bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Að keyra á tollanúmerum í DE... ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10974
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Sat 02. Jul 2005 10:59 ]
Post subject:  Að keyra á tollanúmerum í DE... ?

Vantar smá upplýsingar fyrir frænda minn ef einhver getur hjálpað.

Hann er að fara að kaupa sér húsbíl í DE og ætlar að keyra hann þar í 3 vikur... er eitthvað vandamál að fá 30 daga tollaplötur (þarf bíllinn að fara í skoðun í DE fyrst???) hefur einhver reynslu af þessu?

Author:  xzach [ Sat 02. Jul 2005 12:49 ]
Post subject: 

Fékk bráðabirgðanúmer í þýskalandi sem virkuðu í 4 daga. Eina sem þú þarft er að hafa einhvern Þjóðverja sem vill skrá plöturnar á sig. Veit ekki hvort þú getur fengið plötur fyrst þú átt ekki heima í Þýskalandi. Einhvernveginn þarftu að borga tryggingarnar á plötunum sem verða sendar af tryggingarfélögunum.
Veit ekki með þessar 30 daga en giska að þær virki alveg eins, bara dýrari.
p.s. Vertu viðbúinn lööööööööööngum biðröðum í umferðastofnuninni í Þýskalandi. 3 tímar hjá mér :(

Author:  drolezi [ Sun 03. Jul 2005 13:09 ]
Post subject: 

Tollanúmer getur þú skráð á útlending en þá þarftu að láta skoða bílinn.

Author:  bebecar [ Mon 04. Jul 2005 11:12 ]
Post subject: 

drolezi wrote:
Tollanúmer getur þú skráð á útlending en þá þarftu að láta skoða bílinn.


ok, það er þá eins og ég bjóst við - í sjálfu sér í góðu lagi - en þá þarf líklega að kaupa plöturnar tvisvar, til að koma bílnum á skoðunarstöðina, ekki satt?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/