Er ekki séns að loka á bílasala sem koma hingað á spjallið í þeirri trú að þeir geti grætt á okkur? Mér finnst orðið mjög pirrandi að fylgjast með " til sölu " dálknum þar sem einhver bílainnflytjandi er að reyna að pranga dótinu sínu inn á okkur spjallaverja.
Þannig er nú bara að í þessum töluðu orðum er ég að flytja inn BMW-inn sem mig er búið að langa í lengi. Ég fór nú bara til aðila sem sér um að finna bílinn og flytja hann inn og ég er viss um að flestir meðlimir spjallsins gera það. Þess vegna er algerlega óþarft að við þurfum að lesa "pósta" eftir atvinnu bílasala, þá getum við allt eins farið inn á bilasolur.is.
Þetta er að mínu viti málefnalegasti og skemmtilegasti bílaspjallvefur á landinu og er það mestmegnis vegna skörungsháttar stjórnenda spjallsins sem þora að henda út vitleysingum og leiðindafólki. Til að mynda hef ég það á tilfinningunni að margir spjallverjar hafi þorað að fara út í kaup á eldri BMW bílum sem þeir hefðu ekki þorað nema vegna hins sterka BMW samfélags sem hérna er. Ég sjálfur er búinn að vera BMW laus í hálft ár en í næstu viku lýkur því vonandi.
Kannski er ég bara búinn að fá mér of mikið rauðvín.
