bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hafið þið dottað undir stýri
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10505
Page 1 of 2

Author:  ta [ Fri 13. May 2005 20:30 ]
Post subject:  hafið þið dottað undir stýri

sm'a könnun

Author:  Kristjan [ Fri 13. May 2005 20:52 ]
Post subject: 

Ég svaraði já. Var búinn að keyra mjög lengi og fann ekkert fyrir þreytu þangað til alltíeinu, dottaði í hálft sekúndubrot, sem betur fer var félagi minn með mér og tók eftir því og hann skipti við mig.

Author:  iar [ Fri 13. May 2005 20:53 ]
Post subject: 

Jamm, líklega eitt það skuggalegasta sem ég hef lent í. Skellti mér strax á næstu bensínstöð og lagði mig í nokkra tíma. Hef aldrei sofið eins vel krumpaður í framsæti bíls. :-)

Þetta var eftir ansi langa ferð frá Neuchatel í Sviss til Monza í Ítalíu á F1 keppni og til baka. Þetta gerðist þegar við vorum komnir langleiðina til baka.

Ég mæli semsagt með að leggja sig áður en maður fer að dotta! :lol:

Author:  Lindemann [ Fri 13. May 2005 23:09 ]
Post subject: 

nei, ég man ekki eftir því að hafa dottað, en samt oft verið nálægt því að sofna.

Author:  Schnitzerinn [ Fri 13. May 2005 23:24 ]
Post subject: 

Strákur sem ég þekki sofnaði undir stýri á Nissan Micru og hann keyrði aftaná stóran trailer og kastaðist útaf veginum og við það blésu loftpúðarnir út og hann vaknaði við hvellinn í þeim. Hann vissi ekkert hvað var að gerast og auðvitað krossbrá honum og hann væri ekki lifandi ef hann hefði ekki verið í belti. Bíllinn fór í mauk og var gjörónýtur. Þannig að reynum að vera vakandi í umferðinni :wink:

Author:  ta [ Fri 13. May 2005 23:50 ]
Post subject: 

'eg man eftir sekúndubrots-dotti á leiðinni
frá rvík til kvík að skutla farþegum í flug um kl 5.

SVAKALEGA óþægilegt.

...spurning um að vakna við að bíllinn, fer í möl,
eða framan á´bíl sem kemur á móti,,,,,talk ´bout rude awakening!

Author:  Twincam [ Sat 14. May 2005 01:50 ]
Post subject: 

ég hef margoft dottað undir stýri...

kom fyrir mig í fleiri fleiri skipti þegar ég var alltaf að sendast með pizzur langt fram eftir nóttu hér í den...

Svo hefur það lika komið fyrir mig þegar ég hef t.d. verið að keyra út á landi.. ef það gerist, þá fæ ég alltaf annaðhvort einhvern til að skipta við mig eða einfaldlega stoppa einhversstaðar á góðum stað og legg mig smávegis.

En já, þetta getur verið hræðileg tilfinning að hrökkva upp við að bíllinn er kominn utan í kant eða jafnvel á vegöxlina.. en maður varð svo sem vanur því á endanum þegar maður var að pizzasendast :roll:

Author:  fart [ Sat 14. May 2005 08:47 ]
Post subject: 

Þetta hefur oft komið fyrir.

En mér finnst þetta fara meira eftir bílum en mínu ástandi.

T.d. sótti ég nýlegan nissan patrol í keflavík fyrir stuttu síðan, ég var vel sofin og alles, en mér bara tókst ómögulega að halda mér vakandi. Sennilega var það hljóðið í vélinni eða það að bílinn var á soldið grófum dekkjum.

Author:  bebecar [ Sat 14. May 2005 11:49 ]
Post subject: 

fart wrote:
Þetta hefur oft komið fyrir.

En mér finnst þetta fara meira eftir bílum en mínu ástandi.

.


Sama segi ég... svona sekúndubrota dott... - mjög óþægilegt tilfinning og stórhættulegt, skipti ávallt eða stoppa og slæ mig utan undir, skvetti vatni á mig eða fæ mér espresso eða KÓK!

Author:  iar [ Sat 14. May 2005 11:50 ]
Post subject: 

fart wrote:
T.d. sótti ég nýlegan nissan patrol í keflavík fyrir stuttu síðan, ég var vel sofin og alles, en mér bara tókst ómögulega að halda mér vakandi. Sennilega var það hljóðið í vélinni eða það að bílinn var á soldið grófum dekkjum.


Semsagt bara boooooooring bíll :lol:

Author:  Jón Ragnar [ Sat 14. May 2005 12:43 ]
Post subject: 

Schnitzerinn wrote:
Strákur sem ég þekki sofnaði undir stýri á Nissan Micru og hann keyrði aftaná stóran trailer og kastaðist útaf veginum og við það blésu loftpúðarnir út og hann vaknaði við hvellinn í þeim. Hann vissi ekkert hvað var að gerast og auðvitað krossbrá honum og hann væri ekki lifandi ef hann hefði ekki verið í belti. Bíllinn fór í mauk og var gjörónýtur. Þannig að reynum að vera vakandi í umferðinni :wink:



Haukur????

Author:  gstuning [ Sat 14. May 2005 17:35 ]
Post subject: 

Ég hef gómað sjálfann mig á því að dotta,

Þegar maður var að keyra heim frá því að vinna á glaumbar hérna í gamla daga.
Mjög spooky, ég hef lagt mig kl.8 um morgun og vaknað 2tímum seinna, :)
þegar maður stillti klukkuna á 30mín.

Ég verð að vera sammála því að það fer líka aðeins eftir hvernig bílinn er,
ef það er engin breyting í hljóðunum eða eitthvað svoleiðis í bílnum þá slaknar maður svo mikið niður,

Author:  iar [ Sat 14. May 2005 18:48 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Ég verð að vera sammála því að það fer líka aðeins eftir hvernig bílinn er,
ef það er engin breyting í hljóðunum eða eitthvað svoleiðis í bílnum þá slaknar maður svo mikið niður,


Það er fátt sem gerir mann meira "alert" en maður heldur að maður hafi heyrt eitthvað torkennilegt hljóð í bílnum sínum. Það gæti kannski hjálpað manni við að halda sér vakandi. :-)

Talandi um torkennilegt hljóð... (offtopic warning) ... Um daginn heyrði ég svakalega furðulegt hljóð að framan vinstra megin þegar ég beygði inn í hlykkinn á Vesturlandsveginum þar sem er verið að smíða brú yfir Korpu (?) og svo heyrði ég þetta aftur í hringtorginu rétt á eftir. Við vorum að hlusta út um báða glugga og ég að hægja á mér og sikksakka smá til að reyna að átta mig á hljóðinu. Svo þegar við nálguðumst Mosfellsbæinn og umferðin þéttist eitthvað aðeins meira þá komumst við að því að þetta var eitthvað svakalegt surg, væl og læti í bílnum fyrir framan og við heyrðum bara í því þegar við vorum komin nær honum eins og í hlykknum og hringtorginu :idea: Magnað hvað paranojan getur orðið mikil :lol:

Author:  Hannsi [ Sat 14. May 2005 19:19 ]
Post subject: 

hef ekki dottað undir stíri get ekki sofnað of mikill sársauki í löppinni!! :D


er með frekar langar lappir og mikla leggi so ég er alltaf með sköflunginn utani sem er svo vont að ég sofna ekki!

Author:  Kull [ Sat 14. May 2005 21:01 ]
Post subject: 

316i wrote:
hef ekki dottað undir stíri get ekki sofnað of mikill sársauki í löppinni!! :D


er með frekar langar lappir og mikla leggi so ég er alltaf með sköflunginn utani sem er svo vont að ég sofna ekki!


Þú veist að það er yfirleitt hægt að stilla sætin :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/