Ég reyndar vissi alveg þegar ég skrifaði þetta að það yrði drullað yfir mig
En það er annað mál.. Þetta er það sem flestir halda. Gunni kom með svarið sem ég var eiginlega búinn að bíða eftir! Og ég þakka fyrir það
Nú veit ég og væntanlega fleiri hérna t.d. að það er mun einfaldara að túrbóa dísilbíl.
Þessi listi hjá Gunna er alveg mjög flottur og gefur manni miklu meiri hugmynd um hvað þarf til að túrbóa vél en allar hinar síðurnar hérna til samans.
Svör eins og:
"Gleymdu þessu"
"kauptu stærri vél frekar"
o.s.frv. segja drengnum ekki skít.. Nema að hann heldur væntanlega að þið hafið ENGA trú á drengnum
Svo þau comment hefðu alveg eins geta farið í ruslið strax. Því það voru enganvegin svörin sem hann var að leita að og gerðu engum neinn greiða. Hefðuð alveg eins geta sett broskall eða fílukall.. Bara waste of time að lesa þau svör..
En ég þakka svörin sem ég fékk og vonandi tók enginn þessum fyrri pósti illa
Og já, ég er MJÖG svo sammála svona "tuning" þræði..
Veit ekki hvort það er markaður fyrir það hér en á flestum erlendum síðum sem ég hef rekist á er sér "Projekt" þráður.. (sænskum síðum semsagt) og það eru skemmtilegustu þræðirnir!
EDIT:
Quote:
ég er ekkert á móti því að menn setji túrbínur í bílana sína, en þegar menn vita ekki einu sinni hvað þeir eiga að kaupa eða hvar þá á að gera það, þá finnst mér gefa auga leið að viðkomandi viti ekki alveg hvað hann er að fara út í,
Af hverju þá ekki að segja honum það í stað þess að segja honum að "þetta sé erfitt"
