bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Gustav prófar M5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10416
Page 1 of 1

Author:  Kull [ Sat 07. May 2005 12:45 ]
Post subject:  Gustav prófar M5

Jæja, Gustav á M5board.com hefur skrifað grein um E60 M5 sem hann fékk að prófa yfir helgi. Fór hann m.a. í heimsókn til Koenigsegg og fékk að blasta um á 1.6km langri flugbraut.

Einnig tók hann run við marga skemmtilega bíla á annarri braut, t.d. Dodge Viper, Lamborghini Gallardo, Porcshe 911 turbo, E55 AMG og fleiri.

Skemmtileg lesning með tonn af myndum, mæli með góðri tengingu eða þolinmæði :)

http://www.m5board.com/articles.php?id=34&page=1

Author:  bebecar [ Sat 07. May 2005 15:40 ]
Post subject: 

Ég er að lesa... en þessi mynd er sjokkerandi - ROSALEGA ER BÍLLINN STÓR miðað við 355 :lol:

Image

Author:  zazou [ Sun 08. May 2005 00:14 ]
Post subject: 

:woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow: :woow:

Author:  Bjarkih [ Sun 08. May 2005 00:24 ]
Post subject: 

Greinilega nýbúinn að fá hann, ennþá með skattmiða frá bílasölunni á númerinu. En mikið agalega hefur hann átt erfitt fyrsta daginn að hemja sig. Vegirnir hérna eru nefnilega stórkostlegir :!: Margir hverjir nothæfir sem vara lendingarvellir fyrir flugherinn og svo takmarka þeir hraðann við 110 :evil: Og ef maður fer 30km yfir mörkin þá missir maður skírteinið.
En geggjaður bíll ég skal hafa augun opin og myndavél við hendina :wink:

Author:  Svezel [ Sun 08. May 2005 00:56 ]
Post subject: 

Ég er ennþá ekki búinn að sætta mig fyllilega við framljósin á fimmunni, finnst að þeir hefðu mátt hafa þau einhvernvegin nær þessu:
Image

í stað
Image

Author:  Thrullerinn [ Mon 09. May 2005 12:25 ]
Post subject: 

Það verður spennandi að sjá hvort einhver ofurguttinn fjárfesti í einum
svona hér á fróninu 8)

Author:  oobla [ Mon 09. May 2005 13:56 ]
Post subject: 

Mér skillst nú að það séu 4 búnnir að fjárfesta sér svona hérna á landinu :D

Author:  Schnitzerinn [ Mon 09. May 2005 13:59 ]
Post subject: 

oobla wrote:
Mér skillst nú að það séu 4 búnnir að fjárfesta sér svona hérna á landinu :D


Það fer þá ekki mikið fyrir þeim :roll:

Author:  gstuning [ Mon 09. May 2005 14:11 ]
Post subject: 

Schnitzerinn wrote:
oobla wrote:
Mér skillst nú að það séu 4 búnnir að fjárfesta sér svona hérna á landinu :D


Það fer þá ekki mikið fyrir þeim :roll:


ekki að þeir séu þá endilega komnir,

Author:  íbbi_ [ Mon 09. May 2005 14:11 ]
Post subject: 

held að þeir séu nú ekki lentir á skerinu strax

Author:  oobla [ Mon 09. May 2005 15:41 ]
Post subject: 

Það má semsagt orða þetta betur með því að segja að það séu minnstakosti 4 búnnir að panta svona tryllitæki :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/