bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Virða hraða í íbúðargötum https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10539 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjarkih [ Mon 16. May 2005 20:43 ] |
Post subject: | Virða hraða í íbúðargötum |
Þó maður geri það ekki annars staðar. tekið af mbl.is Quote: Ekið á sex ára dreng
Ekið var á sex ára gamall dreng við Greniteig í Keflavík um klukkan 15 í dag er hann fór í veg fyrir bíl á hlaupahjóli. Að sögn lögreglu slasaðist drengurinn minniháttar. Hann hruflaðist á höfði, marðist og fékk kúlu en hann var ekki með hjálm. Telur lögregla að mesta mildi að ekki hafi farið verr. Hún segir að það hafi bjargað miklu að ökumaður bifreiðarinnar hafi virt 30 kílómetra hámarkshraða sem er í götunni. Móðir drengsins ók honum til Reykjavíkur til nánari aðhlynningar. |
Author: | bebecar [ Mon 16. May 2005 21:00 ] |
Post subject: | Re: Virða hraða í íbúðargötum |
Bjarkih wrote: Þó maður geri það ekki annars staðar.
tekið af mbl.is Quote: Ekið á sex ára dreng Ekið var á sex ára gamall dreng við Greniteig í Keflavík um klukkan 15 í dag er hann fór í veg fyrir bíl á hlaupahjóli. Að sögn lögreglu slasaðist drengurinn minniháttar. Hann hruflaðist á höfði, marðist og fékk kúlu en hann var ekki með hjálm. Telur lögregla að mesta mildi að ekki hafi farið verr. Hún segir að það hafi bjargað miklu að ökumaður bifreiðarinnar hafi virt 30 kílómetra hámarkshraða sem er í götunni. Móðir drengsins ók honum til Reykjavíkur til nánari aðhlynningar. Sammála... hef einu sinni setið í bíl sem keyrði á barn í svona götu (á 30 kmh) það hefði farið verulega ílla ef hraðinn hefði verið meiri! |
Author: | fart [ Mon 16. May 2005 21:02 ] |
Post subject: | |
Akkurat það sem ég var að tala um í hraðaumræðunni (um þennan sem var tekinn á 185.) |
Author: | Fat_tony [ Mon 16. May 2005 21:09 ] |
Post subject: | |
akkurat þetta... fara varlega þar sem börn eru á ferð... ég var að keyra í gegnum stokkseyri um daginn undir löglegum hraða af einhverri ástæðu, en allt í einu eru komnir 2 krakkar fyrir bílinn hjá mér og hefði ég verið á löglegum hraða hefði ég ekki náð að stoppa en sem betur fer náði ég því og kallaði á foreldrin sem sátu og boruðu í nefið og bað þau að fylgjast með krökkunum. |
Author: | Vargur [ Mon 16. May 2005 22:44 ] |
Post subject: | |
fart wrote: Akkurat það sem ég var að tala um í hraðaumræðunni (um þennan sem var tekinn á 185.)
Og ég ! |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |