ÞRIÐJUDAGUR:
Nú var aftur hópunum stillt upp á beina kaflanum en í þetta skipti
var veðrið ekki gott - skýjað/þoka:


Prófessorinn og Andrew að ræða saman - Maseratiinn alveg að gera sig:


Daginn áður var búið að fara í gegnum eftirfarandi kafla:
Hatzenbach
Quiddelbacher Höne -> Aremberg
Fuchsröhre -> Adenauer Forst
Kellenhardt -> Wehrseifen
Í dag átti að taka eftirfarandi kafla fyrir hádegi:
Exmuhle -> Bergwerk
Kesselchen -> Klostertal
Karussel -> Hohe Acht
Hér er mynd af breutinni með nöfnunum:

Maður varð að taka því rólega í bleytunni - hér er hópurinn í byrjun fyrsta
rönnsins og ég sagði einmitt við Michel kennara að Bergwerk gæti orðið
áhugavert í bleytunni.

Þessi spá var ekki lengi að rætast - hér erum við búin með Bergwerk og einn
norsarinn búinn að lenda í vandræðum:

Hann hafði komið of hratt inn í beygjupunktinn inn í Berkwerk og í stað þess að
ná að beygja inn þá hélt hann beint áfram og skrapaði vinstri hliðina eftir
vegriðinu:




Semsagt beyglur/rispur eftir allri hliðinni, báðar felgur rispaðar og svo var
afturfelgan skökk - beyglaðir armar í afturfjöðruninni. Kappinn varð því að
skakklappast til baka og fara út við Breidscheid.
Við hin héldum áfram og nú var komið að Kesselchen til Klostertal kaflanum.
Þetta gengur þannig fyrir sig að fyrst þegar við komum að nýjum kafla þá setjum
við rautt flagg í keilu sem stendur á miðri brautinni. Þetta þýðir að enginn
má fara inn á svæðið. Eftir þetta keyrum við á eftir kennaranum í gegnum kaflann.
Þetta er gert til að ganga úr skugga um að bílarnir frá hópnum á undan séu örugglega
farnir og þeir búnir að setja upp rautt flagg við byrjun næsta svæðis.
Hér erum við svo að snúa við og keyra til baka:


Svo er bílunum lagt við byrjun kaflans:

Eftir að allir eru búnir að leggja þá fer Michel ásamt öðrum leiðbeinanda með
okkur sem farþega í gegnum kaflann. hann er á 335i twinturbo Touring með
fjórhjóladrifi. Alveg fínasta græja og hann keyrir hann alveg hressilega.
Svo á leiðinni aftur til baka keyrir hann hægt og rólega og gefur okkur tips
og tricks varðandi hvar við eigum að vera í beygjunum. Fullt af áhugaverðum
punktum sem eru byggðir á áratuga reynslu af hringnum.
Þegar allir eru búnir að fá svona rúnt þá keyrum við kaflann 3-4 sinnum og
þá er Michel á mismunandi stöðum að fylgjast með. Þegar maður fer til baka
á milli rönna þá stoppar hann mann ef það er eitthvað sem þarf að laga.
Hver svona kafli var að taka sirka klukkutíma og korter.
Eitt sem var ansi skemmtilegt við þetta er það að keyra til baka á milli rönna -
brautin er mjög áhugaverð í öfuga átt!!!! Kaflar sem manni finnst ekki vera
brattir niður eða upp virka oft miklu ýktari þegar ekið er í hina áttina.
Hér er svo Karussel í öfuga átt - frekar funky:

Nú fór hins vegar bleytan að aukast og ég fór að komast að því að E30 heldur
illa vatni:

Vatn var að koma inn bæði farþegamegin og bílstjóramegin.....
Hér erum við svo að keyra í mat:

Eftir mat var svo byrjað á að keyra allan hringinn í klukkutíma session - fyrst
2 hringi í réttri röð og svo eftir það mátti taka framúr. Þetta var vægast sagt
áhugavert á semislikkum

Eftir þetta session var svo haldið áfram með kaflana og nú voru það:
Wippermann -> Brunnchen
Pflanzgarten
Schwalbenschwanz -> Galgenkopf
Hér erum við að byrja seinasta kaflann:

Þegar hér var komið við sögu voru farin að heyrast undarleg "click" hljóð innan
úr hvíta og þau voru að koma frá holu sem var fyrir framan bílstjórahurðina.
Það sem var undarlegt var að þau voru líka að koma þegar ekki var svissað á
bílnum. Þetta var svona frekar random dæmi og ágerðist með tímanum. Hugsaði
með mér að þetta væri varla gott en það var ekkert annað í stöðunni en að klára
daginn.
Hér erum við svo búin með seinasta kaflann og síðustu bílar að skila sér úr
seinustu ferðinni:



Jæja - loks kemur Michel og allir fara í bílana og setja í gang og þá byrjar
dramað. Hr. hvítur fer ekki í gang. Alveg steindauður og ekkert gerist.
Gaman gaman.....
Allavega - bíllinn var dreginn upp á Ringhaus og ýtt inn í skúr. Þar fór ég
að skoða hvað gætiverið að en fann ekkert til að byrja með - öll öryggi í lagi.
Svo hugsaði ég að þetta hlyti að tengjast þessum smelluhljóðum. Byrjaði á því
að troða hendinni þarna inn og ýta aðeins til vírasúpunni. Viti menn þá fór
bíllinn að starta en gekk ekki - þe. sprengdi ekki. Fór að skoða hvað var
þarna inni og þá kom í ljós að þarna var eitt relay og svo eitt stærra box.
Opnaði relayið og stærra boxið og þau voru bæði rennblaut. Eftir smá google
komst ég að því að þetta var relay fyrir inniljósin og svo stærra boxið var
control unit fyrir central læsinguna.
Allavega - hvað sem ég reyndi þá fór dýrið ekki í gang. Þannig að nú var
það eina í stöðunni að senda SMS til Dóminikanska lýðveldisins þar sem þeir
Sebastian og Oliver voru í fríi.
Skömmu seinna kom símtal frá þeim félögum og hófst þá debug vinna yfir
Atlantsála. Ég var látinn rífa allskonar drasl í burtu til að athuga hinar
og þessar tengingar og hluti en allt kom fyrir ekki. Undir lokin var þá farið að
gruna þjófavarnarmódúlinn sem fylgdi S50 vélinni (EWS).
Það sem varð á endanum úr er að ég myndi hringja í neyðarþjónustu BMW strax
daginn eftir og fá tæknimann á staðinn sem gæti lesið af bílnum og séð af
hverju hann færi ekki í gang.
Úff farið að minna á heimsóknina á síðasta ári - bilaður bíll á Ringhaus...