bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Stjórnendur. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=10273 |
Page 1 of 1 |
Author: | Þórir [ Tue 26. Apr 2005 22:25 ] |
Post subject: | Stjórnendur. |
Er ekki séns að loka á bílasala sem koma hingað á spjallið í þeirri trú að þeir geti grætt á okkur? Mér finnst orðið mjög pirrandi að fylgjast með " til sölu " dálknum þar sem einhver bílainnflytjandi er að reyna að pranga dótinu sínu inn á okkur spjallaverja. Þannig er nú bara að í þessum töluðu orðum er ég að flytja inn BMW-inn sem mig er búið að langa í lengi. Ég fór nú bara til aðila sem sér um að finna bílinn og flytja hann inn og ég er viss um að flestir meðlimir spjallsins gera það. Þess vegna er algerlega óþarft að við þurfum að lesa "pósta" eftir atvinnu bílasala, þá getum við allt eins farið inn á bilasolur.is. Þetta er að mínu viti málefnalegasti og skemmtilegasti bílaspjallvefur á landinu og er það mestmegnis vegna skörungsháttar stjórnenda spjallsins sem þora að henda út vitleysingum og leiðindafólki. Til að mynda hef ég það á tilfinningunni að margir spjallverjar hafi þorað að fara út í kaup á eldri BMW bílum sem þeir hefðu ekki þorað nema vegna hins sterka BMW samfélags sem hérna er. Ég sjálfur er búinn að vera BMW laus í hálft ár en í næstu viku lýkur því vonandi. Kannski er ég bara búinn að fá mér of mikið rauðvín. ![]() |
Author: | Henbjon [ Tue 26. Apr 2005 22:36 ] |
Post subject: | |
Ég er sammála þér með þennan bílasala. Klárlega skemmtilegasta og besta spjallið hérlendis. Eina spjallið sem maður nennir að tjekka á daglega ![]() |
Author: | bjahja [ Tue 26. Apr 2005 22:48 ] |
Post subject: | |
Mér finnst nú i lagi að menn séu að selja sína eigin bíla sem þeir eru að flytja inn. Annað mál ef menn væru að vinna hjá bílasölu, þá væri óviðeigandi að pósta hér til sölu. Þegar menn eru að flytja inn bíla sjálfir, hvort sem það er til að eiga eða bara með þeim tilgangi að selja þá finnst mér í lagi að pósta þeim hérna til sölu. |
Author: | Day [ Tue 26. Apr 2005 23:07 ] |
Post subject: | |
Iss meiga hanga inni ef þeir taka gagnrýni þá finnst mér það í góðu lagi. En að koma með skítkast og vera bara fúlir við smá commentum. Láta þá flakka bara! ![]() |
Author: | Henbjon [ Tue 26. Apr 2005 23:48 ] |
Post subject: | |
Allt í lagi að menn selji bíla sína á sínum verðum en það er annað þegar menn fara í vörn og skjóta á fólk. |
Author: | fart [ Wed 27. Apr 2005 05:11 ] |
Post subject: | |
Gaurinn sem var að auglýsa hérna er ekki bílasali. Og.. það prangar enginn neinu inn á neinn nema viðkomandi kaupandi sé hálfviti. Það er hægt að segja nei. |
Author: | BMWaff [ Wed 27. Apr 2005 13:24 ] |
Post subject: | |
Finnst þetta bara í góðu lagi.. Fínt að geta séð hvað er í boði... Kanzki rekast á eitthvað sniðugt... |
Author: | Spiderman [ Wed 27. Apr 2005 18:32 ] |
Post subject: | |
Engan vegin sammála þessu innlegggi, gæði spjallsins myndu minnka ef stjórnendur ættu að velja þá notendur sem mættu auglýsa og hverja ekki. Það er engin að pranga bílum uppá neinn og þeir sem kaupa bíla eins og 350Z og M5 vita alveg hvers virði bílarnir eru. Það hleypur engin til og kaupir M5 á 5 millur og áttar sig á því að hann hafi verið blekktur. Að mínu mati er gæði spjallsins best tryggt með því að menn fái að auglýsa hér óáreittir nema auðvitað fyrirtæki sem geta þess í stað keypt auglýsingar eða stutt klúbbinn til þess að vekja athygli á sér. |
Author: | BMWaff [ Wed 27. Apr 2005 18:55 ] |
Post subject: | |
Spiderman wrote: Engan vegin sammála þessu innlegggi, gæði spjallsins myndu minnka ef stjórnendur ættu að velja þá notendur sem mættu auglýsa og hverja ekki. Það er engin að pranga bílum uppá neinn og þeir sem kaupa bíla eins og 350Z og M5 vita alveg hvers virði bílarnir eru. Það hleypur engin til og kaupir M5 á 5 millur og áttar sig á því að hann hafi verið blekktur. Að mínu mati er gæði spjallsins best tryggt með því að menn fái að auglýsa hér óáreittir nema auðvitað fyrirtæki sem geta þess í stað keypt auglýsingar eða stutt klúbbinn til þess að vekja athygli á sér.
word! |
Author: | gstuning [ Wed 27. Apr 2005 19:27 ] |
Post subject: | |
Afhverju leggjast alltaf allir sameiginlega á það að vernda seljandann? Enginn má commenta á það sem er til sölu nema að það sé eitthvað gott. Ef ég myndi vita af tjónuðum bíl eða eitthvað sem er ekki 100% frá seljanda þá myndi ég frekar vilja vernda kaupendur heldur en seljendur, Ég er á móti lokuðum sölu þráðum og hindra fólk í að setja inn auglýsingar, En mér finnst líka í fínu lagi að ef einhvern veit af sögu bílsins þá sé það í lagi að segja frá, ég meina ef það er í lagi að gagnrýna annarstaðar á spjallinu það sem fólk skrifa afhverju er það eitthvað illa á litið Held að þetta verði mitt síðasta innlegg í sambandi við þessi mál, ég nenni ekki að vera stofna til einhverja leiðinda, |
Author: | BMWaff [ Wed 27. Apr 2005 19:54 ] |
Post subject: | |
Auðvita á það að vera í lagi með hluti einsog tjóin og svoleiðis.. Ef menn VITA með vissu eitthvað sem gæti gagnast... En að vera með skítkast útaf verði á bíl finnst mér óþarfi... mátt segja þitt álit.. EN einsog margir hérna hafa sagt Þá er Rétt Verð Fyrir Bíl það sem seljandin vill fá fyrir hann... Gæti verið of mikið finnst þér.. kanzki of lítið.. En ef seljandin vill ´fa þetta þá er það bara hanns mál.. Og Allir happy ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 27. Apr 2005 20:06 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: Afhverju leggjast alltaf allir sameiginlega á það að vernda seljandann?
Enginn má commenta á það sem er til sölu nema að það sé eitthvað gott. Ef ég myndi vita af tjónuðum bíl eða eitthvað sem er ekki 100% frá seljanda þá myndi ég frekar vilja vernda kaupendur heldur en seljendur, Ég er á móti lokuðum sölu þráðum og hindra fólk í að setja inn auglýsingar, En mér finnst líka í fínu lagi að ef einhvern veit af sögu bílsins þá sé það í lagi að segja frá, ég meina ef það er í lagi að gagnrýna annarstaðar á spjallinu það sem fólk skrifa afhverju er það eitthvað illa á litið Held að þetta verði mitt síðasta innlegg í sambandi við þessi mál, ég nenni ekki að vera stofna til einhverja leiðinda, Bíll sem ekki er 100% frá seljanda, t.d. tjónaður, er bara allt annað mál. Það eru náttúrulega svik að reyna að selja þannig undir fölsku flaggi. Það er ekki hægt að segja það sama þó eitthvað sé dýrt ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |