Já, já, ég veit alveg að margir ykkar vita þetta alveg.
En fyrir þá sem ekki vita þá eru smá upplýsingar fyrir ykkur hérna:
Bláa línan er malbikaði kaflinn í brautinni, þetta er hugsað sem go-kart kaflinn. Ég hef keyrt þetta á gömlu Hondunni minni (rip), og er þetta nokkuð góður kafli, en samt nokkrir varasamir staðir ef manni er ekki alveg sama ef bíllinn sem maður er á rispist.
1 - Þar sem hægt er að fara inn á brautina
2 - Startlínan /ráspóll
3 - Mjög kröpp og þröng beygja þar sem þú ferð mjög hægt ef þér þykir vænt um bílinn þinn.
4 - Mjög skemmtileg aflíðandi beygja í halla.
Svona um leið og ég er að skrifa þetta dettur mér í hug hvort einhver grundvöllur sé að athuga hvort hægt væri að nota þessa beygju í drift keppni.
5 - Stjórnturn/ útsendingarturn
6 - Óhorfendasvæði
Svo sjáið þið vegina þarna í kringum brautina, þetta eru allt malarvegir og sumir kaflar mjög grófir.
Svo mjög lágir bílar þurfa að keyra þarna á -5 km hraða.