Þetta er orðinn frekar þreyttur áróður

Þannig að ég nenni ekki að eyða miklu púðri í þetta. Langaði samt að leiðrétta nokkra hluti.
saemi wrote:
Við erum að tala um:
BMW Niederlassung München, bíll ekinn 64þús, silfur með svörtu leðri á 28650 og skattinn af því.
http://mobile.de/SIDrvp7d1v9o1Ra23ZPua7 ... 248712267&Þessi er heim kominn á rétt um 4.2 með þóknun til Smára!
Þetta er 2003 bíll, lúgulaus og Xenonlaus. Og eflaust ekkert sérstaklega búinn að öðru leiti.
Búnaður hefur meiri áhrif á verð en akstur hefur manni sýnst í DE. Oft sér maður bíla ekna 80 þús og 150 þús á sama verði en bíllinn ekinn 150 þús betur búinn.
Miðað við mína útreikninga og miðað við gengið í dag er þessi bíll að koma heim á 4,4 með þóknun en án fjármögnunar (þetta er miðað við útreikning sem ég hef alltaf notað og er nánast alltaf spot on).
Ef fjármögnunin heima miðast við 100% hlutfall (eins og flestir myndu taka) og til langri tíma (84 mánuði) og verðtryggt.
Þá liti kostnaðurinn svona út:
Lántökugjald (2,50%) 112.855 kr.
Stimpilgjald (1,50%) 67.026 kr.
Þinglýsingargjald 1.350 kr.
Samtals 181.231 kr.
Og þetta er bara fjármögnunin eftir að bíllinn kemur til landsins.
Þannig að við erum að tala um 4,4 millur + 181 þús + 40 þús fyrir yfirdráttinn (sem þú reiknaðir samt bar aaf 3,5 millum þannig að það ætti að vera eitthvað hærra). Segjum bara 60 þús fyrir yfirdráttinn.
Þá erum við að tala um 4,641 þús.
Og notabene þetta var 2003 lúgu- og Xenonlaus bíll.
2004 bíll ekinn undir 70 þús með almennilegum búnaði er á ódýrast á 31920 evrur. Næsti þar á eftir 1000 evrum meira og næsti þar á eftir 1000 evrum meira. Fljótt að fara í hærri upphæðir.
Og reiknið nú miðað við þau verð.
Fyrir utan það að ódýrustu bílarnir á mobile eru oftast ódýrari af ástæðu, rispur, mikið grótkast, litlar bilanir eða annað slíkt sem þarf að borga fyrir viðgerð á.
Til að vera save myndi maður kannski taka bíl upp á 33 þús evrur.
Þá erum við að tala um töluvert hærri kostnað.
Fyrir utan það.
HVAÐA BÍLL ER EKKI ÓDÝRARI EN HÉR HEIMA EF ÞÚ FLYTUR HANN INN SJÁLFUR.
Að klína 300 þús á bíl sem þú ætlar að selja skil ég ekki afhverju er eitthvað ósanngjarnt.
Menn geta sett bíla uppí, skoðað þá, prófað þá, sett í ástandsskoðun og allt.
300 þús kall er frekar fljótur að hverfa ef bíllinn fer ekki strax og ef þú þarft að taka eitthvað uppí.
Einn gjalddagi af svona bíl er t.d ~80 þús. Síðan eru það tryggingar. Sölulaun. Tryggingar, sölulaun og afborganir af uppítökubílnum etc etc.
_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is