Jæja ég er steinhættur við að selja útgerðina mína og hef ákveðið að setja fullan kraft í að klára þetta. En spurningin sem vefst fyrir mér að hvort ég á að fara mina eigin leið eða fara einhverja stock væna leið.
Ég ætla að búa til einn góðann 735ia úr tveimur.
Annar bílinn var með öllum mögulegum aukahlutum þess tíma en ónýtt boddý en hinn var eins hrár og hægt er en stráheilt boddý.
My way: Nota heila boddýið, svörtu leðurinrréttinguna,
rafmagnsrúðurnar og svo hefði ég viljað smíða mér almennilegt pústkerfi og setja svo undir hann einhverjar flotta 17" felgur helst cross spoke.
Lækka hann svo aðeins og sprauta svartann þar á meðal allt króm.
Stock way: Nota heila boddýið og færa svo allt tækni klabbið úr hinum svo sem Abs bremsur, cruse control, aksturstölvu, hleðslujafnara, og þess háttar og búa til 735ia orginal með öllu.
Athugið að þetta á ekki að vera daily driver, bara svona hobby tæki.
Segið mér endilega ef þið hafið eitthvað álit á þessu, en samt enda ég ábygglega með því að gera þetta my way
