bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig fer greiðsla fram á bílum í Þýskalandi?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10375
Page 1 of 2

Author:  WolfBlitzer [ Wed 04. May 2005 11:24 ]
Post subject:  Hvernig fer greiðsla fram á bílum í Þýskalandi?

Þeir sem hafa reynsluna af eigin innflutningi: Hvernig greiða menn bílinn hjá bílasölunni erlendis? Millifærið þið í gegnum SWIFT? Ávísun? Með beinhörðum peningum?

Veit einhver hvað normið er?

Author:  bebecar [ Wed 04. May 2005 11:25 ]
Post subject:  Re: Hvernig fer greiðsla fram á bílum í Þýskalandi?

WolfBlitzer wrote:
Þeir sem hafa reynsluna af eigin innflutningi: Hvernig greiða menn bílinn hjá bílasölunni erlendis? Millifærið þið í gegnum SWIFT? Ávísun? Með beinhörðum peningum?

Veit einhver hvað normið er?


Ef þú ert að borga dýrann bíl - ætli það sé ekki best að nota Swift....

Author:  WolfBlitzer [ Wed 04. May 2005 11:31 ]
Post subject:  Re: Hvernig fer greiðsla fram á bílum í Þýskalandi?

bebecar wrote:
WolfBlitzer wrote:
Þeir sem hafa reynsluna af eigin innflutningi: Hvernig greiða menn bílinn hjá bílasölunni erlendis? Millifærið þið í gegnum SWIFT? Ávísun? Með beinhörðum peningum?

Veit einhver hvað normið er?


Ef þú ert að borga dýrann bíl - ætli það sé ekki best að nota Swift....


Semsagt með banka millifærslu beint á reikning bílasalans.

Eitt áhyggjuefni varðandi það er að millifærslan tekur um það bil 2 daga í vinnslu þannig að maður verður að framkvæma hana áður en tekið er við lyklunum því annars væri peningurinn ekki kominn fyrr en 2 dögum seinna.

Eða er það kannski óþarfa áhyggjur?

Author:  gstuning [ Wed 04. May 2005 11:33 ]
Post subject: 

Ertu að segja uppá að borga á meðan þú ert en á íslandi?

Þegar þú kaupir bíl straight í þýskalandi, þá alveg eins gott að vera bara með cash um leið og þú færð lykla og eigendaskírteini og afsal.

Author:  Schnitzerinn [ Wed 04. May 2005 11:34 ]
Post subject: 

Ertu að láta gera þetta fyrir þig ? Smára eða Georg ? Eða ætlaru að skreppa út sjálfur ?

Author:  WolfBlitzer [ Wed 04. May 2005 11:44 ]
Post subject: 

Ég er að fara út sjálfur um helgina.

Author:  WolfBlitzer [ Wed 04. May 2005 11:46 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Þegar þú kaupir bíl straight í þýskalandi, þá alveg eins gott að vera bara með cash um leið og þú færð lykla og eigendaskírteini og afsal.


Er ekki frekar áhættusamt að ferðast með 1m-2m í Evrum?

Author:  bebecar [ Wed 04. May 2005 11:51 ]
Post subject: 

WolfBlitzer wrote:
gstuning wrote:
Þegar þú kaupir bíl straight í þýskalandi, þá alveg eins gott að vera bara með cash um leið og þú færð lykla og eigendaskírteini og afsal.


Er ekki frekar áhættusamt að ferðast með 1m-2m í Evrum?


Ehhh jú - ég myndi EKKI gera það!

Author:  gstuning [ Wed 04. May 2005 11:55 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
WolfBlitzer wrote:
gstuning wrote:
Þegar þú kaupir bíl straight í þýskalandi, þá alveg eins gott að vera bara með cash um leið og þú færð lykla og eigendaskírteini og afsal.


Er ekki frekar áhættusamt að ferðast með 1m-2m í Evrum?


Ehhh jú - ég myndi EKKI gera það!


fer allt eftir aðstæðum, en að millifæra frá íslandi til þýskalands tekur líka nokkra daga,

Author:  Þórir [ Wed 04. May 2005 12:08 ]
Post subject:  Sæll.

Ég er núna með bíl í innflutning, er á hafnarbakkanum og ég fæ hann vonandi á föstudaginn.

Ég skoðaði þetta svolítið og skv. mínum útreikningum er margfallt ódýrara að versla sér bíl gegnum miðlara, eins og Smára í mínu tilfelli. Bæði það að maður með hans reynslu veit hvað á að forðast, hverju á að líta eftir plús allar flýtileiðir gegnum kerfið. Þóknun hans eru smápeningar miðað við vesenið sem getur orðið.

Þá má einnig segja frá því að peningalega er það nánast jafn dýrt að nota svona þjónustu eða ekki þar sem miðlari getur sparað þér peninga á öðrum stöðum td. flutningskostnaði, sem reiknast inn í toll og vsk.

Plús það, vill einhver ferðast um með svona pening á sér?

Author:  Stanky [ Wed 04. May 2005 12:29 ]
Post subject: 

Sammála síðasta ræðumanni.. Ég er nýbúinn að flytja inn bíl og gerði það í gegnum Smára í Hamborg. Smápeningar miðað við vesenið sem getur komið upp, veist ekkert hvernig bílasalinn er eða getur lent í veseni með skráningu etc etc etc. Frekar að gera bílinn 100 kalli dýrari og sleppa útúr því með engu veseni heldur en að reyna flækja málið

Smári for teh win! :D

Author:  WolfBlitzer [ Wed 04. May 2005 12:34 ]
Post subject: 

Gott að heyra að menn séu ánægðir með Smára en ég fer ekki í gegnum hann.

Er einhver sem hefur framkvæmt svona greiðslu sjálfur.

Author:  Þórir [ Wed 04. May 2005 12:34 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Sammála síðasta ræðumanni.. Ég er nýbúinn að flytja inn bíl og gerði það í gegnum Smára í Hamborg. Smápeningar miðað við vesenið sem getur komið upp, veist ekkert hvernig bílasalinn er eða getur lent í veseni með skráningu etc etc etc. Frekar að gera bílinn 100 kalli dýrari og sleppa útúr því með engu veseni heldur en að reyna flækja málið

Smári for teh win! :D


Nákvæmlega! :P

Fegurðin liggur svo í því að bíllinn er nefnilega ekki dýrari! 8)

Author:  Gunni [ Wed 04. May 2005 13:08 ]
Post subject: 

Ef þú ferð út án þess að vera með cash þá getur verið mjög mikið
ves. Ef þú ferð t.d. með bankaávísun þá tekur óratíma að afgreiða það,
því þýskir bankar lifa í fornöld.

Það er auðvitað MJÖG risky að fara út með 1-2 milljónir í reiðufé, því
maður veit aldrei hvað kemur uppá.

Það er auðvitað möguleiki fyrir þig að fara út og skoða bílinn, hringja svo
í bankann þinn hérna heima og láta þá millifæra með swift.

Einnig býður Landsbankinn uppá millifærslu með Western Union og á það
að taka 10 mínútur. Það gæti þó verið að þú þurfir að ganga frá því áður
en þú ferð (ef það þarf að skrifa undir etc.), svo geturðu bara hringt
í þjónustufulltrúann og látið hann klára málið.

Þú getur séð eitthvað um Þýskalandsbankana sem eru í þessu
Wesern Union hérna: http://www.westernunion.com/info/homePage.asp?country=DE&origination=global

Tengill á síðu Landsbankans hér: http://www.landsbanki.is/index.aspx?GroupId=957

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

kv. Gunni

Author:  karlth [ Wed 04. May 2005 13:17 ]
Post subject: 

Takk Gunni.

Síðan var mér bent á debetkortsgreiðslu.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/