jæja loksins er komið að því. ég er búinn að kaupa annað e30 boddý sem er alveg flekklaust og er af 320 bíl.
svo fara bílarnir báðir niður í tb vonandi bráðlega (fer eftir peninga eigu),
og Þá ætla ég að láta þá taka vélina mína upp og henda henni í hinn bílinn.
Annars er svo sem nóg fyrir mig að gera á meðan td. er innréttinginn í hinum bílnum ekki nógu góð svo ég mun nota sportsætin mín og stýrið allaveganna.
Myndir af bílnum koma vonandi inn á morgun þegar ég er búinn að ná í hann.
Einnig er hann með skálabremsum að aftan svo ég býst við því að svissa því yfir úr mínum en ég á örugglega aldrei eftir að láta abs-ið virka
en ég vona það besta.
Ég er allaveganna hæstánægður með þennan bíl nema eitt, og það er að einhver vitleysingur hefur lyklað hann ! Hann hefur meira segja tekið sér góðan tíma og vandað sig og strikað anarkista merki á aðra hurðina og setur það ekki fallegann svip á hann, en ég get örugglega látið laga það fyrir mig uppí skóla.
Þá er bara að fara að rífa og tæta.
