Í leit minni að betri tölum um þessa bíla þá rakst ég á þennan
fína þráð á þýsku spjallborði sem inniheldur hröðunartölur fyrir flest allar útgáfur af M3
Þar eru tölurnar fyrir E36 M3 Coupe '95 3.0 og 3.2 eftirfarandi
km/klst---3.2---3.0
0-----------0------0
80---------4,1----4,3
100-------5,6-----5,7
120-------7,6-----7,8
160-------12,5---13,1
180-------16,7
200-------20,1----21,3
alveg fáránlega lítill munur og þar sem 3.0 bíllinn er yfirleitt töluvert ódýrari þá er erfitt að segja til um hvor sé betri kostur.
[nerd mode]
Ég gerði 4.stigs nálgun á hröðunargröfum bílanna beggja og með tegrun ætti maður að sjá hvaða vegalend þeir hafa lagt af velli á þessum og hinum tímanum.
3.2 ætti að fara 1/4 míluna á 13.81@170km/klst en 3.0 á 14.07@163km/klst svo. 3.2 ætti að taka 3.0 með c.a. þremur bíllengdum
3.2 ætti svo að vera rúmlega 8.5 bíllengd á undan í 200km/klst
Þetta eru ansi undarlegar tölur og það vantar greinilega fleiri mælipunkta til að gera þessar tölur nákvæmari. Hraðinn er greinilega undarlegur en vegalengdirnar eru ekki svo fráleitar
[/nerd mode]
*edit
Skoðaði þetta aðeins betur og fór aðeins að spá hvað ég var að gera....
Komst að því að 3.stigs nálgun væri betri þar sem loftmótstaða vex jú eins og þriðja veldið af hraðanum og fékk þá 1/4 mílu tímana
3.0: 14.0@165.8
3.2: 13.85@166.7
sem er nær lagi.