bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vatnskassi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10982
Page 1 of 1

Author:  Valdi- [ Sun 03. Jul 2005 19:10 ]
Post subject:  Vatnskassi

Hverjir eru bestir i vatnskassaviðgerðum i dag ?
Ég lenti i því að það kom smá og ég endurtek smá sprunga í eina leiðsluna
í kassanum mínum, þegar bílinn er orðinn heitur sé ég alveg loft og vatn sprautast þarna út. Það ætti að vera hægt að redda þessu með lóðbolta svo sem, en ég treysti mér bara ekki i það sjálfur og auk þess á ég ekki lóðbolta :)
Ég væri jafnvel til i að borga einhverjum hérna inná krafti fyrir að kíkja á þetta fyrir mig og laga. Þetta er ekki spurning um peninga, en eins og ég sagði áðan, þá er þetta ekki mikil vinna.
Ég get reynt að henda inn mynd við tækifæri

p.s. væri kannski safe að nota epoxy með 150 gráðu hitaþoli á þetta ? :o

Author:  Valdi- [ Sun 03. Jul 2005 19:32 ]
Post subject: 

Já svona btw. var ég að heyra af einhverju dóti sem maður setti í ofan í vatnskassann og það leitaði uppi littlar sprungur og fyllti upp í þær.
Er eitthvað vit í þessu, eða er þetta en ein steypan ?
Þetta á að fást á bensínstöðvum bara.

Endilega ef þið vitið e-ð látið mig vita 8)
mbk. Valdi-

Author:  Beggi [ Sun 03. Jul 2005 19:41 ]
Post subject: 

jabb það alveg svínvirkar :)

Author:  Vargur [ Sun 03. Jul 2005 19:50 ]
Post subject: 

Bensínstöðvatrixið er bara til að redda sér á verkstæði.
Blikksmiðjan Grettir var allavega í vatnskassaviðgerðum. Ég lét gera við þar og það var hræódýrt og 100%
Það er ekkert vit í öðru en að hafa þetta í pottthettu lagi.

Author:  oskard [ Sun 03. Jul 2005 20:17 ]
Post subject: 

Láttu gera almennilega við þetta þú vilt ekki að kassinn missi alltíeinu allt vatn og það sjóði á bílnum, bmw vélar eru mjög viðkvæmar fyrir hita
ég tala nú ekki um vélar eins og þú ert með sem er með ál heddi og ál blokk....

Author:  Beggi [ Sun 03. Jul 2005 20:18 ]
Post subject: 

jaja ég hef nu turft að nota þetta talsvert og aldrei vesen þægileg leið en auðvitað er hitt betra :shock:

Author:  Valdi- [ Sun 03. Jul 2005 20:19 ]
Post subject: 

Já ég ætla að láta reyna á þetta.
Muniði samt hvað þetta "bensínstöðvatrix" heitir?
Blikksmiðjan Grettir er í Ármúlanum ekki satt ? :o

allavega, takk fyrir svörin.
mbk. Valdi-

Author:  Valdi- [ Sun 03. Jul 2005 20:51 ]
Post subject: 

Jæja ég keypti þetta.
Stop-a-leak frá Valma, kostaði ekki nema 400 kr á Select 8)
Það er samt nokkrir gallar á efninu.

** nr.1 ** það má ekki frjósa (sem sleppur reyndar alveg, enda er sumar)
** nr.2 ** þetta má ekki vera of lengi i kassanum (spurning hversu lengi þetta má vera) og þarf að tappa af kassanum og setja heitt vatn á í staðinn, annars getur þetta orðið til þess að þú færð ekki hita i miðstöðina þína aftur (amk. benti ungur maður á Volvo mér á þetta þegar ég var að kaupa efnið, takk fyrir það hver sem þú ert :wink: )
** nr.3 ** það má ekki drekka þetta :D

en já, þetta ætti að duga þangað til ég hef tíma til að komast niðrí Gretti.

Takk æðislega fyrir svörin strákar
mbk. Valdi-
8)

Author:  Porsche-Ísland [ Mon 04. Jul 2005 12:11 ]
Post subject: 

Grettir Vatnskassaviðgerðir eru ekki lengur í Ármúla. Fyrirtækinu var skipt upp á milli bræðra. Blikksmiðjan er í Ármúla en Vatnskassaviðgerðirnar eru uppá Vagnhöfða 6.

Læt þá gera við alla kassa sem bila hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá og fæ alltaf góða þjónustu.

Author:  hjortur [ Mon 04. Jul 2005 14:32 ]
Post subject: 

Þeir hjá gretti eru fínir, ég er einmitt að fá kassa í minn e36 þaðan því að hann er sá eini sem að átti kassa til á lager.

Author:  Valdi- [ Mon 04. Jul 2005 17:17 ]
Post subject: 

Jámm, ég ætla að reyna að renna við þarna á morgun hjá Gretti, en og aftur takk kærlega fyrir öll svörin.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/