bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Öflugasti bíll sem þið hafið prófað??????
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1100
Page 1 of 3

Author:  Alpina [ Sat 22. Mar 2003 21:29 ]
Post subject:  Öflugasti bíll sem þið hafið prófað??????

Jæja piltar

ALPINA BI-TURBO og Rauð IMPREZA sem búið var að breyta
hjá IMPETUS


IMPREZA>>>>>>>>>> Ótrúlega snöggur frá starti............


BI-TURBO Vanmetnasti bíll Veraldar ~~~~~ ekki sá sneggsti í 0-100
(of mikið afl) EEEENNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNN
Undiritaður er búinn lesa flest allar greinar sem hafa verið skrifaðar
um þennan stórkostlega bíl (verð að vera hlutdrægur) og allir
JÁ ALLIR eigundur af þessum magnaða bíl trúa ekki hvað þetta undur getur framkvæmt þegar á reynir (ekki Reynir pétur)
Þessi bíll er Ótrúlegur I LOVE HIM

PS. SAD STORY: undirritaður þekkti fyrrum eiganda IMPREZUNAR
og hún endaði illa :::var tekin í leyfisleysi og BANG DEAD
af þeim er tók hana RIP


Sv.H.

Author:  Raggi M5 [ Sat 22. Mar 2003 21:34 ]
Post subject: 

Ég held að M5-inn minn sé bara nr 1, svo hef ég líka prófað helvíti öflugar og breyttar Imprezur mjög gaman af þeim.

Author:  GHR [ Sat 22. Mar 2003 23:52 ]
Post subject: 

Veit svo sem ekki!!!

En kraftmesti bíll sem ég hef setið í er án efa Chevrolet Malibu (blár með hvítum víniltoppi R.I.P )sem vinur bróðir mins átti. Man ekki árgerð.
Hann var með 327 og 3.73 læstur á götuslikkum. Togið í þessu er engu líkt!!!!!!! Þó svo að þetta væri bara 327 þá öskraði hann áfram og togið í mínum er bara grátbroslegt miðað við þessa græju!!!!
Voða lítið standard í sá bíl : heitur ás (gekk eins og trunta á lágsnúningi, en á gjöf fínn) , 3500 stall converter, 3.73 læstur, kollháir þrykktir stimplar, vel unnin hedd (portuð), götuslikkar sem grípa VEL, flækjur og þetta basic drasl. Mældur með G-tech 4.8 sek í hundrað!!!!
En greyið var full ryðgað og grindabrotinn svo hann lifði ekki lengi :cry:

En Imprezurnar heilla mig líka svolítið, allavega vegna upptaksins. Mér finnst þetta svo sem ekkert sérlega fallegir bílar og það er til alltof mikið af þessu hér í Reykjavík en maður væri til í að eiga eina ALVEG STANDARD útlitslega séð en með modified engine :wink:

Author:  bjahja [ Sun 23. Mar 2003 02:03 ]
Post subject: 

Þetta er nú hálf sorglegt hjá mér þar sem ég held að minn sé nú bara sá kraftmesti sem ég hef prófað þó hann sé bara um 180.
Bjarni reynslulausi :oops:

Author:  Benzari [ Sun 23. Mar 2003 03:22 ]
Post subject: 

Ég er lítið "kraftmeiri" en bjahja.

M3 e30 194hö er sá kraftmesti sem ég hef keyrt og persónulega finnst mér fleiri hö. óþörf hér á landi.

Author:  oskard [ Sun 23. Mar 2003 03:37 ]
Post subject: 

Alpina b10 bi-turbo
M.Benz 600SEL
BMW M5
Impreza turbo (sía+púst)
Mmc 3000 gt twin turbo
Mustang Mach 1

Author:  Gunni [ Sun 23. Mar 2003 06:47 ]
Post subject: 

ég held bara að bíllinn minn sé kraftmesti bíllinn sem ég hef keyrt ásamt Audi A8 3.7L v8 quattro 230 hö. Það er nokkuð sniðugt, sá bíll er jafn kraftmikill og minn í hö, náttlega með stærri vél, en hann er 1850 kíló, en minn er 1400 :)

Author:  saemi [ Sun 23. Mar 2003 11:33 ]
Post subject: 

Ætli 745i bíllinn sé ekki það kraftmesta.

Ég hef verið mjög svo óduglegur við að prufa bíla.

En það kraftmesta sem ég hef sennilega setið í var M5 3.8.

Þessi svarti með ljosu innréttingunni sem fékk á sig framtjón og hvarf svo inn í skúr hjá e-m.

Sæmi

Author:  Propane [ Sun 23. Mar 2003 14:12 ]
Post subject: 

Ég held að broncoinn minn gamli sé mitt kraftmesta með 351C en annars prófaði ég einu sinni 560Sel

Author:  Svezel [ Sun 23. Mar 2003 16:20 ]
Post subject: 

Ætli sá kraftmesti sé ekki E38 740 286hö, hann var reyndar ekki að virka sem skildi svo ég er ekki klár hvað hann var að skila.

Síðan hef ég tekið í nokkrar imprezur og þær hafa fínt upptak í svona 120-130 en svo er allt búið.

Síðan er Clio'inn náttúrlega fínn 8)

Author:  Svezel [ Sun 23. Mar 2003 16:23 ]
Post subject: 

Já og síðan hef ég setið í gömlum (1967 minnir mig) Mustang með útboraða 390 og einhvern helling af gramsi og hann virkaði eins og andskoti. Eigandinn sagði að hann væri a.m.k. 500 hö og það fannst mér vel trúanlegt því ég var svona :shock: allan tímann.

Author:  rutur325i [ Sun 23. Mar 2003 17:12 ]
Post subject: 

kraftmesti bíll sem ég hef keyrt mun vera nissan 300zx.

Author:  Stefan325i [ Sun 23. Mar 2003 17:21 ]
Post subject: 

Bmw m5 1990 gamli babecar :) MJ 870

AMG C36 276 hp mjög skemtilegt tæki NZ 875

325i 86 minn ótrúlega skemtilegur, verður bráðum enn skemtilegri :lol: NJ 104

325i blæjan hans gunna með toppin nyðri á heitum (fátt um þá) sóríkum sumar degi á klakanum. VU 013 RIP

e30 m3 bara gaman man ekki

og fyrsti bmw sem ég prufaði (fyrir fyrir utan með pabba á e21 82 316 bílnum okkar) e30 318is PI 019 er á selfossi núna frufaði hann ekinn 32þ mílur eða eithvað fáranlegt einn eigandi og ég varð sjúkur.

þetta stendur uppúr en maður hefur prufað þá marga skemtilega.

Author:  gstuning [ Sun 23. Mar 2003 17:43 ]
Post subject: 

Kraftmestur er M5-inn sem Bebecar átti,

Svo minn, þegar hann var sem kraftmestur, það var ekki heilbrigt,
Ég hef prófað tjúnaða pressu og minn með engu vanosi var sprækari,

Author:  Raggi M5 [ Sun 23. Mar 2003 17:53 ]
Post subject: 

Ég þarf endilega að taka spyrnu við nýja eigandann af Bebe´s M5 :twisted:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/