Twincam wrote:
Gott og blessað, ég skil mjög vel að fólk nenni ekki að lesa "gelgjumál" eða setningar eftir illa skeinda aula sem NENNA ekki að skrifa skiljanlega Íslensku.... en að menn séu að láta rangan rithátt, i-y villur og álíka, fara í taugarnar á sér svo þeir verða allt að því svefnvana yfir þessu. Það skil ég ekki.
Ég VAR mjög góður í stafsetningareglum og réttritun í grunnskóla, en staðreyndin er sú að það eru mjög fáar reglur um réttritun sem ég man núorðið. Og skrifa ég því oftast orðin bara eins og ég annað hvort veit að þau eiga að skrifast, eða að ég HELD að þau eigi að skrifast.
má vel vera að í þessum texta hjá mér séu 50 villur varðandi stafsetningu og réttritun... en mér væri bara skítsama ef einhverjum dytti í hug að fara að skæla í mér yfir því, vegna þess að þetta er AUÐSKILIÐ hjá mér samt sem áður.
Tók sérstaklega eftir einu slíku atviki um daginn.... þegar Sæmi lét eins og hann gæti ómögulega skilið hvað Tommi Camaro sagði í þræðinum þar sem einhver guttinn spurði eftir hurðarhún á '97 520 bíl...
saemi wrote:
Tommi Camaro wrote:
hvað hún er þetta gæti átt hann til
Hvað á að standa þarna?
Í alvöru... þetta er auðskilið þegar maður les þetta með það fyrir augum um hvað var beðið í þræðinum... Málið er að stundum þarf maður að hafa fyrir hlutunum, maður getur ekki ætlast sífellt til þess að maður sé mataður af öllu.. Þarna hefði Sæmi klárlega átt að geta fundið út hvað Tommi var að segja, hefði hann bara lesið svarið með það í huga um hvað var beðið. Ekki með því hugarfari að þetta væri vitlaust skrifað og því óskiljanlegt, eins og hann virðist gera.
Alls ekkert diss á þig svo sem Sæmi, þetta var bara nýlegasta dæmið sem ég fann..
Jahá

Ég er ekki með þessarri umræðu að vísa til fólks sem gerir stafsetningarvillur. Ég sjálfur geri svona villur eins og næsti maður. EN mér finnst allt annar handleggur þegar fólk skrifar kolrangt mál.
Það að segja: "leita að flottum 540i" .. þetta er bara kolrangt! þú leitar ekki af bílum. Eða.. "það er mjög gott bragð að þessu". Þetta er bara bull setning. Það er þetta sem mér finnst agalega leiðinlegt. Ef fólk myndi hugsa aðeins, þá sæi það strax að þetta er rangt.
Þó svo að það slæðist með "riðið er mest í afturhlutanum á þessum bíl", í stað þess að segja ryð, það er frekar saklaust og enginn að væla yfir svoleiðis villum stöku sinnum.
Þú segir að mál þitt sé auðskilið þótt þú skrifir það eins og þú heldur að það eigi að skrifa það. Hvernig veistu það? Þú þarft aldrei að lesa og skilja það sem þú skrifar, þú veist hvað þú varst að meina.
Eins og dæmin sanna, dæmið sem þú tókst með hurðarhúninn. Þú kannski skildir þetta eins og höfundurinn meinti þetta. Ég bara skildi þetta alls ekki. Ég er ekki að leika mér að því að setja inn að ég skilji ekki eitthvað sem ég skil. Ég skildi bara í alvörunni ekkert hvað hann var að segja.
Tommi Camaro wrote:
hvað hún er þetta gæti átt hann til
Ég hélt að hann væri eitthvað að segja eitthvað á þessa leið:
"Hvaða væl er þetta, þeir gætu átt hann til".
Það er gaman að sjá að fleiri voru í mínum sporum og skildu þetta ekki eins og ég, það sýnir að það var ekki bara ég sem misskildi þetta. Þetta ætti að sýna að það er full þörf á því að fólk hugsi aðeins út í það sem það setur hér inn.
Ég persónulega skoða alltaf innlegg mín eftir að ég hef sett þau inn, þykir það sjálfsagt að athuga hvort þetta hefur farið rétt inn.