bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

sandblásin ljós
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10504
Page 1 of 1

Author:  ta [ Fri 13. May 2005 20:26 ]
Post subject:  sandblásin ljós

ég er ósáttur við að geta ekki skipt um
glerið í þokuljósunum eða plastið í aðalljósunum.
ég þarf að skipta um ljósin komplett til að losna
við sanblásið gler-plast.
hefur einhver reynslu af því að pússa framljósaplastið,
það er matt hjá mér. :(

Author:  Benzari [ Fri 13. May 2005 21:04 ]
Post subject: 

Minnir að einhver hérna hafi notað CAR GLASS POLISH frá Autoglym með góðum árangri.

Author:  oskard [ Fri 13. May 2005 21:06 ]
Post subject: 

jamm það er massi í þessu glass polish dóti frá autoglym.

ef þetta er mikið sandblásið er sennilega þægilegra að kaupa
gler eða plast mass hvort sem á við og síðan far ayfir það
með autoglym dótinu

Author:  ta [ Fri 13. May 2005 21:17 ]
Post subject: 

takk fyrir svörin, prófa þetta.
samt asnalegt, því þetta eru samsettir hlutir,
með einum ódýrum slitfleti.

Author:  íbbi_ [ Fri 13. May 2005 21:29 ]
Post subject: 

matt gler er hægt að sprauta með glæru og þá verður það voða fínt

Author:  Svessi [ Sat 14. May 2005 02:20 ]
Post subject: 

Ertu viss um það sé ekki hægt að skipta bara um plastið yfir aðalljósunum?

Mér finnst ég vera búinn að vera horfa á svoleiðis kassa inni í Bílanaust niðri í Borgartúni. Semsagt plast yfir aðalljósum með glærum hornum, getur svosem verið tóm vitleysa hjá mér, og ef svo er ekki þá veit ég ekkert hvað það kostar, en tékkaðu samt á því, því ég hef það sterklega á tilfinningunni að þetta sé það sem þú leitar að.

Fyrirgefðu samt ef ég er að bulla í þér. :D

Author:  fart [ Sat 14. May 2005 08:45 ]
Post subject: 

held að það sé auðveldara í non Xenon. Þá fær maður bara nýjan front (þ.e. aðalljós). Með xenon þarf allt stuffið.

Þokuljósin keypti ég bara á ebay í minn 523i. Kostuðu ekki mikið.

Author:  Bjarki [ Sat 14. May 2005 13:11 ]
Post subject: 

veit að ef maður skiptir út appelsínugulu stefnuljósunum þá er skipt um allt plastið að framan en það er alveg örugglega non-xenon og á bara við þegar menn ætla að nota gömlu ljósin ennþá þ.e. ekki fara í uppfærslur og díóðu hringi.

Author:  ta [ Sat 14. May 2005 22:55 ]
Post subject: 

Svessi wrote:
Ertu viss um það sé ekki hægt að skipta bara um plastið yfir aðalljósunum?

Mér finnst ég vera búinn að vera horfa á svoleiðis kassa inni í Bílanaust niðri í Borgartúni. Semsagt plast yfir aðalljósum með glærum hornum, getur svosem verið tóm vitleysa hjá mér, og ef svo er ekki þá veit ég ekkert hvað það kostar, en tékkaðu samt á því, því ég hef það sterklega á tilfinningunni að þetta sé það sem þú leitar að.

Fyrirgefðu samt ef ég er að bulla í þér. :D



það er fyrir 96-00 E39 (pre facelift), á þeim
er hægt að skipta um plastið.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/