bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ein spurning í sambandi við innflutning
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10935
Page 1 of 1

Author:  Jonni s [ Mon 27. Jun 2005 22:43 ]
Post subject:  Ein spurning í sambandi við innflutning

Ég er ferlega heitur fyrir því að flytja inn flottann 740 en það brenna á mér nokkrar spurningar áður en lengra er haldið. Hér höfum við gott dæmi um það sem er "the shit" í mínum augum.

En mig langar að vita hvort það sé flóknara og dýrara að fara sjálfur út og keyra hann heim, með smá hjálp frá Norrænu að sjálfsögðu.

Svarið nú hver sem getur.

http://www.mobile.de/SIDvN8HfOGN.AYU4d0qH97lkw-t-vaNexlCsAsCsK%F3P%F3R~BmSB11LsearchPublicJ1119913849A1LsearchPublicD1100CCarZ-t-vctpLtt~BmPA1B41B20C666%81I-t-vCaMkMoSeSmVb_X_Y_x_ysO~BSRA6D1100D3500C740CPKWC740HinPublicA2A0A0A0A0/cgi-bin/da.pl?bereich=pkw&top=45&id=11111111164511520&

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 27. Jun 2005 23:17 ]
Post subject: 

Ég mæli nú með Smára í þessum málum.
Hann kann allar styðstu leiðarnar í gegnum kerfið þarna úti
og það er minnsta vesenið og að ég held jafnvel ódýrara að gera það í gegnum hann heldur en að vera að fara út og gera allt vesenið sjálfur.

Author:  gullli [ Mon 27. Jun 2005 23:26 ]
Post subject: 

Ágúst sem er með magnusson ehf. er líka nokkuð þéttur. Búinn að vera í þessu í nokkur ár..

lítið mál að prófa að slá á þráðinn og tékka ..


Ágúst : 862-2000

Author:  Schulii [ Tue 28. Jun 2005 00:07 ]
Post subject: 

Ég er algjörlega í þessum hugleiðingum líka, E32 740i !!!

Við ættum kannski að "join forces" og sjá hvort við getum hagrætt einhverju fyrir hvorn annan?

Author:  Logi [ Tue 28. Jun 2005 12:17 ]
Post subject:  Re: Ein spurning í sambandi við innflutning

Jonni s wrote:

Þessi er rosalega fallegur 8) , rakst einmitt á hann um daginn á mobbarölti.

Author:  Stanky [ Tue 28. Jun 2005 16:44 ]
Post subject: 

Ég notaði Smára. Reiknaðu dæmið til enda og þá er þetta varla að borga sig ;)

Svo er hann vanur, kann allt, ekkert vesen. Þú getur í raun lent í hverju sem er þarna úti og ekki gaman að kunna ekki á systemið.

Fínt er líka að kunna þýsku, því það tala ekkert allir þarna Ensku, sérstaklega ekki þessir tyrkir, sem eru oft bendlaðir við eldri bimmana ;)

En allavega, mæli bara með Smára....

Author:  basten [ Tue 28. Jun 2005 17:12 ]
Post subject: 

smarihamburg@hotmail.com svo geturðu hringt í hann í síma +49-170-311-0600 (hann býr í Hamburg). Hann er 110% maður sem skoðar bílinn fyrir þig úti og ef honum líst ekki á hann þá hjálpar hann þér að finna annan.

Author:  drolezi [ Tue 28. Jun 2005 20:12 ]
Post subject: 

Þetta er frekar flókið og krefst undirbúnings af þinni hálfu og pappírsvinnu ef þú vilt komast gegnum þetta sársaukalaust.

Mun líklegast smella upp 'how-to' í sambandi við innflutning frá Þýskalandi með Norrænu.

Author:  Fastcar [ Tue 28. Jun 2005 20:21 ]
Post subject: 

Smári fær gott orð hér og er það sannarlega ekki af ástæðulausu. Hann sá alfarið um innflutning á mínum E39 M5. Þegar svoleiðis bíll er keyptur er að mörgu að huga því þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir.
Hann er maður mjög athugull og er hægt að taka undir að hans liðsinni við að finna rétta bílinn borgaði sig 100%.
Lýsingar hans á bifreiðinni voru afar nákvæmar og allt sem hann sagði og gerði stóðst fullkomlega, betri en lýsingar gáfu til kynna, hann er varfærinn í þeim til þess að menn búist ekki við "of miklu" við heimkomu.
Mæli á allan hátt með að fá mann sem er jafn fagmannlegur í þetta job.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/