bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Að rice-a eða ekki að rice-a, það er málið? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=1004 |
Page 1 of 2 |
Author: | Þórður Helgason [ Wed 12. Mar 2003 00:38 ] |
Post subject: | Að rice-a eða ekki að rice-a, það er málið? |
Getiði á mannamáli skýrt fyrir mér, hvernig þið skilgreinið rice-ingu á bíl? Ég hef auðvitað hugmyndir um þetta, en mér finnst þær kannski ekki alveg alltaf í samræmi við það sem ég sé hér á (vef)svæðinu. Má ég t.d. setja lítinn gúmmíspoiler á skottið hjá mér, án þess að vera kallaður rice-isti? Eða framaná bílinn? Ég veit að 30 sm vængur, hnoðaður á skottlokið er rice-ing og alveg hrikalega ljótt, en smá skirt og létt spoilering hlýtur að vera í lagi. Kannski þetta séu Xenon ljósin sem menn eru að deila um annarsstaðar... Límmiðar eru náttúrulega alveg útí hött, a.m.k flestir.... Er ég á villigötum, ég þarf að fá þetta á hreint fyrir vorið (E23)? |
Author: | iar [ Wed 12. Mar 2003 01:37 ] |
Post subject: | |
Nettir spoilerar teljast varla grjónun á bíl. Til dæmis var mjög nettur spoiler á mínum gamla: ![]() Þetta er nú ekki svo agalegt er það? ![]() Málið er að mínu mati að gæta hófs, annars er stutt í grjónavitleysuna. Er líka algerlega sammála þér með límmiðana. "Límmiðahestöfl" eru af hinu illa. |
Author: | morgvin [ Wed 12. Mar 2003 04:08 ] |
Post subject: | |
Grjónun það er að mínu mati allt fyrir utan litla netta spoilera og litlar svuntur (alpina svunturnar eru nettar) en hamann og hartge eiga það til að sleppa sér alveg. sem sagt ég er mjög mikið fyrir original útlitið og vill það helst óbreitt shodow line er alveg á mörkunum fyrir mér en jú það sleppur stundum. |
Author: | arnib [ Wed 12. Mar 2003 04:36 ] |
Post subject: | |
Fyndið hvernig menn líta mismunandi á hlutina en mér finnst shadow line ekki vera á neinum mörkum á því að sleppa eða ekki. Mér finnst krómið eiginlega frekar vera á þeim mörkum! Shadowline er mjög stílhreint og myndi aldrei fara nálægt neinum flokki sem tengist hrísgrjónum að neinu leyti! ![]() |
Author: | arnib [ Wed 12. Mar 2003 04:40 ] |
Post subject: | |
Og rice já almennt. Samkvæmt mínum skilningi er skilgreiningin á rice mjög mismunandi eftir bílum. Það sem væri rice á einum bíl væri ekkert endilega rice á öðrum! BMW 325i með ///M3 merki á skottinu. Það er rice, og öll slík merkjakrísa er rice! Honda civic með stóran spoiler: Rice, en what the hell, bíllinn kemur í raun rice frá verksmiðju ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 12. Mar 2003 08:52 ] |
Post subject: | |
Ég er auðvitað fullkomlega ósammála að shadowline sé rice! En ætlað til þess að gera bílinn látlausann en ekki öfugt. Arnib segir þetta vel með t.d. M3 merkingar á "ekki" M3 bíl. Annars mætti segja að rice sé bara þegar verið er að láta bílinn líta út fyrir að vera annað og meira en hann í rauninni er! Það er rice þegar menn mála gular porsche bremsur á bílinn sinn, setja límmiða á bensínlokið svo það líti út fyrir að vera "race" bensínlok, setja of stóra púststúta! Og svona mætti lengi telja.... Það er mjög hefðbundið að menn bæti bílana sína aðeins, t.d. með því að setja betra pústkerfi eða lækkun - en ef menn fara of langt þá er það rice! Það sama finnst mér eiga við í of stórum felgum, of miklum lækkunum, of stórum púststútum og öllu slíku, mér finnst það vera á mörkunum að vera rice. |
Author: | Djofullinn [ Wed 12. Mar 2003 09:48 ] |
Post subject: | |
Í minni orðabók skilgreyni ég Rice sem svona Fast and the Furious dæmi, risastórir álvængir, límmiðar og svoleiðis krapp, aftur á móti finnst mér ekkert að því að hafa stór spoilerkit ef bíllinn samsvarar sér vel, t.d finnst mér bíllinn hannst Stebba langt frá því að vera Rice legur..... Tökum sem dæmi mikið breytti 2002 bíllinn sem flestum hérna finnst hræðilegur, ef maður mundi taka Rice spoilerinn af honum þá fyndist mér hann mjög vel uppgerður og flottur bíll En þetta er bara mín skoðun á þessu ![]() |
Author: | gstuning [ Wed 12. Mar 2003 09:51 ] |
Post subject: | |
Sko þetta er ekki mismunandi eftir bílum, eða hvað það er, Að rice-a bíl er að merkja hann þannig að hann eigi að sýnast það sem að hann er ekki, Þetta er ekki flóknari en það, spoiler kit, vængir, stórar felgur, of lækkaðir, ljótir, kraflausir er ekki rice, Upprunalega er það að merkja bílinn sinn sem annað en hann er, Það er bara búið að afbaka rice-un svo mikið að menn mega ekki gera neitt þá er STOCK POLICE mætt á svæðið til að öskra rice rice, Gerðu það sem að þér finnst flott, það getur hvort eð er enginn sagt neitt, |
Author: | bebecar [ Wed 12. Mar 2003 10:02 ] |
Post subject: | |
Það er reyndar nokkuð til í þessu hjá þér. Upprunalega er rice að sýnast eitthvað annað en hann er. Ætli það sé ekki best að halda sig við þá skýringu..... ![]() Stock police er líka oft fljót á svæðið! ![]() |
Author: | bjahja [ Wed 12. Mar 2003 13:39 ] |
Post subject: | |
Það eru búnar að vera miklar umræður um þetta útum allt t.d á hugi.is/bilar. Og menn eru mjög óssammála. En svona skilgreini ég rice: Það fyrsta á mínum lista er að þykjast vera eithvað sem þú ert ekki. Límmiðar fara mjög í mig "race" bensínloka límmiðar eru þar verstir, líka mugen límmiðar á Yaris og fleirra í þeim dúr. Tattoo, úfffff Universial ál-spoilerar og aðrir flugvéla vængir, eru að mínu mati rice lexus ljós, nema á lexus Of skærir litir, smbr F&F Neon ljós, allavegana mikið af þeim. En ég stefni á það að setja m-kitt á minn og ég ætla rétt að vona að það bendli enginn því við rice, því bmw hannaði það og það er látlaust kitt. Ég ætla hinsvegar ekki að setja m3 merkingar, því ég er ekki fífl. p.s Shadowline er að mínu mati hvergi nærri því að vera rice, þetta gerir hann skuggalegan og það er öfugt við rice, sem er það að sækjast eftir athygli. |
Author: | hlynurst [ Wed 12. Mar 2003 14:22 ] |
Post subject: | |
Ég vona að M-kitt sé ekki rice... ![]() |
Author: | Gunni [ Wed 12. Mar 2003 15:01 ] |
Post subject: | |
hlynurst wrote: Ég vona að M-kitt sé ekki rice...
![]() ef að M-kit teldist ræs þá held ég að það væri bara hægt að hætta þessu .... ![]() |
Author: | morgvin [ Wed 12. Mar 2003 15:20 ] |
Post subject: | |
Það var kannski fullgróft að bendla Shadowline við rice en það er verið að taka í burtu hluta af bílnum. Ég er svona maður sem vill hafa krómið á sínum stað (sérstaklega í grillinu) þetta sleppur á bílnum hans Babecar en það er fullgróft t.d. á gömlu sexunum. |
Author: | arnib [ Wed 12. Mar 2003 18:03 ] |
Post subject: | |
Ég skal vel samþykkja þessa skilgreiningu. Rice: Að láta bílinn sinn líta út fyrir að vera eitthvað sem hann er ekki ![]() |
Author: | Gunni [ Wed 12. Mar 2003 19:52 ] |
Post subject: | |
arnib wrote: Ég skal vel samþykkja þessa skilgreiningu.
Rice: Að láta bílinn sinn líta út fyrir að vera eitthvað sem hann er ekki ![]() s.s. ef ég set m-tech kittið á 325 bílinn minn er hann þá rice, því hann lítur út eins og M-bíll en er ekki m bíll ?? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |