BMWaff wrote:
Þú skalt nú ekki segja mér hvernig mitt viðhorf á að vera og ekki halda að þú getir dæmt hvernig það er útfrá einum pósti um það að ég nenni ekki að láta stafsettningarvillur á BMWKraftur.is/spjall eyðileggja dagin hjá mér... Ég bað þig ekki um að breyta / eða setti út á þitt viðhorf gagnhvarft þínu lífi og það kemur mér bara ekki við...
Engin rosa pirringur... En jú smá... Leyfðu mér að hafa mínar skoðanir og hafð þú þínar í frið...


ÉG segi bara það sem ég vil hérna alveg á sama hátt og þú ert að segja það sem þú vilt hérna. Ég hef aðra skoðun en þú og finnst viðhorf þitt óþroskað og óvandað. Þú mátt alveg hafa aðra skoðun á því en ég, eins og ég má hafa mína skoðun.
Hvernig á ég að dæma viðhorf þitt nema út frá því sem kemur frá þér? Hvort sem það er í tali eða skrifum? Ef þú vilt ekki að þú sért dæmdur fyrir það sem þú skrifar eða segir, þá verður þú bara að sleppa því að segja það, eða segja e-ð annað.
Það eyðileggur ekki daginn hjá þér að sjá stafsetningarvillur (ef þú þá sérð þær), en kannski eyðileggur það daginn hjá mér. Reyndar er ég mjög líbó að eðlisfari, seinreittur til reiði og langur í mér þráðurinn og læt ekki svona lagað eyðileggja fyrir mér daginn. En samt sem áður þá pirrar það mig að sjá villur hérna á spjallinu aftur og aftur.
Heimurinn er bara ekki þannig að allir hafi sínar skoðanir í friði. Þú ert að koma þínum á framfæri (meðal annars með því að skrifa ekki rétt), ég er að koma mínum á framfæri. Hvernig væri t.d. stjórnun ef allir mættu hafa sínar skoðanir í friði?
Myndi það virka fínt ef allir í fyrirtækinu mættu gera hlutina eins og þeir vilja..... segja bara við forstjórann: Láttu mig í friði, ég má hafa mínar skoðanir í friði. Eða pólitík. Allir á Alþingi væru bara geðveikt rólegir á því og hrikalega sáttir við að vera með mismunandi skoðanir á hlutunum.
Svo segi ég nú bara að fyrst að ég og allir hinir illa gefnu einstaklingarnir gátu lært þetta hrikaleg erfiða mál, þá ættir þú líka að geta það
Ég hef nú ekki lært rosalega mörg tungumál, en ég veit ekki um eitt einasta þar sem hlutirnir eru einfaldir og allt skrifað eins og það er sagt.
Lífið er nú bara þannig að það er ekki allt ofsalega einfalt og þægilegt. Stundum þarf maður að leggja á sig hluti, það kemur ekki allt upp í hendurnar á manni.