bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

"Project-ið" að fara í gang
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1020
Page 1 of 1

Author:  rutur325i [ Sat 15. Mar 2003 03:38 ]
Post subject:  "Project-ið" að fara í gang

jæja loksins er komið að því. ég er búinn að kaupa annað e30 boddý sem er alveg flekklaust og er af 320 bíl.
svo fara bílarnir báðir niður í tb vonandi bráðlega (fer eftir peninga eigu),
og Þá ætla ég að láta þá taka vélina mína upp og henda henni í hinn bílinn.

Annars er svo sem nóg fyrir mig að gera á meðan td. er innréttinginn í hinum bílnum ekki nógu góð svo ég mun nota sportsætin mín og stýrið allaveganna.
Myndir af bílnum koma vonandi inn á morgun þegar ég er búinn að ná í hann.
Einnig er hann með skálabremsum að aftan svo ég býst við því að svissa því yfir úr mínum en ég á örugglega aldrei eftir að láta abs-ið virka :?
en ég vona það besta.
Ég er allaveganna hæstánægður með þennan bíl nema eitt, og það er að einhver vitleysingur hefur lyklað hann ! Hann hefur meira segja tekið sér góðan tíma og vandað sig og strikað anarkista merki á aðra hurðina og setur það ekki fallegann svip á hann, en ég get örugglega látið laga það fyrir mig uppí skóla.

Þá er bara að fara að rífa og tæta. :lol: :lol: :lol:

Author:  Logi [ Sat 15. Mar 2003 09:37 ]
Post subject: 

Skemmtu þér vel, hvenær er stefnt á að setja á götuna?

Author:  Gunni [ Sat 15. Mar 2003 12:08 ]
Post subject: 

þetta verður gaman, vonandi gengur þetta vel. hlakkar til að sjá "minn gamla" í nýjum búningi :)

Author:  rutur325i [ Sat 15. Mar 2003 19:28 ]
Post subject: 

Þegar þetta er skrifað þá ég er á leiðinni útur dyrunum að ná í hann.
Stefnt er að koma honum á götuna í apríl eða byrjun mars. Eins og ég sagði þá fer það allt eftir því hvað ég á mikla peninga.

Author:  rutur325i [ Sat 15. Mar 2003 19:28 ]
Post subject: 

í byrjun Maí átti þetta að vera (döh)

Author:  siggiii [ Sat 15. Mar 2003 20:58 ]
Post subject:  Re: "Project-ið" að fara í gang

Einnig er hann með skálabremsum að aftan svo ég býst við því að svissa því yfir úr mínum en ég á örugglega aldrei eftir að láta abs-ið virka :?
en ég vona það besta.




Halla hefur nú tekist að laga ótrúlegustu hluti!

Author:  Halli [ Sat 15. Mar 2003 21:18 ]
Post subject: 

ætlar þú að láta að tb gera þetta
þá skaltu byrja að safna peningum
og mikið af þeim :lol:

Author:  Halli [ Sat 15. Mar 2003 21:21 ]
Post subject: 

ég setti abs í minn bíl það virkar allveg er búin að
ganga i gegnum það sama og þú ert að fara að ganga í gegnum, :lol:

Author:  rutur325i [ Sun 16. Mar 2003 02:42 ]
Post subject: 

Jæja .. bíllinn kominn í hlað og ég er búinn að rífa sætin úr og honum, og er að baslast við að koma teppinu úr til að setja þéttingu í botninn á honum til öryggis svo það fari ekki að leka í framtíðinni.

Halli : já ég geri mér nú grein fyrir að ég þarf að safna...
en hvað myndiru halda að þetta myndi kosta þ.e.a.s taka vélina mína upp og setja hana oní nýja bílin :?: :?:

Author:  rutur325i [ Sun 16. Mar 2003 02:58 ]
Post subject: 

Ég hefði nú ekkert á móti því að eiga "angel eyes" á e30 bílinn minn..... http://www.bmwspecialisten.dk/e30/images/FL30K-1.jpg

Author:  Halli [ Sun 16. Mar 2003 14:05 ]
Post subject: 

ertu með 325 og ertu að setja 325 vélina ofaní 320 body
ég skal gera þetta fyrir þig sendu mér pm með símanúmeri
og ég verð í sambandi :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/