósköp???

Author:  Dr. E31 [ Mon 24. Mar 2003 01:30 ]
Post subject: 

Nei nei ekkert fikt. Ég lenti í því að eitt háspennukeflið fór hjá mér, svo hann fékk ekki nógu öfluga neista hægra meginn á vélina, svo tölvan fór að skálda einhverja vitleisu í kjölfarið þannig að hann fékk allt og mikið bensín inná sig við inngjöf, það fór allt óbrennt í pústið síðan þegar það var komið aftur í annan aftari kútinn og í snertingu við súrefni þá BOOM, og þá meina ég BOOM. Ég er að fá nýtt púst eftir 1-2 vikur svo þetta reddast allt. :D

Author:  GHR [ Mon 24. Mar 2003 23:43 ]
Post subject: 

Oucccccchhhhhh, djöfull þarf lítið til að eyðileggja eitthvað frá sér!!!!
Hvernig komstu að því að keflið væri að gefa of lítinn neista??? Var hann ekki kraftlítill hjá þér???

Hvað ertu að borga lítið fyrir nýtt púst? Hvað af pústinu ertu að fá, hvarfakútinn bara eða ........

Author:  Dr. E31 [ Tue 25. Mar 2003 00:23 ]
Post subject: 

T.B. komst að því hvað væri að, ég hélt að þetta væri miklu alvalegra.
Það eru eingir hvarfakútar undir hjá mér, einhver af fyrri eigendum hefur látið taka þá undan. Það eru á leiðinni til mín Remus aftari kútar, það voru bara þeir sem skemdust (vonandi), annars ætla ég að láta túpur þar sem hvarfakútarnir voru, ég vil hafa þetta svona "haltu kjafti" kerfi.
Parið er svona á 100k, original er, held ég, á 150-160k.

Svolítið öðruvísi :?:
Image

Author:  oskard [ Tue 25. Mar 2003 00:28 ]
Post subject: 

faaaallegur afturendi :!: :D :D :D

Author:  Haffi [ Tue 25. Mar 2003 11:17 ]
Post subject: 

I'd like to tap it !

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/