bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
M5 aftur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10391 |
Page 1 of 3 |
Author: | Fat_tony [ Thu 05. May 2005 14:44 ] |
Post subject: | M5 aftur |
Á einhver hérna Góðar Myndir af MJ877 ?? Veit einhver eitthvað um hann?? |
Author: | Kristjan [ Thu 05. May 2005 15:12 ] |
Post subject: | |
Ég settist inní hann á bíladögum í fyrra og leyst ansi vel á, allt var hreint og fínt inní honum og hvergi slit að sjá. Ég ætlaði að skoða hann síðustu helgi en hann fór norður sömu helgi og ég fór suður hehe. ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 05. May 2005 15:59 ] |
Post subject: | |
![]() ![]() Það eru náttúrulega tveir eigendur af honum bara á þessu spjalli, ég og Logi... en það er sömuleiðis orðið dálítið síðan ég átti hann. Ég skipti um kúplingu í honum rétt áður en ég seldi hann, Logi skipti um eitthvað í pústinu og dempara að aftan, og eitthvað fleira sem ég man ekki. Það var sömuleiðis ryðbóla á afturhurðinni bílstjórameginn (undir lista, fyrst - en stækkaði auðvitað) og mér skylst að núverandi eigandi hafi bara sett nýja hurð í staðinn þannig að ég reikna með að það sé nákvæmlega ekkert að bílnum. Ég myndi hinsvegar vilja BBS felgurnar með honum, en vissulega þarf að lappa uppá þær - væri flott að láta pólera þær og skipta um rim á þeirri sem er skemmd. |
Author: | Svezel [ Thu 05. May 2005 16:29 ] |
Post subject: | |
er búið að laga syncro'ið í 2.gír? hann var alveg svakalega flottur á bbs rs felgunum ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 05. May 2005 16:33 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: er búið að laga syncro'ið í 2.gír?
hann var alveg svakalega flottur á bbs rs felgunum ![]() Ég hugsa ekki - enda eiginlega engin ástæða til eins og það var... ef maður er vanur að nota hann þá keyrir maður í kringum þetta eins og ekkert sé, allavega var það ekki nógu slæmt til að fara í þá aðgerð held ég. |
Author: | Fat_tony [ Thu 05. May 2005 19:40 ] |
Post subject: | |
Syncroið er einmitt það sem ég er smeikur við... það er ekki gott að keyra of mikið í kringum það ![]() Betra að laga það... veit einhver hvað svoleiðis framkvæmd kostar? Og afhverju fór það? Ég er alvarlega að spá í að kaupa mér svona bíl... En ég vill helst ekki að það sé einhver biggie að þeim þó svo að smámál séu í lagi. |
Author: | IvanAnders [ Thu 05. May 2005 20:25 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll er náttúrulega bara bjútíbolla... og þessar felgur með BMW miðjum.... ![]() ![]() ![]() |
Author: | WolfBlitzer [ Fri 06. May 2005 10:28 ] |
Post subject: | |
Er þetta E46 Coupe við hliðina á honum á myndinni? Veit einhver nánari deili á honum? |
Author: | Kristjan [ Fri 06. May 2005 10:34 ] |
Post subject: | |
WolfBlitzer wrote: Er þetta E46 Coupe við hliðina á honum á myndinni? Veit einhver nánari deili á honum?
Nei þetta er E36 Coupe, best þekktur sem Lorenz bíllinn. |
Author: | bebecar [ Fri 06. May 2005 16:18 ] |
Post subject: | |
Fat_tony wrote: Syncroið er einmitt það sem ég er smeikur við... það er ekki gott að keyra of mikið í kringum það
![]() Betra að laga það... veit einhver hvað svoleiðis framkvæmd kostar? Og afhverju fór það? Ég er alvarlega að spá í að kaupa mér svona bíl... En ég vill helst ekki að það sé einhver biggie að þeim þó svo að smámál séu í lagi. Það fór ekki neitt, það er bara orðið slitið... þann tíma sem ég átti bílinn þá skrallaði ég kannski tvisvar útaf syncroinu - ekki það alvarlegt finnst mér... mig minnir að Hafþór hafi sagt að það myndi kosta svona um 70 þús að skipta um þetta (en það er bæði langt síðan og síðan gæti minnið brugðist mér). Prófaðu bara bílinn þá skilur þú þetta... þú myndir finna þetta "kannski" þegar þú gírar úr þriðja niður í annan... þetta er bara tengt ákveðnum vélarsnúning á mjög þröngu sviði þannig að það er ekkert mál að forðast þetta. En auðvitað betra að hafa það í lagi! Bara spurning um hvort með vaða strax í það ef þetta er ekkert að trufla mann.... ![]() |
Author: | Fat_tony [ Sat 07. May 2005 18:21 ] |
Post subject: | |
Ok skil... en já, ég þarf bara að finna mér tíma til að fara norður og skoða hann betur... kannski næstu helgi, þá eru prófin búin og sona En takk fyrir info-ið... fínt að hafa svona á hreinu skilur ![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Sat 07. May 2005 22:28 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Það var sömuleiðis ryðbóla á afturhurðinni bílstjórameginn (undir lista, fyrst - en stækkaði auðvitað) og mér skylst að núverandi eigandi hafi bara sett nýja hurð í staðinn Það væri ekki skrítið þar sem hún var bara sparsl.
Þetta var það eina sem var að honum þegar hann kom til landsins og við réttum hana og múruðum í B&L því Gummi Gísla tímdi ekki að kaupa nýja hurð ![]() |
Author: | pallij [ Sat 07. May 2005 23:52 ] |
Post subject: | |
já það var eins og það hafi verið búið að skjóta úr haglabyssu í hurðina þegar það var búið að taka listaverka múr verkið í burtu ![]() |
Author: | bebecar [ Sun 08. May 2005 09:01 ] |
Post subject: | |
Svo var hurðin ekki sérlega dýr var það nokkuð ![]() |
Author: | pallij [ Sun 08. May 2005 12:53 ] |
Post subject: | |
litlar 70.000kr ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |