bimmer wrote:
IMHO þá er það ekki gáfuleg ákvörðun að láta 17 ára strák fá M5 sem fyrsta bíl.
Hann hefur hvorki þroska né reynslu til að keyra þennan bíl dags daglega og standast þær freistingar sem hann býður uppá.
Til hvers að fá sér svona bíl nema til þess að taka eitthvað á honum?
Þannig að ef hann fær sér svona bíl þá verður tekið á honum og strákurinn hefur bara ekki þá æfingu og þroska sem til þarf.
Nú ef hann ætlar ekki að taka á honum þá getur hann bara fengið sér 523 með M looki og eytt mismuninum í að hafa gaman af lífinu
PS. Ég veit alveg að það eru margir ungir kappar hérna sem froðufella við að sjá svona komment um reynslu og þroskaleysi. Mönnum finnst þeir vita allt og geta allt þegar þeir eru 17-18 en þeir munu komast að öðru þegar þeir eldast

Eins og talað útúr mínu hjarta. Ég fatta fyrst í dag hvað maður vissi í raun lítið á þessum aldri. Ég prófaði M5 í fyrsta skipti fyrir stuttu síðan og þetta tæki á bara ekkert efni í hendurnar á fólki með litla akstursreynslu. Mörkin liggja bara svo ofarlega á þessu tæki, miklu viturlegra að fá sér annan bíl til að fá reynslu á, enda er fullt af skemmtilegum akstursbílum sem bjóða upp á ótrúlega skemmtun, án þess að vera komnir í þennan flokkinn. Mér dettur strax í hug Z3, Mazda MX5, Já eða þá bara 523, 528.
Kv.
Þórir I.