lenti í því í kvöld að steinsofna eins og ungabarn eftir kvöldmatin

væri nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að símin hringdi og systir mín svaraði, og var einhver í símanum að athuga með BMW-inn, hún pikkar í mig og ég tek síman og blaðra eitthvað í hann, sem væri nú ekkert merkilegt nema fyrir það að ég vaknaði ekkert

og var því að tala í svefni við mannin, og man ekki einu sinni eftir því, og vegna asnalegrar uppsetningar á símanum get ég ekki séð hver þetta var eða neitt

þannig að ef þetta var einhver héðan þá veit hann það allavega
