Fann þetta á netinu.
Quote:
Svo eru það þokuljósin og algeng misnotkun þeirra. Margir sem nota þokuljós ásamt háu og lágu ljósunum halda að þokuljósin gefi betri sýn í akstri í myrkri. Það er rangt. Í myrkri, en að öðru leyti í góðu skyggni verður sýnin í raun verri ef ekið er með þokuljós kveikt ásamt háu eða lágu ljósunum. Ástæðan er að hið vel upplýsta svæði fyrir framan bifreiðina blekkir augu ökumanna á þann hátt að nætursýnin verður verri. Þar að auki blindast þeir ökumenn sem við mætum.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var af Veg- og Transportforsknings stofnuninni í Svíþjóð blinda þokuljós sem notuð eru ásamt lágum ljósum svo mikið að sjónvegalengd þess ökumanns sem ekur á móti minnkar um 16 af hundraði, eða með öðrum orðum um allt að 10 metra, miðað við bíl með ljósabúnað í góðu lagi. Á þessum 10 metrum geta verið gangandi vegfarendur, kyrrstæðir bílar eða búfé á leið yfir veginn. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru svo afgerandi að lögum í Svíþjóð var breytt og nú er einungis leyft að aka með þokuljós ásamt stöðuljósum.
En fyrir þá sem ekki vita þá böggar löggan ekki ökumenn sem nota þokuljós ásamt
stöðuljósum (ekki aðalljósum) í
dagsbirtu, en þetta gildir ekki þegar fer að dimma (ekki spyrja hver ákvað það, kanski útaf þessari rannsókn að ofan??)