bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 1600 GT!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1010
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Thu 13. Mar 2003 13:35 ]
Post subject:  BMW 1600 GT!

Ég rakst á þennan á netinu og vissi nú bara hreinlega ekki af þessum bíl... hann er geysilega fallegur og augljóslega hannaður af einhverjum ítala (sem var dálítið algengt hjá BMW á þessum tíma) - ekki slæmt ítalskt lúkk og þýskur mekkanismi! Pininfarina hannaði þennan bíl held ég....

http://www.barchetta.cc/All.Ferraris/techno-classica-galleria-bmw/bmw-1600-gt.html

http://www.barchetta.cc/All.Ferraris/techno-classica-galleria-bmw/bmw-1600-gt-1.html

En hvað er í gangi hér???? http://www.barchetta.cc/All.Ferraris/techno-classica-galleria-bmw/bmw-2002-gt-.html

HRIKALEGA FALLEGUR! http://www.barchetta.cc/All.Ferraris/techno-classica-galleria-bmw/bmw-2002-gt-.html En minnir á FIAT DINO!

Þið takið eftir þremur hnöppum efst til hægri... flettið þar og skoðið myndirnar af þessum GEÐVEIKUSTU BMW BÍLUM SEM ÉG HEF NOKKURN TÍMANN SÉÐ! :mrgreen:

Author:  hlynurst [ Thu 13. Mar 2003 14:10 ]
Post subject: 

Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessum gömlu bílum. En þó eru M1 flottir. :)

Author:  bebecar [ Thu 13. Mar 2003 14:33 ]
Post subject: 

Shiii maður... þessi 2002 GT-4 Frua er nú með þeim glæsilegri sem ég hef séð... svo við tölum nú ekki um E21 keppnisbílana!

Author:  Svezel [ Thu 13. Mar 2003 15:09 ]
Post subject: 

Damn þessi 2002 GT-4 Frua er flottur bíll, svona sambland af Ferrari og Mustang með BMW nýrun :wink:

Author:  bjahja [ Thu 13. Mar 2003 16:49 ]
Post subject: 

Hann er nefnilega alveg rosalega líkur Elenor. En þeir eru líka líkir ferrari og sá fyrri minnir mig á Porsche.
Ég hef heldur aldrei séð þessa áður

Author:  Djofullinn [ Thu 13. Mar 2003 17:02 ]
Post subject: 

Vá þvílíkt fallegir bílar, skrítið að maður hafi aldrei heyrt um þá áður!

Author:  Halli [ Thu 13. Mar 2003 18:02 ]
Post subject: 

þessi GT4 er rosalega líkur saab sonettuni hans Valla

Author:  bebecar [ Fri 14. Mar 2003 08:49 ]
Post subject: 

Já, þeir eru dálítið svipaðir!

Author:  Haffi [ Fri 14. Mar 2003 12:04 ]
Post subject: 

sjibbýyhh ! congrats!

Author:  flamatron [ Fri 14. Mar 2003 12:42 ]
Post subject: 

Já hann minnir mjög mikið á Dino'inn, Ítalst hugvit, á undan sínum tíma! :)
Image
Image
Image

Author:  bebecar [ Fri 14. Mar 2003 13:17 ]
Post subject: 

ótrúlega fallegir bílar maður og á ÓSKALISTANUM mínum....

Author:  Djofullinn [ Fri 14. Mar 2003 13:41 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
ótrúlega fallegir bílar maður og á ÓSKALISTANUM mínum....

Þetta er orðinn soldið langur listi hjá þér :lol:

Author:  bebecar [ Fri 14. Mar 2003 13:57 ]
Post subject: 

Ég skal bara láta listann vaða!

BMW E21 Alpina (gæti nú kannski þokað þessum áleiðis í það)
BMW E34 M5, Alpina Biturbo
BMW E28 Alpina B7 og M5
BMW E12 Alpina B7S
BMW 2002 Tii
BMW E30 M3
BMW E9 (minnir mig) 3.0 CS

Mercedes Benz

600 SEL (M100)
450 SEL 6.9
E500
190E 2.3 16V Cosworth

Porsche

911 (fyrir 1989)
930
944

Svo er það svona samtíningur.

Lotus Esprit Turbo (MK1)
Citroen DS
Citroen CX
Fiat Dino
Ford Sierra Cosworth
Lancia Delta Integrale HFS
Jensen Interceptor
Alfa Romeo Guilietta
Peugeot 205 GT 1.9
Renault Clio Williams
Renault 5 Turbo

Þetta er svona það helsta og hellingur af þessu er raunhæfur.

Ég held að maður þurfi bara helst að eiga þrjá bíla...

Author:  Alpina [ Mon 17. Mar 2003 19:27 ]
Post subject: 

Undirritaður vill benda síðasta ræðumanni á það að þetta er
ALLVÖRU MERCEDES~~~~~~~~~~~ M-B 100
http://www.mobile.de/cgi-bin/search.pl? ... 1&x=60&y=9

Author:  bebecar [ Mon 17. Mar 2003 20:18 ]
Post subject: 

Jebb og einn af fallegustu bílum sem ég veit um!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/