gstuning wrote:
Sko ef þú vilt marga strokka en lítið pláss þá eru nýju VW
W vélarnar málið
8cyl þar sem áður var 4cyl
944 væri best með öðru en VR6 vél,
R32 vél væri mikið betri en samt held ég að 3.6 Boxer mótor væri betri,
Ég var nú bara að tala stærðarlega hagkvæma sexu, ekki áttu eða tólfu.
944 var eflaust ágætur með 4 cyl. rokki þó þú myndir kannski telja þær vélar ónógar í bhp/l. Það kitlar bara meira í bíl af þeirri gerð að hafa fleiri strokka og sex væri alveg prýðilegt án þess að breyta karakter eða fara út í stórfellt meiri tilkostnað.
Ég var NB ekki að tala um að setja VR6 í 944, heldur sambærilegan bíl. VR6 vél ætti að bjóða upp á kosti þar sem hún er bæði stutt og tiltölulega grönn m.v. V vél. Hlýtur að bjóða upp á betri pökkunarkosti en hefðbundin V6, hvað sem öllum afltölum kemur við.
Línusexa er líka mjög áhugaverð, a.m.k. ef maður nær að pakka henni líkt og í TVR, en hugsanlega væru kostir engir m.v. VR6. Ég veit hins vegar ekki hvernig B6 vél væri komið fyrir á líkan hátt ef áætlunin væri að skapa "mid-front engined" bíl. Efast um að kostir við boxer vél fram í afturdrifnum bíl séu miklir.
Það er allt gott og blessað að tala um 3.6 boxer, en þá er varla verið að skoða vél í sama flokki og VW VR6.
_________________
Kalli - Mal3
Bow down to
Daihatsu power!
Daihatsu Charade
TS 1.3i '93
Alltaf hægt að glotta að þessum stafrófssúpudósum
