bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bremsudiskar frá Evrópu?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1072
Page 1 of 1

Author:  Logi [ Wed 19. Mar 2003 23:52 ]
Post subject:  Bremsudiskar frá Evrópu?

Veit einhver um heimasíðu hjá söluaðila í Evrópu sem selur bremsudiska á góðu verði? Þekki einn sem vantar diska undir Audi, kosta nýir í heklu 30 og eitthvað þús stykkið!!!!

Hann er ekki alveg að tíma því sko.....

Author:  flamatron [ Wed 19. Mar 2003 23:54 ]
Post subject: 

Mig langar geðveikt í svona gataða diska :twisted:

Author:  morgvin [ Thu 20. Mar 2003 00:26 ]
Post subject: 

hmmm.... er ekki bara hægt að finna þá á ebay eða mobil.de ?

Author:  Logi [ Thu 20. Mar 2003 00:43 ]
Post subject: 

Quote:
hmmm.... er ekki bara hægt að finna þá á ebay eða mobil.de ?


Búnir að skoða það lauslega, fundum ekkert!

Author:  DXERON [ Thu 20. Mar 2003 01:47 ]
Post subject: 

er þetta ekki til í stillingu? eða geta þeir ekki pantað þetta?
þeir eru með Brembo sem eru gæða diskar....

Author:  Gunni [ Thu 20. Mar 2003 08:57 ]
Post subject: 

Brembo kostar líka massa mikið :) það eru til ódýrir boraðir diskar á bmwspecialisten.dk mig minnir að þeir kosti eikkvað um 10 þús kall allir 4.

Author:  Jói [ Thu 20. Mar 2003 11:02 ]
Post subject: 

Quote:
Veit einhver um heimasíðu hjá söluaðila í Evrópu sem selur bremsudiska á góðu verði? Þekki einn sem vantar diska undir Audi, kosta nýir í heklu 30 og eitthvað þús stykkið!!!!


Eitt stykki bremsudiskur getur ekki kostað svona mikið! :shock:

Ég keypti einu sinni, reyndar nokkuð langt síðan, 260 mm loftkælda bremsudiska í Stillingu fyrir Golf og þeir kostuðu 2x eða 3x minna en þessir sem þú ert að tala um.

Svona gataðir diskar þeir kosta aftur á móti ansi mikið. Til dæmis diskar hjá Brembo eru mjög dýrir, en það eru líka TOPP vörur.

Author:  Logi [ Thu 20. Mar 2003 14:57 ]
Post subject: 

Þetta eru einhverjir voða spes diskar í þessum Audi, þetta er 100 S4 Quattro bíll. Það er einhverskonar hlíf, eða skál utanum diskinn. Bíllinn er á frekar opnum álfelgum og þegar maður kíkir þarna inní þá er eins og álfelgurnar séu koppar. Þessi hlíf er eins og svört stálfelga með kringlóttum götum utanum diskinn, geðveikt skrítið!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/