bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Trygginga pæling
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10474
Page 1 of 1

Author:  Bjarkih [ Wed 11. May 2005 21:15 ]
Post subject:  Trygginga pæling

Hvernig er það, er hægt að kaupa einhverja tryggingu fyrir því að keyra á dýr á vegum úti á Íslandi? Mér datt þetta svona í hug því þegar ég var að tala við tryggingafélagið mitt hérna í Svíþjóð (Folksam) þá var mér tjáð að ég væri tryggður fyrir því og sjálfsábyrgð væri enginn þar sem þessi tegund af tjóni væri þess eðlis að ökumaður gæti í raun ekkert gert til að forðast það. Að vísu eru aðstæður hér töluvert öðruvísi, ekki mikið um skóg þétt upp við vegi heima, hvað þá elgi og hreindýr stökkvandi út úr þeim.
Svo varðandi kostnað, með 6000 SEK í sjálfsábyrgð kostar altrygging eitthvað um 8900 SEK á ári (ca 80k ísl) fyrir '96 540 touring, og var mér sagt að það kostaði aukalega að tryggja hann þar sem hann er touring, varahlutir væru dýrari, hvað myndi kosta að tryggja svipaðan bíl heima?

Author:  Joolli [ Fri 13. May 2005 03:35 ]
Post subject: 

Ég skil nú ekki hvaða máli skiptir hvort varahlutir bílsins þíns séu dýrari eða ekki. Mér hefur alltaf verið tjáð að maður sé að kaupa tryggingu til að borga bílinn hjá náunganum. Hinsvegar myndi ég skilja ef tryggingarnar væru dýrari fyrir stærri bíla þar sem stærri bíll veldur meira tjóni.

Author:  Bjarkih [ Fri 13. May 2005 20:28 ]
Post subject: 

Þetta er náttúrulega upp á kaskóið að gera, og varahlutirnir í touring eru semsagt dýrari en í sedan.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/