Var þetta mögulega besti dagur í heimi hingað til???
Við erum að tala um dag dauðans í dag. Í dag var haldið af stað eldsnemma í morgunsárið. Fórnarkostnaðurinn var ræs og sjæn klukkan 5:45 (við veljum alltaf BMW eða Boeing tölur til að vakna við, s.s. 635, 745, 757, 737, 850 osfrvs.).
Frank hérna á Ringhaus sá að sjálfsögðu um að ræsa eina af sínum blómarósum út til að skera niður fyrir okkur skinkupylsuna og sækja rúnstykkin... en hún var ekki ánægð með að vakna klukkan 4 í stað 6 venjulega. Eftir staðgóðan morgunverð að venju var haldið af stað til Spa í Belgíu. Þar átti BE hluti hópsins (með vísan í Wannabe) bókaðan tíma á track day sem Lancer register.com eitthvað dæmi stóð fyrir. Þórður hafði meldað sig og mig á þessa samkomu, Sæmi nafni var með sem okkar prívat ljósmyndari og aðstoðarökumaöur, en aðrir kusu að standa hjá og sleppa þessu gullna tækifæri
Eftir eins og hálfs tíma akstur ókum við 5 á 4 bílum, (M5 onno, M5 rouge, M3 og Bens SL) inn í hjarta Spa Francorchamps þar sem bretar streymdu að ásamt einstaka annara þjóða kvikindum. Mest var um Evo, Skyline, Imprezur M3csl. Honda 2000 var þarna og Mazda RX8, Galant sást líka ásamt einstaka Caterham Lotus og Ferrari, Noble og einstaka bland í poka þess utan. Flottur E60 M5 TOURING

Sem sagt, hitt og þetta í gangi á staðnum.
Byrjað var á að skrá sig og fara á fund til að heyra reglurnar og fá armband til að komast inn. Þetta var búið um 9 leytið, þá var rigningarsuddi og þungbúið. Brautin blaut en ekki soaking. Haldið var upp í pit og gert klárt fyrir akstur. Byrjað var á M5-unum, þar sem Onno er betri í bleytu en Rngtoy. Eftir nokkra hringi var keyrt aftur inn að skúr númer 6 til að varpa öndinni. Ekkert hafði sést af Herra Ferrari, Sveinbirni sjálfum og Baldri áður en við fórum út á braut að keyra, en eftir smá eftirgrenslan kom í ljós að þeir voru búnir að fá nóg af því að bíða og horfa á rigninguna, stóðu SL-inn átján bláa upp á Ringhaus strax aftur. So much for BE........
Ég sem hafði keypt sæti fyrir farþega og allt,... En nú bara keyrði ég einn, enginn til að vera farþegi og Þórður tók úllendúllendoff á hvítan og bláan

Nei það var blái sem fékk að kenna á því í byrjun, enda betur skóaður til átaka þar sem hvíti er á semi-slickum.
Til að gera langa sögu stutta, nóg er frá að segja, þá fór að stytta upp eftir hádegi og brautin þornaði. Þá var snögglega skipt yfir í M3 Rngtoy og farið að flengja Lancera og Imprezur. Jafnvel M3csl fengu að kenna á hvíta ofurleiftrinu. Seinnpartinn var brostið á með sól og blíðu, bros á allra vörum nema undrunarsvipur á bretunum þegar leiftrið hvíta át þá uppi hvern af öðrum. það voru ófáir sem spurðu hvað væri undir húddinu á gripnum þegar stoppað var í pittinum.
Til allra lukku vorum við lausir við öll óhöpp og vandræði. Eina sem var var gangtruflun í Onno vegna mikils vatnsausturs í loftsíustæðin. En aðrir voru ekki jafn heppnir og sjá mátti Caterham snúast út af, Civic líka langt út í möl, Impressu bomba á vegg, EVO snúast út í vegg og Hondu 2000 fara flatt á 160 þegar hann var að reyna að halda í við Þórð á M3-inum. Þetta var frekar scary, taka fram úr gæjanum á 200, gjóa auguum á hvorn annan og síðan um leið og komið var fram úr heyra þórð segja "Nei hann missti hann". Þórður sá hann þá síga út af brautinni á of miklum hraða, missa stjórn og svo straujaði hann í slædi út af brautinni, yfir grasið og inn í vegg. Ekki góð tilfinning þegar maður vissi að hann hefði verið á 160-180km hraða þar sem við fórum fram úr á 200. En sem betur fer slasaðist enginn, einungis bíllinn sem skemmdist.. eyðilagðist frekar.
Keyrt var til klukkan 18. Hlé var gert í hádeginu í klukkutíma í mat, en annars var keyrt allan daginn. Ég og Þórður nýttum tímann nokkuð vel, Þórður þó betur en ég en ætli hann hafi ekki keyrt í svona 4 tíma samtals, ég í svona 2 samtals. Nokkuð gott, Þórður sennilega með einna mesta tímann á brautinni. Við þurftum að fara 2svar niður í bæ (fylltum þar áður en við byrjuðum) til að taka bensín. Þetta er eina skiptið sem ég hef tekið bensín 3svar sinnum sama dag á sömu bensínstöðinni!!!! Við erum að tala um eyðslu upp á 30L/Km
Að þessu loknu var svo lagt af stað aftur upp á Ringhaus, þar sem gist er í síðasta sinn í bili. Þar fyrir hittum við Frank við komu okkar þar sem hann var að spranga um milli húsa. Tókum hann léttu tali og meðal annars kom til tals track bíllinn sem hann leigir út. Hann var klesstur í fyrradag og stóð þarna fyrir utan frekar sorgmæddur á svip með samfallin nýru og brotnar augabrúnir. Við vorum að spá í að taka bílinn á leigu en það varð ekki af. Sá sem tók hann á leigu smellti honum utan í vegrið og eyðilagði gripinn þann daginn. Gaurinn pantaði sér svo ófáa vodka í kók um kvöldið til að kyngja reikningnum upp á 5000 EUR sagði Frank, og hafði ýmislegt að segja frá gaurnum. Þetta var nefnilega ekki í fyrsta sinn sem hann þurfti að borga út bíl, um daginn fór hann nefnilega í heimsreisu á FIAT Panda. Já ég veit, Fiat PANDA!!! Sumir hafa sjálfspíningarhvöt í stærra lagi. Hann fór með hann á verkstæði á glænýju "drive through" verkstæði fyrir FIAT. Það vildi ekki betur en svo til hjá honum að hann rakst eitthvað í gírana í bílnum með hann í gangi svo bíllinn fór eiginlega orðrétt í þetta "Drive Through". Fór með hendurnar á stýrinu, hangandi út um bílinn í gegnum verkstæðið, inn í sölusalinn og endaði á nýjum FIAT sem eigandinn stóð við hliðina á nýbúinn að eignast nýja bílinn sinn. Jæja, gott þetta var ekki BMW, þá hefði reikningurinn verið vel sverari.
Í fyrramálið verður svo lagt í hann aftur, hópurinn óvænt þynnst aðeins þar sem herr Alpina leiddist rigningin í dag og hélt ásamt Baldri áleiðis norður. Þeir keyrðu víst í 12 tíma til Hamborgar í rigningu og röð

Ekki gaman en við kunnum þeim þakkir fyrir að hafa dregið í burtu úrkomuna.
Næsta skref er svo að fara til Tauber manna með bílana, snurfusa eitt og annað, bremsur á rauða, hvíti í yfirhal og kannski fleira. Svo verður það prívat túr í BMW A/G í Munchen, Hamann heimsóttir og fleira. Sjáum hvert lukkan dregur okkur á næstunni
Kveðja heim, TSSJJJUUUUUUS.